| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Markalaust í Þýskalandi
Liverpool og Augsburg tókst ekki að skora mark í fyrri leik liðanna í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld.
Það er því miður ekki hægt að segja að mikið skemmtanagildi sé í leikjum Liverpool í Evrópudeildinni þetta tímabilið og annar 0-0 leikur liðsins í þessari keppni í röð leit dagsins ljós. Jurgen Klopp stillti upp óbreyttu liði frá því í leiknum við Aston Villa, sá leikur endaði 0-6 fyrir Liverpool og því var alveg í lagi að búast við því að einhver mörk myndu líta dagsins ljós. Þýska liðið er hinsvegar mun betur skipulagt og þeir börðust fyrir sínu í leiknum.
Heimamenn byrjuðu betur og ekki var liðin mínúta af leiknum þegar Raul Bobadilla var næstum því kominn einn í gegn en hann náði ekki valdinu á boltanum sem skoppaði svo í hendurnar á Mignolet. Bobadilla átti svo þrumuskot að marki eftir lélega hreinsun út úr vörninni en skotið fór yfir. Gestirnir ákváðu þá að rífa sig aðeins í gang. Firmino náði boltanum af varnarmanni Augsburg með góðri pressu og skeiðaði í átt að marki. Hann skaut að marki frekar en að senda boltann til Sturridge sem var í hlaupi með honum. Skotið fór framhjá og færið farið forgörðum.
Firmino var áfram okkar hættulegasti maður í sóknaraðgerðum liðsins og hann sendi góðan bolta inná teiginn til Sturridge sem hafði því miður ekki betur í slag við varnarmann við að ná til boltans. Sturridge fékk svo ágætt færi undir lok hálfleiksins þegar Coutinho sendi boltann inná teiginn en varnarmaður rétt náði að stinga tánni í boltann á undan Sturridge. Það voru svo heimamenn sem fengu hættulegasta færi leiksins rétt undir lok fyrri hálfleiks þegar Esswein komst inná teiginn og var í góðu skotfæri en Simon Mignolet varði vel. Hálfleiksræða Jurgen Klopp virtist hafa einhver áhrif á leikmenn Liverpool en þeir byrjuðu seinni hálfleikinn vel. Moreno komst upp vinstra megin og sendi boltann inná teiginn til Coutinho sem skaut framhjá. Besta færi gestanna kom svo skömmu síðar þegar Firmino og Milner léku vel saman hægra megin í teignum, Milner sendi fyrir markið þar sem Sturridge var einn á markteignum en hann náði ekki að snerta boltann almennilega og boltinn sigldi framhjá markinu. Annað mjög gott færi leit dagsins ljós þegar Moreno sendi aukaspyrnu inná teiginn þar sem Kolo Toure var í baráttunni. Hann náði ekki að skalla boltann að marki en boltinn skoppaði á milli nokkura leikmanna og endaði svo í höndunum á markmanni Augsburg, þarna vantaði ekki mikið uppá að heimamenn hefðu skorað sjálfsmark.
Moreno átti svo skot að marki um miðjan síðari hálfleikinn og ekki leit út fyrir að mikil hætta væri fyrir höndum. Markmaður Augsburg sló hinsvegar boltann uppí loftið og svo skoppaði hann rétt framhjá stönginni. En heimamenn höfðu ekki sungið sitt síðasta og þeir voru beittari í lok leiksins. Kostas Stafylidis komst í gott skotfæri á miðjum teignum eftir sendingu frá hægri en skot hans var alls ekki nógu gott og fór framhjá, um sannkallað dauðafæri var þar að ræða. Rétt fyrir leikslok átti svo Ji Dong-Won skot úr teignum sem small í utanverðri stönginni og fór svo aftur fyrir markið. Þetta var besta færi heimamanna og hefðu þeir þarna getað stolið sigrinum í lokin. Svo fór því ekki og lokatölur 0-0 í frekar bragðdaufum leik.
Augsburg: Hitz, Verhaegh, Janker, Klavan, Stafylidis, Feulner, Kohr, Esswein, Altintop (Koo Ja-cheol, 87. mín.), Werner (Ji Dong-won, 81. mín.), Bobadilla (da Silva, 23. mín.). Ónotaðir varamenn: Opare, Gelios, Max, Thommy.
Gul spjöld: Janker, Feulner, Kohr og Werner.
Liverpool: Mignolet, Clyne, Sakho, Toure, Moreno, Can, Milner (Ibe, 81. mín.), Henderson, Coutinho, Firmino, Sturridge (Origi, 68. mín.). Ónotaðir varamenn: Ward, Randall, Caulker, Lucas, Benteke.
Gult spjald: Moreno.
Maður leiksins: Það er ekki um auðugan garð að gresja eftir þennan leik en mögulega má minnast á Alberto Moreno í þessu samhengi. Spánverjinn var ógnandi í sóknaraðgerðum sínum og stóð vaktina í vörninni með sóma.
Jurgen Klopp: ,,Einn hluti af þessu er að segja að þetta hafi verið 0-0 jafntefli í útileik í Evrópudeildinni. Allt er því í lagi. En í okkar stöðu hef ég ekki bara áhuga á úrslitunum sjálfum heldur líka frammistöðu liðsins. Við áttum ágætar stundir í leiknum, spiluðum mjög vel, sérstaklega í seinni hálfleik. Þar náðum við góðu samspili og héldum boltanum vel, svo voru aðrar stundir í leiknum þar sem ég var alls ekki ánægður en svona er þetta stundum. Ég er ekki sáttur með 0-0 jafntefli, við eigum auðvitað möguleika í seinni leiknum og vonandi getum við nýtt þann möguleika."
Fróðleikur:
- Liverpool er fyrsta liðið í Evrópudeildinni á þessu tímabili sem heldur hreinu gegn Augsburg.
- Þetta var annar 0-0 leikur Liverpool í röð í Evrópudeildinni.
- Liverpool hefur skorað 6 mörk í 7 leikjum í Evrópudeildinni í vetur.
Hér má sjá myndir úr leiknum.
Það er því miður ekki hægt að segja að mikið skemmtanagildi sé í leikjum Liverpool í Evrópudeildinni þetta tímabilið og annar 0-0 leikur liðsins í þessari keppni í röð leit dagsins ljós. Jurgen Klopp stillti upp óbreyttu liði frá því í leiknum við Aston Villa, sá leikur endaði 0-6 fyrir Liverpool og því var alveg í lagi að búast við því að einhver mörk myndu líta dagsins ljós. Þýska liðið er hinsvegar mun betur skipulagt og þeir börðust fyrir sínu í leiknum.
Heimamenn byrjuðu betur og ekki var liðin mínúta af leiknum þegar Raul Bobadilla var næstum því kominn einn í gegn en hann náði ekki valdinu á boltanum sem skoppaði svo í hendurnar á Mignolet. Bobadilla átti svo þrumuskot að marki eftir lélega hreinsun út úr vörninni en skotið fór yfir. Gestirnir ákváðu þá að rífa sig aðeins í gang. Firmino náði boltanum af varnarmanni Augsburg með góðri pressu og skeiðaði í átt að marki. Hann skaut að marki frekar en að senda boltann til Sturridge sem var í hlaupi með honum. Skotið fór framhjá og færið farið forgörðum.
Firmino var áfram okkar hættulegasti maður í sóknaraðgerðum liðsins og hann sendi góðan bolta inná teiginn til Sturridge sem hafði því miður ekki betur í slag við varnarmann við að ná til boltans. Sturridge fékk svo ágætt færi undir lok hálfleiksins þegar Coutinho sendi boltann inná teiginn en varnarmaður rétt náði að stinga tánni í boltann á undan Sturridge. Það voru svo heimamenn sem fengu hættulegasta færi leiksins rétt undir lok fyrri hálfleiks þegar Esswein komst inná teiginn og var í góðu skotfæri en Simon Mignolet varði vel. Hálfleiksræða Jurgen Klopp virtist hafa einhver áhrif á leikmenn Liverpool en þeir byrjuðu seinni hálfleikinn vel. Moreno komst upp vinstra megin og sendi boltann inná teiginn til Coutinho sem skaut framhjá. Besta færi gestanna kom svo skömmu síðar þegar Firmino og Milner léku vel saman hægra megin í teignum, Milner sendi fyrir markið þar sem Sturridge var einn á markteignum en hann náði ekki að snerta boltann almennilega og boltinn sigldi framhjá markinu. Annað mjög gott færi leit dagsins ljós þegar Moreno sendi aukaspyrnu inná teiginn þar sem Kolo Toure var í baráttunni. Hann náði ekki að skalla boltann að marki en boltinn skoppaði á milli nokkura leikmanna og endaði svo í höndunum á markmanni Augsburg, þarna vantaði ekki mikið uppá að heimamenn hefðu skorað sjálfsmark.
Moreno átti svo skot að marki um miðjan síðari hálfleikinn og ekki leit út fyrir að mikil hætta væri fyrir höndum. Markmaður Augsburg sló hinsvegar boltann uppí loftið og svo skoppaði hann rétt framhjá stönginni. En heimamenn höfðu ekki sungið sitt síðasta og þeir voru beittari í lok leiksins. Kostas Stafylidis komst í gott skotfæri á miðjum teignum eftir sendingu frá hægri en skot hans var alls ekki nógu gott og fór framhjá, um sannkallað dauðafæri var þar að ræða. Rétt fyrir leikslok átti svo Ji Dong-Won skot úr teignum sem small í utanverðri stönginni og fór svo aftur fyrir markið. Þetta var besta færi heimamanna og hefðu þeir þarna getað stolið sigrinum í lokin. Svo fór því ekki og lokatölur 0-0 í frekar bragðdaufum leik.
Augsburg: Hitz, Verhaegh, Janker, Klavan, Stafylidis, Feulner, Kohr, Esswein, Altintop (Koo Ja-cheol, 87. mín.), Werner (Ji Dong-won, 81. mín.), Bobadilla (da Silva, 23. mín.). Ónotaðir varamenn: Opare, Gelios, Max, Thommy.
Gul spjöld: Janker, Feulner, Kohr og Werner.
Liverpool: Mignolet, Clyne, Sakho, Toure, Moreno, Can, Milner (Ibe, 81. mín.), Henderson, Coutinho, Firmino, Sturridge (Origi, 68. mín.). Ónotaðir varamenn: Ward, Randall, Caulker, Lucas, Benteke.
Gult spjald: Moreno.
Maður leiksins: Það er ekki um auðugan garð að gresja eftir þennan leik en mögulega má minnast á Alberto Moreno í þessu samhengi. Spánverjinn var ógnandi í sóknaraðgerðum sínum og stóð vaktina í vörninni með sóma.
Jurgen Klopp: ,,Einn hluti af þessu er að segja að þetta hafi verið 0-0 jafntefli í útileik í Evrópudeildinni. Allt er því í lagi. En í okkar stöðu hef ég ekki bara áhuga á úrslitunum sjálfum heldur líka frammistöðu liðsins. Við áttum ágætar stundir í leiknum, spiluðum mjög vel, sérstaklega í seinni hálfleik. Þar náðum við góðu samspili og héldum boltanum vel, svo voru aðrar stundir í leiknum þar sem ég var alls ekki ánægður en svona er þetta stundum. Ég er ekki sáttur með 0-0 jafntefli, við eigum auðvitað möguleika í seinni leiknum og vonandi getum við nýtt þann möguleika."
Fróðleikur:
- Liverpool er fyrsta liðið í Evrópudeildinni á þessu tímabili sem heldur hreinu gegn Augsburg.
- Þetta var annar 0-0 leikur Liverpool í röð í Evrópudeildinni.
- Liverpool hefur skorað 6 mörk í 7 leikjum í Evrópudeildinni í vetur.
Hér má sjá myndir úr leiknum.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan