| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Spáð í spilin
Liverpool liðið leggur upp í tiltölulega stutt ferðalag á morgun þegar liðið heimsækir næststærstu borg Bretlands, Birmingham, og etur kappi við botnlið Aston Villa.
Auðvitað ætti ekki að þurfa að eyða mörgum orðum í þennan leik. Þótt Liverpool hafi gengið afleitlega í vetur þá er gengi okkar manna hrein hátíð miðað við ástandið á Aston Villa. Birmingham liðið situr á botni deildarinnar með 16 stig og 20 mörk í mínus! Það ætti að vera algjör no-brainer að Liverpool kláraði þennan leik. En við vitum það að þegar okkar ástssæla félag er annarsvegar þá er ekkert gefið. Liðið gæti allt eins tekið upp á því að skíttapa þessum leik á morgun. Það vitum við vel.
Það var vissulega hundsvekkjandi að tapa fyrir West Ham í síðasta leik. 120-130 mínútur til einskis. En það var samt sem áður margt jákvætt við leik okkar manna. Ungu strákarnir voru margir hverjir mjög sannfærandi og ég get ekki séð í fljótu bragði að við eigum mikið betri miðjumenn en Kevin Stewart og Pedro Chirivella. Ég trúi ekki öðru en að þeir verði í hóp á morgun og persónulega hefði ég ekkert á móti því að þeir byrjuðu leikinn.
Það er líka jákvætt að Daniel Sturridge, Divock Origi og Philippe Coutinho eru allir komnir til baka úr meiðslum. Sturridge og Coutinho litu afar vel út í leiknum gegn West Ham og Klopp hlýtur að velta því vandlega fyrir sér hvort þeir verðskuldi ekki sæti í byrjunarliðinu. Origi var dálítið ryðgaður að sjá, en hann er klárlega hættulegur leikmaður.
Síðan er alveg spurning hvort Tiago Ilori hafi unnið sér sæti í hópnum með frammistöðu sinni gegn West Ham. Í það minnsta er ekki hægt að segja að hann hafi staðið sig neitt verr en aðrir miðverðir Liverpool í vetur. Mér finnst samt líklegt að Klopp setji traust sitt á annaðhvort Toure og Sakho eða Caulker og Sakho á morgun.
Þá finnst mér trúlegt að Sturridge, Firmino og Benteke verði í fremstu víglínu og ég verð reyndar að segja að mér finnst það gríðarlega spennandi uppstilling. Eins og Klopp sagði á blaðamannafundi í fyrradag þá stendur hann loksins frammi fyrir því lúxus-vandamáli að þurfa að velja á milli framherja.
Það þýðir lítið að velta sér upp úr sögunni. Eins og venjulega er hún Liverpool í hag, en þess er skemmst að minnast að þessi lið mættust í lok september í deildinni og þá fór Liverpool með sigur af hólmi 3-2 á Anfield og Daniel nokkur Sturridge skoraði 2 mörk.
Ég er nokkuð bjartsýnn fyrir leikinn á morgun, kannski bjánalega bjartsýnn, en ég held að Liverpool vinni og nái að skora slatta af mörkum. Kannski af því að Daniel Sturridge er kominn til baka og leit bara skrambi vel út í leiknum gegn West Ham.
Ég spái 4-2 sigri okkar manna á morgun. Mörkin koma frá Daniel Sturridge (2), James Milner og Christian Benteke.
YNWA!
Auðvitað ætti ekki að þurfa að eyða mörgum orðum í þennan leik. Þótt Liverpool hafi gengið afleitlega í vetur þá er gengi okkar manna hrein hátíð miðað við ástandið á Aston Villa. Birmingham liðið situr á botni deildarinnar með 16 stig og 20 mörk í mínus! Það ætti að vera algjör no-brainer að Liverpool kláraði þennan leik. En við vitum það að þegar okkar ástssæla félag er annarsvegar þá er ekkert gefið. Liðið gæti allt eins tekið upp á því að skíttapa þessum leik á morgun. Það vitum við vel.
Það var vissulega hundsvekkjandi að tapa fyrir West Ham í síðasta leik. 120-130 mínútur til einskis. En það var samt sem áður margt jákvætt við leik okkar manna. Ungu strákarnir voru margir hverjir mjög sannfærandi og ég get ekki séð í fljótu bragði að við eigum mikið betri miðjumenn en Kevin Stewart og Pedro Chirivella. Ég trúi ekki öðru en að þeir verði í hóp á morgun og persónulega hefði ég ekkert á móti því að þeir byrjuðu leikinn.
Það er líka jákvætt að Daniel Sturridge, Divock Origi og Philippe Coutinho eru allir komnir til baka úr meiðslum. Sturridge og Coutinho litu afar vel út í leiknum gegn West Ham og Klopp hlýtur að velta því vandlega fyrir sér hvort þeir verðskuldi ekki sæti í byrjunarliðinu. Origi var dálítið ryðgaður að sjá, en hann er klárlega hættulegur leikmaður.
Síðan er alveg spurning hvort Tiago Ilori hafi unnið sér sæti í hópnum með frammistöðu sinni gegn West Ham. Í það minnsta er ekki hægt að segja að hann hafi staðið sig neitt verr en aðrir miðverðir Liverpool í vetur. Mér finnst samt líklegt að Klopp setji traust sitt á annaðhvort Toure og Sakho eða Caulker og Sakho á morgun.
Þá finnst mér trúlegt að Sturridge, Firmino og Benteke verði í fremstu víglínu og ég verð reyndar að segja að mér finnst það gríðarlega spennandi uppstilling. Eins og Klopp sagði á blaðamannafundi í fyrradag þá stendur hann loksins frammi fyrir því lúxus-vandamáli að þurfa að velja á milli framherja.
Það þýðir lítið að velta sér upp úr sögunni. Eins og venjulega er hún Liverpool í hag, en þess er skemmst að minnast að þessi lið mættust í lok september í deildinni og þá fór Liverpool með sigur af hólmi 3-2 á Anfield og Daniel nokkur Sturridge skoraði 2 mörk.
Ég er nokkuð bjartsýnn fyrir leikinn á morgun, kannski bjánalega bjartsýnn, en ég held að Liverpool vinni og nái að skora slatta af mörkum. Kannski af því að Daniel Sturridge er kominn til baka og leit bara skrambi vel út í leiknum gegn West Ham.
Ég spái 4-2 sigri okkar manna á morgun. Mörkin koma frá Daniel Sturridge (2), James Milner og Christian Benteke.
YNWA!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan