| Sf. Gutt
TIL BAKA
Sigri kastað á glæ
Liverpool kastaði öruggum sigri, sem hefði átt að vera, frá sér á lokakaflanum á móti Sunderland á Anfield í dag. Leiknum lauk 2:2. Sérlega slakur lokakafli kostaði sigur eftir að Liverpool hafði haft yfirburði í leiknum.
Jürgen Klopp var fjarri Anfield þar sem hann var með botnlangakast. Aðstoðarmenn hans sáu því um lokaundirbúning liðsins gegn Sunderland sem á í harðri fallbaráttu. Liðsuppstillingin kom ekki á óvart. Það kom þó mörgum á óvart að Daniel Sturridge var kominn í liðshópinn og tók hann sæti á bekknum. Vonandi verður hann eitthvað með á næstunni.
Þess var reyndar ekki langt að bíða að uppstillingin breyttist. Dejan Lovren fór af velli á 12. mínútu eftir að hafa tognað aftan í læri. Meiðslalistinn var sem sagt ekki fyrr farinn að minnka en það fór að bætast á hann á nýjan leik. Leikur Liverpool var dauflegur þó svo að liðið væri með öll völd á vellinum. Gestirnir lágu í vörn og eins og svo oft áður þýddi það að Liverpool átti í vandræðum með að skapa færi. Deyfð var yrir öllu og kannski hafði það sitt að segja að hópur stuðningsmanna Liverpool hafði tilkynnt að þeir myndu yfirgefa leikvanginn á 77. mínútu til að mótmæli verðlagi á leikjum á næstu leiktíð.
Eftir 20. mínútur kom fyrsta færi leiksins. Adam Lallana sendi á Alberto Moreno sem kom skoti á markið úr þröngu færi en Vito Mannone varði í horn. Það segir sína sögu að þetta var eina færi fyrri hálfleiks sem hægt er að nefna því nafni. Hálfleikurinn endaði svo á því að Joe Allen fór sömu leið og Dejan og af sömu orsökum. Jordan Ibe kom inn í hans stað.
Leikur Liverpool lagðist talsvert eftir hlé og Roberto Firmino lék sig í skotstöðu á 54. mínútu en skot hans fór rétt yfir. Fimm mínútum seinna skoraði hann. James Milner gaf vel fyrir frá hægri. Boltinn fór yfir á fjærstöng þar sem Roberto skallaði laglega út í hornið fjær. Vito stóð grafkyrr og stuðningsmenn Liverpool gátu loksins fagnað.
Þremur mínútum seinna átti Jordan Ibe skot sem varnarmaður skallaði yfir í nauðvörn. Tveimur mínútum seinna gerði Liverpool harða hríð að marki Sunderland og Vito varði frá Adam og Jordan Ibe í sömu sókninni. Gestirnir fengu loks sitt fyrsta færi á 67. mínútu þegar Patrick van Aanholt komst inn í vítateiginn en skot hans fór í hliðarnetið. Liverpool refsaði þremur mínútum seinna. Roberto vann boltann af varnarmanni, lék inn í vítateiginn hægra megin og sendi svo á Adam sem lék sér að því að skora af stuttu færi. Vel gert hjá Roberto og Adam og nú var ekki útlit á öðru en Liverpool væri búið að gera út um leikinn.
Sjö mínútum eftir markið hófu stuðningsmenn Liverpool upp raust sína og sungu þjóðsönginn. Eftir fylgdu mótmælahróp sem beint var gegn eigendum félagsins og svo tóku stuðningsmenn að streyma út af leikvanginum. Talið er að rúmlega 10.000 hafi farið!
Hvort sem það var þessu að kenna eða ekki þá misstu leikmenn Liverpool taktinn um leið og þessi táknrænu mótmæli fóru fram. Það var svo sem ekki útlit á að Sunderland ætti nokkurn kost á endurkomu því þeir höfðu varla sótt þegar hér var komið við sögu. En átta mínútum fyrir leikslok fengu þeir gjöf. Varamaðurinn Adam Johnson tók aukaspyrnu rétt við vítateiginn. Skot hans var ekki merkilegt þó það væri hnitmiðað neðst í hornið. Simon Mignolet missti boltann inn og nú munaði aðeins einu marki. Simon verður að taka ábyrgðina á því að verja ekki skotið og boltinn fór aftur framhjá honum þegar mínúta var eftir. Jermaine Defoe fékk boltann með bakið í markið í vítateginum. Mamadou Sakho var illa á verði og Jermaine fékk færi á að snúa sér og þruma í mark. Niðurstaðan var jafntefli sem var ótrúlegt miðað við gang leiksins en samt staðreynd.
Stuðningsmenn Liverpool, sem eftir voru, áttu ekki orð og hinir sem voru farnir örugglega ekki heldur. Loksins þegar náðist að skora tvö mörk á heimavelli í deildarleik þá hélt vörnin ekki og Simon kallaði enn meiri gagnrýni yfir sig. Jürgen Klopp á mikið verk óunnið og ólga utan vallar hjálpar ekki til. Þetta voru óviðunandi úrslit!
Liverpool: Mignolet: Clyne, Lovren (Toure 12. mín.), Sakho, Moreno: Henderson (Leiva 87. mín.), Can, Allen (Ibe 45. mín.): Milner, Firmino og Lallana. Ónotaðir varamenn: Ward, Benteke, Sturridge og Flanagan.
Mörk Liverpool: Roberto Firmino (59. mín.) og Adam Lallana (70. mín.).
Gult spjald: Alberto Moreno.
Sunderland: Mannone: Jones (Yedlin 75. mín.), Kone, O’Shea, Van Aanholt: Watmore (N’Doye 25. mín.), M’Villa , Cattermole, Kirchoff (Johnson 66. mín.), Khazri og Defoe. Ónotaðir varamenn: Pickford, Brown, Rodwell og Toivonen.
Mörk Sunderland: Adam Johnson (82. mín.) og Jermaine Defoe (89. mín.).
Gult spjald: Dame N’Doye.
Áhorfendur á Anfield Road: 44.179.
Maður leiksins: Roberto Firmino. Hann skoraði fallegt mark og lagði upp hitt markið eftir að hafa unnið boltann af varnarmanni. Fínasti leikur og hans framlag hefði átt að duga til sigurs.
Pep Lijnders: Við slökuðum of mikið á síðustu tíu mínúturnar og gáfum þeim kost á að fara að senda langar sendingar. Okkur fannst við hafa fulla stjórn á leiknum en eitt atvik breytti öllu.
- Roberto Firmino skoraði sjötta mark sitt á leiktíðinni.
- Adam Lallana skoraði í fjórða sinn.
- Liverpool hefur aðeins unnið einn deildarleik á árinu.
- Liverpool hefur ekki unnið deildarleik á Anfield á árinu.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Jürgen Klopp var fjarri Anfield þar sem hann var með botnlangakast. Aðstoðarmenn hans sáu því um lokaundirbúning liðsins gegn Sunderland sem á í harðri fallbaráttu. Liðsuppstillingin kom ekki á óvart. Það kom þó mörgum á óvart að Daniel Sturridge var kominn í liðshópinn og tók hann sæti á bekknum. Vonandi verður hann eitthvað með á næstunni.
Þess var reyndar ekki langt að bíða að uppstillingin breyttist. Dejan Lovren fór af velli á 12. mínútu eftir að hafa tognað aftan í læri. Meiðslalistinn var sem sagt ekki fyrr farinn að minnka en það fór að bætast á hann á nýjan leik. Leikur Liverpool var dauflegur þó svo að liðið væri með öll völd á vellinum. Gestirnir lágu í vörn og eins og svo oft áður þýddi það að Liverpool átti í vandræðum með að skapa færi. Deyfð var yrir öllu og kannski hafði það sitt að segja að hópur stuðningsmanna Liverpool hafði tilkynnt að þeir myndu yfirgefa leikvanginn á 77. mínútu til að mótmæli verðlagi á leikjum á næstu leiktíð.
Eftir 20. mínútur kom fyrsta færi leiksins. Adam Lallana sendi á Alberto Moreno sem kom skoti á markið úr þröngu færi en Vito Mannone varði í horn. Það segir sína sögu að þetta var eina færi fyrri hálfleiks sem hægt er að nefna því nafni. Hálfleikurinn endaði svo á því að Joe Allen fór sömu leið og Dejan og af sömu orsökum. Jordan Ibe kom inn í hans stað.
Leikur Liverpool lagðist talsvert eftir hlé og Roberto Firmino lék sig í skotstöðu á 54. mínútu en skot hans fór rétt yfir. Fimm mínútum seinna skoraði hann. James Milner gaf vel fyrir frá hægri. Boltinn fór yfir á fjærstöng þar sem Roberto skallaði laglega út í hornið fjær. Vito stóð grafkyrr og stuðningsmenn Liverpool gátu loksins fagnað.
Þremur mínútum seinna átti Jordan Ibe skot sem varnarmaður skallaði yfir í nauðvörn. Tveimur mínútum seinna gerði Liverpool harða hríð að marki Sunderland og Vito varði frá Adam og Jordan Ibe í sömu sókninni. Gestirnir fengu loks sitt fyrsta færi á 67. mínútu þegar Patrick van Aanholt komst inn í vítateiginn en skot hans fór í hliðarnetið. Liverpool refsaði þremur mínútum seinna. Roberto vann boltann af varnarmanni, lék inn í vítateiginn hægra megin og sendi svo á Adam sem lék sér að því að skora af stuttu færi. Vel gert hjá Roberto og Adam og nú var ekki útlit á öðru en Liverpool væri búið að gera út um leikinn.
Sjö mínútum eftir markið hófu stuðningsmenn Liverpool upp raust sína og sungu þjóðsönginn. Eftir fylgdu mótmælahróp sem beint var gegn eigendum félagsins og svo tóku stuðningsmenn að streyma út af leikvanginum. Talið er að rúmlega 10.000 hafi farið!
Hvort sem það var þessu að kenna eða ekki þá misstu leikmenn Liverpool taktinn um leið og þessi táknrænu mótmæli fóru fram. Það var svo sem ekki útlit á að Sunderland ætti nokkurn kost á endurkomu því þeir höfðu varla sótt þegar hér var komið við sögu. En átta mínútum fyrir leikslok fengu þeir gjöf. Varamaðurinn Adam Johnson tók aukaspyrnu rétt við vítateiginn. Skot hans var ekki merkilegt þó það væri hnitmiðað neðst í hornið. Simon Mignolet missti boltann inn og nú munaði aðeins einu marki. Simon verður að taka ábyrgðina á því að verja ekki skotið og boltinn fór aftur framhjá honum þegar mínúta var eftir. Jermaine Defoe fékk boltann með bakið í markið í vítateginum. Mamadou Sakho var illa á verði og Jermaine fékk færi á að snúa sér og þruma í mark. Niðurstaðan var jafntefli sem var ótrúlegt miðað við gang leiksins en samt staðreynd.
Stuðningsmenn Liverpool, sem eftir voru, áttu ekki orð og hinir sem voru farnir örugglega ekki heldur. Loksins þegar náðist að skora tvö mörk á heimavelli í deildarleik þá hélt vörnin ekki og Simon kallaði enn meiri gagnrýni yfir sig. Jürgen Klopp á mikið verk óunnið og ólga utan vallar hjálpar ekki til. Þetta voru óviðunandi úrslit!
Liverpool: Mignolet: Clyne, Lovren (Toure 12. mín.), Sakho, Moreno: Henderson (Leiva 87. mín.), Can, Allen (Ibe 45. mín.): Milner, Firmino og Lallana. Ónotaðir varamenn: Ward, Benteke, Sturridge og Flanagan.
Mörk Liverpool: Roberto Firmino (59. mín.) og Adam Lallana (70. mín.).
Gult spjald: Alberto Moreno.
Sunderland: Mannone: Jones (Yedlin 75. mín.), Kone, O’Shea, Van Aanholt: Watmore (N’Doye 25. mín.), M’Villa , Cattermole, Kirchoff (Johnson 66. mín.), Khazri og Defoe. Ónotaðir varamenn: Pickford, Brown, Rodwell og Toivonen.
Mörk Sunderland: Adam Johnson (82. mín.) og Jermaine Defoe (89. mín.).
Gult spjald: Dame N’Doye.
Áhorfendur á Anfield Road: 44.179.
Maður leiksins: Roberto Firmino. Hann skoraði fallegt mark og lagði upp hitt markið eftir að hafa unnið boltann af varnarmanni. Fínasti leikur og hans framlag hefði átt að duga til sigurs.
Pep Lijnders: Við slökuðum of mikið á síðustu tíu mínúturnar og gáfum þeim kost á að fara að senda langar sendingar. Okkur fannst við hafa fulla stjórn á leiknum en eitt atvik breytti öllu.
Fróðleikur
- Roberto Firmino skoraði sjötta mark sitt á leiktíðinni.
- Adam Lallana skoraði í fjórða sinn.
- Liverpool hefur aðeins unnið einn deildarleik á árinu.
- Liverpool hefur ekki unnið deildarleik á Anfield á árinu.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan