| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Spáð í spilin
Liverpool halda á þýska grundu til að etja kappi við Augsburg í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Jurgen Klopp og hans menn þekkja þýska liðið vel en ljóst er að þeir eru sýnd veiði en ekki gefin.
Leikurinn fer fram í kvöld, fimmtudagskvöldið 18. febrúar og hefst hann klukkan 20:05. Búist er við því að Klopp stilli upp sterku liði enda vill hann komast sem lengst í þessari keppni. Auk þess er aldrei þessu vant núna vikufrí á milli leikja þar sem okkar menn hafa lokið þátttöku í FA bikarnum í ár. Þeir leikmenn sem ekki ferðuðust með til Þýskalands eru Dejan Lovren, Kevin Stewart, Adam Lallana, Martin Skrtel og Joe Allen. Lucas er búinn að ná sér af sínum meiðslum sem héldu honum frá í síðasta leik liðsins og aðrir leikmenn sem byrjuðu gegn Aston Villa eru klárir í slaginn.
Augsburg lentu í öðru sæti í sínum riðli í Evrópudeildinni fyrir áramót og stóðu þeir sig ágætlega í riðlinum, áframhald þeirra í keppninni var þó ekki tryggt fyrr en í síðasta leik en þeir unnu þá góðan útisigur á Partizan Belgrade 1-3. Þeir eru sem stendur í 14. sæti í þýsku Bundesligunni og eru í rauninni í fallbaráttu með 21 stig eftir 21 leik. Liðið hefur ekki unnið leik síðan 19. desember en þá vannst góður útisigur á Hamburg 0-1, þess verður þó að geta að vetrarhlé var í þýsku deildinni og hafa þeir aðeins spilað fjóra leiki síðan þá. Það má svo kannski segja að þeir séu í svipuðum vandræðum og okkar menn hvað markaskorun varðar en þeir hafa skorað 23 mörk í deildinni á tímabilinu og markahæstur hjá þeim er Paul Verhaegh með 5 mörk en hann er varnarmaður ! Næstur kemur sóknarmaðurinn Raúl Bobadilla með fjögur mörk.
Liverpool hefur ekki verið sigursælt á þýskri grundu í gegnum tíðina en aðeins tveir leikir hafa unnist af 16 sem spilaðir hafa verið gegn þýskum liðum. Síðasti leikur okkar manna í Þýskalandi var þó sigurleikur, 1-3 gegn Bayer Leverkusen árið 2005 á leið liðsins að fimmta Evrópumeistaratitli félagsins, hver væri ekki til í annað eins ævintýri núna ? En það má svosem láta sig dreyma en raunveruleikinn er allur annar. Hinn sigurleikur liðsins í Þýskalandi kom árið 1973 þegar 0-1 sigur vannst á Dynamo Dresden. Leikurinn var í gömlu Evrópukeppni félagsliða og skoraði Kevin Keegan eina mark leiksins.
Spáin að þessu sinni er sú að okkar mönnum tekst að knýja fram sigur 1-2 og fara því með góða forystu heim í farteskinu. Leikurinn verður þó mjög erfiður og gott ef að Þjóðverjarnir skori ekki fyrst, þó svo að tölfræðin sé slæm hjá Liverpool þegar kemur að því að koma til baka eftir að hafa lent undir þá tekst mönnum það í kvöld.
Fróðleikur:
- Liverpool og Augsburg hafa aldrei mæst áður í sögu félaganna.
- Sem fyrr er Christian Benteke markahæstur leikmanna á tímabilinu með 7 mörk. Hann hefur til þessa skorað eitt mark í Evrópudeildinni.
- Adam Lallana er markahæstur í Evrópudeildinni með tvö mörk, hann mun ekki geta bætt við þá tölu í kvöld að minnsta kosti.
Hér má sjá myndir af æfingu liðsins í Þýskalandi í gærkvöldi.
Leikurinn fer fram í kvöld, fimmtudagskvöldið 18. febrúar og hefst hann klukkan 20:05. Búist er við því að Klopp stilli upp sterku liði enda vill hann komast sem lengst í þessari keppni. Auk þess er aldrei þessu vant núna vikufrí á milli leikja þar sem okkar menn hafa lokið þátttöku í FA bikarnum í ár. Þeir leikmenn sem ekki ferðuðust með til Þýskalands eru Dejan Lovren, Kevin Stewart, Adam Lallana, Martin Skrtel og Joe Allen. Lucas er búinn að ná sér af sínum meiðslum sem héldu honum frá í síðasta leik liðsins og aðrir leikmenn sem byrjuðu gegn Aston Villa eru klárir í slaginn.
Augsburg lentu í öðru sæti í sínum riðli í Evrópudeildinni fyrir áramót og stóðu þeir sig ágætlega í riðlinum, áframhald þeirra í keppninni var þó ekki tryggt fyrr en í síðasta leik en þeir unnu þá góðan útisigur á Partizan Belgrade 1-3. Þeir eru sem stendur í 14. sæti í þýsku Bundesligunni og eru í rauninni í fallbaráttu með 21 stig eftir 21 leik. Liðið hefur ekki unnið leik síðan 19. desember en þá vannst góður útisigur á Hamburg 0-1, þess verður þó að geta að vetrarhlé var í þýsku deildinni og hafa þeir aðeins spilað fjóra leiki síðan þá. Það má svo kannski segja að þeir séu í svipuðum vandræðum og okkar menn hvað markaskorun varðar en þeir hafa skorað 23 mörk í deildinni á tímabilinu og markahæstur hjá þeim er Paul Verhaegh með 5 mörk en hann er varnarmaður ! Næstur kemur sóknarmaðurinn Raúl Bobadilla með fjögur mörk.
Liverpool hefur ekki verið sigursælt á þýskri grundu í gegnum tíðina en aðeins tveir leikir hafa unnist af 16 sem spilaðir hafa verið gegn þýskum liðum. Síðasti leikur okkar manna í Þýskalandi var þó sigurleikur, 1-3 gegn Bayer Leverkusen árið 2005 á leið liðsins að fimmta Evrópumeistaratitli félagsins, hver væri ekki til í annað eins ævintýri núna ? En það má svosem láta sig dreyma en raunveruleikinn er allur annar. Hinn sigurleikur liðsins í Þýskalandi kom árið 1973 þegar 0-1 sigur vannst á Dynamo Dresden. Leikurinn var í gömlu Evrópukeppni félagsliða og skoraði Kevin Keegan eina mark leiksins.
Spáin að þessu sinni er sú að okkar mönnum tekst að knýja fram sigur 1-2 og fara því með góða forystu heim í farteskinu. Leikurinn verður þó mjög erfiður og gott ef að Þjóðverjarnir skori ekki fyrst, þó svo að tölfræðin sé slæm hjá Liverpool þegar kemur að því að koma til baka eftir að hafa lent undir þá tekst mönnum það í kvöld.
Fróðleikur:
- Liverpool og Augsburg hafa aldrei mæst áður í sögu félaganna.
- Sem fyrr er Christian Benteke markahæstur leikmanna á tímabilinu með 7 mörk. Hann hefur til þessa skorað eitt mark í Evrópudeildinni.
- Adam Lallana er markahæstur í Evrópudeildinni með tvö mörk, hann mun ekki geta bætt við þá tölu í kvöld að minnsta kosti.
Hér má sjá myndir af æfingu liðsins í Þýskalandi í gærkvöldi.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan