| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Veisla á Villa Park
Leikmenn Liverpool gerðu góða ferð til Birmingham í dag og gjörsigruðu botnlið Aston Villa. Lokatölur urðu 0-6. Takk fyrir það!
Jürgen Klopp stillti upp sterku liði gegn botnliðinu í dag. Ánægjulegast við uppstillinguna var að sjá Daniel Sturridge í byrjunarliðinu, en hann hefur ekki byrjað leik fyrir Liverpool síðan 2. desember.
Leikurinn byrjaði frekar rólega. Okkar menn voru meira með boltann og virkuðu strax mun betra liðið á vellinum. Nokkuð sem hefur nú ekki alltaf gefið okkur nokkurn skapaðan hlut þegar stigin eru talin.
En á 16. mínútu kom fyrsta mark leiksins og þar var enginn annar en Daniel Sturridge á ferð. Coutinho sendi þá góðan bolta inn í teig beint á kollinn á Sturridge sem stangaði hann af yfirvegun í markið. Óskaplega léleg varnarvinna hjá Villa mönnum, en jafnframt vel að verki staðið hjá Coutinho og Sturridge. Velkomnir aftur báðir tveir.
Hafi varnarmenn og markvörður heimamanna litið illa út í fyrsta marki leiksins batnaði ásýnd þeirra ekki 10 mínútum síðar, þegar aukaspyrna frá James Milner utan af kanti sigldi í gegnum allan pakkann og í fjærhornið. Ömurleg varnarvinna, en staðan orðin 2-0 fyrir okkar menn og útlitið býsna gott.
Fimm mínútum síðar var Henderson hársbreidd frá því að skora þriðja markið, en Okore náði að þvælast fyrir boltanum og bjarga í horn. á 44. mínútu varði Bunn í marki Villa síðan vel frá Sturridge en annað bar nú varla til tíðinda í hálfleiknum, til þess að gera. Fremur rólegur fyrri hálfleikur og Liverpool með þægilega forystu í leikhléi. Okkar menn að spila ágætlega, en mótherjarnir áttu afleitan dag.
Í seinni hálfleik brustu síðan allar flóðgáttir. Reyndar voru heimamenn hættulegir strax í upphafi þegar Bacuna straujaði framhjá Moreno og skaut góðu skoti frá vítateigshorni sem Mignolet varði ágætlega. Meira var nú eiginlega ekki að frétta af Villa liðinu sóknarlega því upp úr þessu tók við hreinn yfirburðakafli hjá Liverpool og heimamenn á pöllunum voru farnir að keppast um hver hristi hausinn mest og best.
Þriðja markið kom þó ekki fyrr en á 58. mínútu. Það gerði Emre Can, eftir góðan undirbúning Firmino. Fjórum mínútum síðar skoraði Origi laglegt mark, en hann var þá nýkominn inn á fyrir Sturridge. Staðan 0-4 og heimamenn sáu ekki til sólar.
Á 65. mínútu skoraði Clyne eftir að Bunn hafði varið ágætt skot frá honum og varnarmenn Villa voru svo sofandi að þeir leyfðu Clyne bara að hirða boltann og renna honum í markið. 0-5!
Á 71. mínútu var það svo sjálfur Kolo Toure sem skoraði. Henderson tók þá hornspyrnu beint á kollinn á Kolo sem var nokkurnveginn óvaldaður inni í teignum og þakkaði pent fyrir sig. Staðan 0-6 og nóg eftir til þess að gera leikinn ennþá skemmtilegri.
En hér létu okkar menn staðar numið. Eftir markið hjá Kolo róaðist leikurinn talsvert. Christian Benteke kom inn á og broddurinn hvarf úr sóknarleik okkar manna, enda menn orðnir saddir og sælir. Heimamenn voru síðan næstum því búnir að minnka muninn þegar Sinclair hamraði boltanum í stöngina af 16 metrunum, en meira gerðist eiginlega ekki í leiknum. Niðurstaðan á Villa Park afar ánægjulegur sex marka útisigur. Vissulega var mótstaðan ekki mikil, en auðvitað mjög jákvætt að Liverpool skyldi ná að setja sex mörk í dag - og halda hreinu í leiðinni.
Aston Villa: Bunn, Cissokho, Lescott, Richards (Hutton á 85. mín.), Bacuna (Lyden á 65. mín.), Westwood, Gana Gueye, Veretout, Gil, Okore, Agbonlahor (Sinclair á 58.mín.). Ónotaðir varamenn: Guzan, Clark, Richardson og Davies.
Gul spjöld: Veretout, Westwood og Bacuna
Liverpool: Mignolet, Clyne, Toure, Sakho, Moreno, Milner, Henderson, Can, Coutinho (Stewart á 66. mín), Firmino (Benteke á 74. mín.), Sturridge (Origi á 61. mín.). Ónotaðir varamenn: Ward, Caulker, Ibe og Flanagan.
Mörk Liverpool: Sturridge á 16. mín., Milner á 25. mín., Can á 58. mín. Origi á 62. mín., Clyne á 65. mín. og Toure á 71. mín.
Áhorfendur á Villa Park: 35.798
Maður leiksins: Ég vel Coutinho mann leiksins í dag. Það eina sem vantaði var að það kæmi mark frá honum, en hann var allt í öllu í sóknarleik okkar manna og sýndi flestar sínar bestu hliðar. Mjög mikilvægt að fá hann til baka.
Jürgen Klopp: „Þessi sigur var afskaplega góður fyrir sálina. Það var margt jákvætt í okkar leik í dag, sex mörk og við héldum hreinu. Það er ekki hægt að kvarta yfir því. Eftir 26 umferðir í deildinni erum við loksins komnir með jákvæðan markamun, ég fagna því líka."
Jürgen Klopp stillti upp sterku liði gegn botnliðinu í dag. Ánægjulegast við uppstillinguna var að sjá Daniel Sturridge í byrjunarliðinu, en hann hefur ekki byrjað leik fyrir Liverpool síðan 2. desember.
Leikurinn byrjaði frekar rólega. Okkar menn voru meira með boltann og virkuðu strax mun betra liðið á vellinum. Nokkuð sem hefur nú ekki alltaf gefið okkur nokkurn skapaðan hlut þegar stigin eru talin.
En á 16. mínútu kom fyrsta mark leiksins og þar var enginn annar en Daniel Sturridge á ferð. Coutinho sendi þá góðan bolta inn í teig beint á kollinn á Sturridge sem stangaði hann af yfirvegun í markið. Óskaplega léleg varnarvinna hjá Villa mönnum, en jafnframt vel að verki staðið hjá Coutinho og Sturridge. Velkomnir aftur báðir tveir.
Hafi varnarmenn og markvörður heimamanna litið illa út í fyrsta marki leiksins batnaði ásýnd þeirra ekki 10 mínútum síðar, þegar aukaspyrna frá James Milner utan af kanti sigldi í gegnum allan pakkann og í fjærhornið. Ömurleg varnarvinna, en staðan orðin 2-0 fyrir okkar menn og útlitið býsna gott.
Í seinni hálfleik brustu síðan allar flóðgáttir. Reyndar voru heimamenn hættulegir strax í upphafi þegar Bacuna straujaði framhjá Moreno og skaut góðu skoti frá vítateigshorni sem Mignolet varði ágætlega. Meira var nú eiginlega ekki að frétta af Villa liðinu sóknarlega því upp úr þessu tók við hreinn yfirburðakafli hjá Liverpool og heimamenn á pöllunum voru farnir að keppast um hver hristi hausinn mest og best.
Þriðja markið kom þó ekki fyrr en á 58. mínútu. Það gerði Emre Can, eftir góðan undirbúning Firmino. Fjórum mínútum síðar skoraði Origi laglegt mark, en hann var þá nýkominn inn á fyrir Sturridge. Staðan 0-4 og heimamenn sáu ekki til sólar.
Á 65. mínútu skoraði Clyne eftir að Bunn hafði varið ágætt skot frá honum og varnarmenn Villa voru svo sofandi að þeir leyfðu Clyne bara að hirða boltann og renna honum í markið. 0-5!
Á 71. mínútu var það svo sjálfur Kolo Toure sem skoraði. Henderson tók þá hornspyrnu beint á kollinn á Kolo sem var nokkurnveginn óvaldaður inni í teignum og þakkaði pent fyrir sig. Staðan 0-6 og nóg eftir til þess að gera leikinn ennþá skemmtilegri.
En hér létu okkar menn staðar numið. Eftir markið hjá Kolo róaðist leikurinn talsvert. Christian Benteke kom inn á og broddurinn hvarf úr sóknarleik okkar manna, enda menn orðnir saddir og sælir. Heimamenn voru síðan næstum því búnir að minnka muninn þegar Sinclair hamraði boltanum í stöngina af 16 metrunum, en meira gerðist eiginlega ekki í leiknum. Niðurstaðan á Villa Park afar ánægjulegur sex marka útisigur. Vissulega var mótstaðan ekki mikil, en auðvitað mjög jákvætt að Liverpool skyldi ná að setja sex mörk í dag - og halda hreinu í leiðinni.
Aston Villa: Bunn, Cissokho, Lescott, Richards (Hutton á 85. mín.), Bacuna (Lyden á 65. mín.), Westwood, Gana Gueye, Veretout, Gil, Okore, Agbonlahor (Sinclair á 58.mín.). Ónotaðir varamenn: Guzan, Clark, Richardson og Davies.
Gul spjöld: Veretout, Westwood og Bacuna
Liverpool: Mignolet, Clyne, Toure, Sakho, Moreno, Milner, Henderson, Can, Coutinho (Stewart á 66. mín), Firmino (Benteke á 74. mín.), Sturridge (Origi á 61. mín.). Ónotaðir varamenn: Ward, Caulker, Ibe og Flanagan.
Mörk Liverpool: Sturridge á 16. mín., Milner á 25. mín., Can á 58. mín. Origi á 62. mín., Clyne á 65. mín. og Toure á 71. mín.
Áhorfendur á Villa Park: 35.798
Maður leiksins: Ég vel Coutinho mann leiksins í dag. Það eina sem vantaði var að það kæmi mark frá honum, en hann var allt í öllu í sóknarleik okkar manna og sýndi flestar sínar bestu hliðar. Mjög mikilvægt að fá hann til baka.
Jürgen Klopp: „Þessi sigur var afskaplega góður fyrir sálina. Það var margt jákvætt í okkar leik í dag, sex mörk og við héldum hreinu. Það er ekki hægt að kvarta yfir því. Eftir 26 umferðir í deildinni erum við loksins komnir með jákvæðan markamun, ég fagna því líka."
Fróðleikur:
-Þetta var einungis annar deildarsigur Liverpool á árinu.
-Liverpool hefur fjórum sinnum áður unnið 6-0 á útivelli í Úrvalsdeildinni, en þetta er í fyrsta sinn sem enginn skorar fleiri en eitt mark í svo stórum sigri.
-Liverpool var síðast með jákvæðan markamun í deildinni þann 19. desember s.l.
-Kolo Toure varð með marki sínu 19. leikmaður Liverpool á þessari leiktíð til að skora mark (allar keppnir meðtaldar). Aldrei í sögu félagsins hafa markaskorararnir verið svo margir. Þess má geta að markið í dag var fyrsta mark Kolo fyrir Liverpool.
-Kevin Stewart lék í dag sinn fyrsta Úrvalsdeildarleik fyrir Liverpool. Hann varð um leið 200. leikmaðurinn til þess að leika fyrir Liverpool í Úrvalsdeild.
-Það tók Divock Origi aðeins 37 sekúndur að skora mark í dag frá því að hann kom inn á völlinn. Enginn varamaður hefur verið svo snöggur að láta til sín taka í deildinni í vetur.
-Daniel Sturridge hefur nú skorað fimm mörk í fjórum deildarleikjum gegn Aston Villa.
-Þennan dag fyrir 20 árum lést goðsögnin Bob Paisley, en hans er minnst annarsstaðar á síðunni í dag.
-Hér má sjá myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
-Hér er viðtal við Jürgen Klopp af sömu síðu.
-Liverpool hefur fjórum sinnum áður unnið 6-0 á útivelli í Úrvalsdeildinni, en þetta er í fyrsta sinn sem enginn skorar fleiri en eitt mark í svo stórum sigri.
-Liverpool var síðast með jákvæðan markamun í deildinni þann 19. desember s.l.
-Kolo Toure varð með marki sínu 19. leikmaður Liverpool á þessari leiktíð til að skora mark (allar keppnir meðtaldar). Aldrei í sögu félagsins hafa markaskorararnir verið svo margir. Þess má geta að markið í dag var fyrsta mark Kolo fyrir Liverpool.
-Kevin Stewart lék í dag sinn fyrsta Úrvalsdeildarleik fyrir Liverpool. Hann varð um leið 200. leikmaðurinn til þess að leika fyrir Liverpool í Úrvalsdeild.
-Það tók Divock Origi aðeins 37 sekúndur að skora mark í dag frá því að hann kom inn á völlinn. Enginn varamaður hefur verið svo snöggur að láta til sín taka í deildinni í vetur.
-Daniel Sturridge hefur nú skorað fimm mörk í fjórum deildarleikjum gegn Aston Villa.
-Þennan dag fyrir 20 árum lést goðsögnin Bob Paisley, en hans er minnst annarsstaðar á síðunni í dag.
-Hér má sjá myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
-Hér er viðtal við Jürgen Klopp af sömu síðu.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan