| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Loksins ánægjulegt framherjavandamál
Í fyrsta sinn í þá fjóra mánuði sem Jurgen Klopp hefur stýrt Liverpool getur hann valið úr hópi framherja. Það er ánægjulegt vandamál.
Daniel Sturridge og Divock Origi eru báðir komnir til baka eftir erfið meiðsli og þar að auki er Philippe Coutinho orðinn leikfær. Allir þessir menn geta skapað hættu fram á við og veitir ekki af að fá þá til baka miðað við hvernig liðinu hefur gengið sóknarlega. Þar fyrir utan eru markahæstu menn liðsins það sem af er tímabilinu, þeir Roberto Firmino og Christian Benteke báðir leikfærir.
„Þetta er í fyrsta sinn sem ég stend frammi fyrir þessu vandamáli", sagði Klopp á blaðamannafundi í morgun. Roberto er allur að koma til, hann er orðinn mun stöðugri í sínum leik og hefur sýnt að hann getur alltaf skapað hættu. Coutinho er auðvitað mjög mikilvægur leikmaður sem hefur verið tvisvar frá í vetur vegna meiðsla. Hann er ekki orðinn 100% leikfær, en þið sáuð snilldina hans gegn West Ham. Þetta var ein af lúmskustu aukaspyrnunum í fótboltasögunni. Algjör snilld."
„Það var auðvitað dálítið sérstök uppstilling að vera með þrjá strikera frammi á tímabili gegn West Ham (Origi, Sturridge og Benteke) en við vildum leggja allt í sölurnar til þess að tryggja okkur sigur í venjulegum leiktíma. Ég á ekki von á því að notum þá uppstillingu í deildinni, en það var alveg greinilegt á þeim leik að Sturridge og Benteke eiga alveg að geta spilað vel saman frammi."
„Fyrir nokkrum vikum hafði ég engan striker, nú hef ég fjóra. Nú þarf ég bara að finna réttu uppstillinguna, það er alltaf það mikilvægasta fyrir knattspyrnustjóra; að finna uppstillingu sem virkar þannig að við séum sífellt að skapa hættu."
Daniel Sturridge og Divock Origi eru báðir komnir til baka eftir erfið meiðsli og þar að auki er Philippe Coutinho orðinn leikfær. Allir þessir menn geta skapað hættu fram á við og veitir ekki af að fá þá til baka miðað við hvernig liðinu hefur gengið sóknarlega. Þar fyrir utan eru markahæstu menn liðsins það sem af er tímabilinu, þeir Roberto Firmino og Christian Benteke báðir leikfærir.
„Þetta er í fyrsta sinn sem ég stend frammi fyrir þessu vandamáli", sagði Klopp á blaðamannafundi í morgun. Roberto er allur að koma til, hann er orðinn mun stöðugri í sínum leik og hefur sýnt að hann getur alltaf skapað hættu. Coutinho er auðvitað mjög mikilvægur leikmaður sem hefur verið tvisvar frá í vetur vegna meiðsla. Hann er ekki orðinn 100% leikfær, en þið sáuð snilldina hans gegn West Ham. Þetta var ein af lúmskustu aukaspyrnunum í fótboltasögunni. Algjör snilld."
„Það var auðvitað dálítið sérstök uppstilling að vera með þrjá strikera frammi á tímabili gegn West Ham (Origi, Sturridge og Benteke) en við vildum leggja allt í sölurnar til þess að tryggja okkur sigur í venjulegum leiktíma. Ég á ekki von á því að notum þá uppstillingu í deildinni, en það var alveg greinilegt á þeim leik að Sturridge og Benteke eiga alveg að geta spilað vel saman frammi."
„Fyrir nokkrum vikum hafði ég engan striker, nú hef ég fjóra. Nú þarf ég bara að finna réttu uppstillinguna, það er alltaf það mikilvægasta fyrir knattspyrnustjóra; að finna uppstillingu sem virkar þannig að við séum sífellt að skapa hættu."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan