| Heimir Eyvindarson
Jurgen Klopp kom ekkert sérstaklega á óvart með liðsuppstillingu dagsins. Eins og venjulega varð Benteke að gera sér að góðu að sitja á bekknum í stóru leikjunum. Firmino var fremsti maður, með Milner og Lallana til sitt hvorrar hliðar. Þá var Dejan Lovren í byrjunarliðinu í fyrsta sinn frá því 2. janúar.
Leikurinn fór fjörlega af stað og strax á 8. mínútu var Okazaki rétt búinn að skora með skalla af stuttu færi, eftir fyrirgjöf frá Vardy, en til allrar hamingju varði Mignolet gríðarlega vel.
Lætin héldu áfram og bæði lið fengu fín færi. Mignolet varði frábærlega frá Mahrez, Fuchs var rétt búinn að skora sjálfsmark og ýmislegt fleira skemmtilegt gekk á. Hátt tempó og góð barátta hjá báðum liðum.
Staðan var jöfn í leikhléi, eftir opinn og skemmtilegan fyrri hálfleik þar sem Liverpool var hreint ekkert verra liðið á vellinum.
Liverpool byrjaði seinni hálfleikinn af krafti og var betra liðið fyrsta korterið, eða allt þar til Jamie Vardy skoraði mark sem hann sagði í viðtali eftir leik að væri líklega það besta sem hann hefði gert á ferlinum. Mahrez átti þá langa sendingu fram völlinn þar sem Vardy tók á móti honum og hamraði hann í netið yfir Mignolet sem var kominn aðeins of framarlega. Stórkostlegt mark og staðan 1-0.
Rúmum tíu minútum síðar skoraði Vardy síðan aftur. Í þetta skiptið eftir afskaplega klaufalegan varnarleik okkar manna. Rétt áður hafði Leicester liðið sundurspilað okkar menn í sókn sem endaði með því að Okazaki fór niður í teignum, en dómarinn sá sem betur fer ekki ástæðu til að flauta. Alveg með ólíkindum hvað hægt er að láta okkar menn líta illa út í vörninni á stundum. Staðan 2-0, Benteke kominn inn á og leikurinn búinn.
Siðustu 20 mínútur leiksins gerðist fátt markvert og niðurstaðan 2-0 sigur toppliðsins í leik þar sem markahrókurinn Jamie Vardy var í raun það sem skildi liðin að. Það er auðvitað ömurlegt að horfa upp á Liverpool tapa leik, en það er ekki annað hægt en að hrífast með þessu Leicester liði. Minnir mig um margt á Blackburn liðið sem Kenny Dalglish gerði að meisturum 1995. Baráttuglaðir, vel skipulagðir og með frábæran framherja sem raðar inn mörkum.
Leicester: Schmeichel, Simpson, Morgan, Huth, Fuchs, Drinkwater, Kante, Mahrez (Ulloa á 90. mín.), Albrighton (Gray á 79. mín.), Okazaki (King á 87. mín.) og Vardy. Ónotaðir varamenn: Wazilevski, Dyer, Schwarzer og Chilwell.
Mörk Leicester: Vardy á 60. og 71. mín.
Liverpool: Mignolet, Clyne, Lovren, Sakho, Moreno, Lucas, Can (Allen á 75. mín.), Henderson (Benteke á 66. mín.), Milner, Lallana, Firmino (Texeira á 87. mín.). Ónotaðir varamenn: Ward, Flanagan, Ibe og Toure.
Gult spjald: Lucas Leiva.
Maður leiksins: Það er eiginlega ekki hægt að velja mann leiksins eftir svona leik, en ég verð nú samt að segja að þrátt fyrir að okkar menn hafi á stundum litið illa út þá var líka margt jákvætt í leik liðsins. Það sem verður okkur að falli er kannski fyrst og fremst of margir tapaðir boltar og svo hvað við erum hræðilega bitlausir í sókninni. Það er vert að velta því fyrir sér hvernig leikurinn hefði endað ef Jamie Vardy hefði verið í okkar liði. Til að velja einhvern og vera ekki allt of dómharður vel ég Simon Mignolet mann leiksins. Hann stóð vissulega heldur framarlega í fyrra markinu, en hann varði líka nokkrum sinnum mjög vel.
Jürgen Klopp: ,,Ég get ekki sagt að ég sé ánægður með þessi úrslit. Við vorum mikið með boltann og náðum að skapa slatta af hálffærum, en menn taka of mikið af röngum ákvörðunum á úrslita augnablikum; skjóta þegar þeir ættu frekar að gefa og gefa síðan boltann eða hanga of lengi á boltanum þegar færi gefst til að skjóta. Þetta var ekki nógu góð frammistaða."
-Þetta var fyrsta tap Liverpool fyrir Leicester í 15 ár.
-Þetta var fyrsta markið sem Jamie Vardy skorar fyrir utan teig í vetur.
Hér er viðtal sem tekið var við Klopp eftir leik. Tekið af Liverpoolfc.com.
Hér má sjá myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
TIL BAKA
Toppliðið of stór biti
Liverpool sótti ekki gull í greipar Leicester
á King Power Stadium í kvöld. Toppliðið var einfaldlega of stór biti
fyrir okkar menn. Munaði þar mestu um að Leicester er með alvöru
framherja í sínum röðum.
Jurgen Klopp kom ekkert sérstaklega á óvart með liðsuppstillingu dagsins. Eins og venjulega varð Benteke að gera sér að góðu að sitja á bekknum í stóru leikjunum. Firmino var fremsti maður, með Milner og Lallana til sitt hvorrar hliðar. Þá var Dejan Lovren í byrjunarliðinu í fyrsta sinn frá því 2. janúar.
Leikurinn fór fjörlega af stað og strax á 8. mínútu var Okazaki rétt búinn að skora með skalla af stuttu færi, eftir fyrirgjöf frá Vardy, en til allrar hamingju varði Mignolet gríðarlega vel.
Lætin héldu áfram og bæði lið fengu fín færi. Mignolet varði frábærlega frá Mahrez, Fuchs var rétt búinn að skora sjálfsmark og ýmislegt fleira skemmtilegt gekk á. Hátt tempó og góð barátta hjá báðum liðum.
Staðan var jöfn í leikhléi, eftir opinn og skemmtilegan fyrri hálfleik þar sem Liverpool var hreint ekkert verra liðið á vellinum.
Liverpool byrjaði seinni hálfleikinn af krafti og var betra liðið fyrsta korterið, eða allt þar til Jamie Vardy skoraði mark sem hann sagði í viðtali eftir leik að væri líklega það besta sem hann hefði gert á ferlinum. Mahrez átti þá langa sendingu fram völlinn þar sem Vardy tók á móti honum og hamraði hann í netið yfir Mignolet sem var kominn aðeins of framarlega. Stórkostlegt mark og staðan 1-0.
Rúmum tíu minútum síðar skoraði Vardy síðan aftur. Í þetta skiptið eftir afskaplega klaufalegan varnarleik okkar manna. Rétt áður hafði Leicester liðið sundurspilað okkar menn í sókn sem endaði með því að Okazaki fór niður í teignum, en dómarinn sá sem betur fer ekki ástæðu til að flauta. Alveg með ólíkindum hvað hægt er að láta okkar menn líta illa út í vörninni á stundum. Staðan 2-0, Benteke kominn inn á og leikurinn búinn.
Siðustu 20 mínútur leiksins gerðist fátt markvert og niðurstaðan 2-0 sigur toppliðsins í leik þar sem markahrókurinn Jamie Vardy var í raun það sem skildi liðin að. Það er auðvitað ömurlegt að horfa upp á Liverpool tapa leik, en það er ekki annað hægt en að hrífast með þessu Leicester liði. Minnir mig um margt á Blackburn liðið sem Kenny Dalglish gerði að meisturum 1995. Baráttuglaðir, vel skipulagðir og með frábæran framherja sem raðar inn mörkum.
Leicester: Schmeichel, Simpson, Morgan, Huth, Fuchs, Drinkwater, Kante, Mahrez (Ulloa á 90. mín.), Albrighton (Gray á 79. mín.), Okazaki (King á 87. mín.) og Vardy. Ónotaðir varamenn: Wazilevski, Dyer, Schwarzer og Chilwell.
Mörk Leicester: Vardy á 60. og 71. mín.
Liverpool: Mignolet, Clyne, Lovren, Sakho, Moreno, Lucas, Can (Allen á 75. mín.), Henderson (Benteke á 66. mín.), Milner, Lallana, Firmino (Texeira á 87. mín.). Ónotaðir varamenn: Ward, Flanagan, Ibe og Toure.
Gult spjald: Lucas Leiva.
Maður leiksins: Það er eiginlega ekki hægt að velja mann leiksins eftir svona leik, en ég verð nú samt að segja að þrátt fyrir að okkar menn hafi á stundum litið illa út þá var líka margt jákvætt í leik liðsins. Það sem verður okkur að falli er kannski fyrst og fremst of margir tapaðir boltar og svo hvað við erum hræðilega bitlausir í sókninni. Það er vert að velta því fyrir sér hvernig leikurinn hefði endað ef Jamie Vardy hefði verið í okkar liði. Til að velja einhvern og vera ekki allt of dómharður vel ég Simon Mignolet mann leiksins. Hann stóð vissulega heldur framarlega í fyrra markinu, en hann varði líka nokkrum sinnum mjög vel.
Jürgen Klopp: ,,Ég get ekki sagt að ég sé ánægður með þessi úrslit. Við vorum mikið með boltann og náðum að skapa slatta af hálffærum, en menn taka of mikið af röngum ákvörðunum á úrslita augnablikum; skjóta þegar þeir ættu frekar að gefa og gefa síðan boltann eða hanga of lengi á boltanum þegar færi gefst til að skjóta. Þetta var ekki nógu góð frammistaða."
Fróðleikur:
-Þetta var fyrsta tap Liverpool fyrir Leicester í 15 ár.
-Þetta var fyrsta markið sem Jamie Vardy skorar fyrir utan teig í vetur.
Hér er viðtal sem tekið var við Klopp eftir leik. Tekið af Liverpoolfc.com.
Hér má sjá myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan