| Sf. Gutt
Liverpool v. Augsburg
Allir leikir Liverpool eru mikilvægir og krafa gerð um sigur. Því verður þó ekki neitað að leikir hafa mismikið vægi. En öllum er ljóst að næstu tveir eru úrslitaleikir fyrir Liverpool. Annað kvöld mætir Liverpool þýska liðinu Augsburg í 32. liða úrslitum Evrópudeildarinnar og á sunnudaginn er það úrslitaleikur um enska Deildarbikarinn við Manchester City.
Fyrri leiknum við þýska liðið lauk án marka suður í Bayern og var Jürgen Klopp ekki ánægður með liðið sitt sem honum fannst ekki spila nógu vel. Jürgen hefur ekki dregið dul á að hann vill að Liverpool vinni Evrópudeildina og nái þar með sæti í Meistaradeildinni á komandi leiktíð. Þó svo að Liverpool eigi enn möguleika á fjórum efstu sætunum þá eru þeir möguleikar fjarlægir svo ekki sé meira sagt. Eini raunhæfi möguleikinn á því að komast í Meistaradeildina er að vinna Evrópudeildina. Það verður ekkert áhlaupaverk því mörg sterk lið eru í keppninni en fyrsta skrefið er að vinna Augsburg.
Þýska liðið er neðarlega í deildarkeppninni heima og Liverpool á að komast áfram. Það má þó ekki vanmeta Þjóðverjana því leikirnir við Liverpool eru þeir merkilegustu í sögu félagsins. Markalaust jafntefli í Þýskalandi var ekki sem verst því skori þýska liðið á Anfield þarf Liverpool því fleiri mörk og það hefur ekki gengið of vel að skora. Jürgen Klopp hefur sagt að hann ætli ekki að hvíla menn sérstaklega þó svo að úrslitaleikur sé á sunnudaginn. Þvert á móti hyggst hann tefla fram nógu sterku liði til að tryggja að ekkert fari úrskeiðis á Anfield. Þetta þýðir að það má búast við því að Daniel Sturridge og Philippe Coutinho verði með þó svo að þeir séu að koma til baka úr meiðslum. Jürgen stillti líka upp sínu besta liði í Augsburg og það verður örugglega ekki nein breyting á. Fyrir utan að Jürgen vill komast áfram í keppninni þá hefur hann ekki nokkurn áhuga á að falla úr leik fyrir þýsku liði. Hann þekkir Augsburg út og inn eftir að hafa lagt upp leiki gegn liðinu þegar hann stýrði Borussia Dortmund.
Það verður líklega uppselt á Anfield og það getur bara ekki annað verið en að Liverpool vinni. Úrslitaleikurinn á sunnudaginn ætti líka að hvetja leikmenn Liverpool til dáða. Þeir sem valdir verða til leiks annað kvöld verða nefnilega ekki öruggir með að spila á Wembley ef illa fer gegn Augsburg og hver vill missa af úrslitaleik? Ég spái því að Liverpool vinni 3:0. Daniel Sturridge skorar tvö mörk og Roberto Firmino eitt. Þessi leikur verður að vinnast og sá næsti þar á eftir líka!
YNWA
TIL BAKA
Spáð í spilin
Liverpool v. Augsburg
Allir leikir Liverpool eru mikilvægir og krafa gerð um sigur. Því verður þó ekki neitað að leikir hafa mismikið vægi. En öllum er ljóst að næstu tveir eru úrslitaleikir fyrir Liverpool. Annað kvöld mætir Liverpool þýska liðinu Augsburg í 32. liða úrslitum Evrópudeildarinnar og á sunnudaginn er það úrslitaleikur um enska Deildarbikarinn við Manchester City.
Fyrri leiknum við þýska liðið lauk án marka suður í Bayern og var Jürgen Klopp ekki ánægður með liðið sitt sem honum fannst ekki spila nógu vel. Jürgen hefur ekki dregið dul á að hann vill að Liverpool vinni Evrópudeildina og nái þar með sæti í Meistaradeildinni á komandi leiktíð. Þó svo að Liverpool eigi enn möguleika á fjórum efstu sætunum þá eru þeir möguleikar fjarlægir svo ekki sé meira sagt. Eini raunhæfi möguleikinn á því að komast í Meistaradeildina er að vinna Evrópudeildina. Það verður ekkert áhlaupaverk því mörg sterk lið eru í keppninni en fyrsta skrefið er að vinna Augsburg.
Það verður líklega uppselt á Anfield og það getur bara ekki annað verið en að Liverpool vinni. Úrslitaleikurinn á sunnudaginn ætti líka að hvetja leikmenn Liverpool til dáða. Þeir sem valdir verða til leiks annað kvöld verða nefnilega ekki öruggir með að spila á Wembley ef illa fer gegn Augsburg og hver vill missa af úrslitaleik? Ég spái því að Liverpool vinni 3:0. Daniel Sturridge skorar tvö mörk og Roberto Firmino eitt. Þessi leikur verður að vinnast og sá næsti þar á eftir líka!
YNWA
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan