| Sf. Gutt
TIL BAKA
James Milner kom Liverpool áfram
Vítaspyrna James Milner kom Liverpool áfram í Evrópudeildinni. Augsburg barðist vel en Liverpool komst áfram í 16 liða úrslit eftir 1:0 sigur á Anfield.
Eftir að hafa fengið frí um helgina mátti telja að leikmenn Liverpool væru úthvíldir. Margir töldu að einhverjir leikmenn yrðu hvíldir enn frekar fyrir Deildarbikarúrslitaleikinn á sunnudaginn en Jürgen Klopp sagði á blaðamannafundi í gær að það stæði ekki til. Aðeins eitt kom á óvart í liðsvali hans og það var sú ákvörðun að láta Lucas Leiva leika miðvörð við hliðina á Mamadou Sakho. Líklegt er að sama byrjunarlið verði valið til leiks á Wembley og eina spurningin hvort Lucas eða Kolo Toure fær miðvarðarstöðuna við hliðina á Frakkanum.
Það mátti litlu muna að þýska liðið fengi óskabyrjun strax í byrjun þegar Caiuby komst í skotfæri eftir að vörn Liverpool opnaðist en skot hans fór hátt upp í The Kop. Í stað þess að Þjóðverjarnir fengu óskabyrjun þá voru það heimamenn sem fengu hana. Eftir stutt horn frá hægri sendi Jordan Henderson fyrir markið. Þar stukku tveir menn, sem voru til varnar, upp saman og annar þeirra slæmdi hendi í boltann. Dómarinn dæmdi réttilega víti og hinn trausti James Milner skoraði af miklu öryggi neðst í hægra hornið.
Frábær byrjun en eins og svo oft áður þá náði Liverpool ekki að gera út um leikinn. Á 22. mínútu áttu þeir Philippe Coutinho og Daniel Sturridge frábært samspil og í kjölfarið skaut Brasilíumaðurinn en Marwin Hitz varði vel. Um fimm mínútum seinna átti Roberto Firmino snöggt skot, eftir fyrirgjöf Alberto Moreno, sem Marwin sló yfir. Þeir Daniel, Philippe og Roberto náðu oft vel saman og samvinna þeirra gæti skipt miklu ef þeir ná að haldast heilir.
Á 36. mínútu munaði engu að Lucas gæfi Augsburg mark. Sending hans aftur á Simon Mignolet var alltof laus og Caiuby náði boltanum, lék framhjá Simon en náði ekki að hitta markið. Mamadou var reyndar kominn til varnar og hefði bjargað ef skotið hefði stefnt í markið. Daniel var ágengur hinu megin en Marwin varði í stöng. Liverpool hafði sanngjarna forystu í hálfleik en hún hefði samt getað verið horfin.
Liverpool hóf síðari hálfleikinn vel og á 49. mínútu náði Philippe boltanum rétt við vítateiginn og sendi umsvifalaust á Daniel sem fékk upplagt færi en skot hans fór framhjá. Skotið tók hann með hægri en líklega heðfi ekki þurft að spyrja að leikslokum ef hann hefði fengið boltann á vinstri fótinn.
Þegar 20 mínútur voru eftir munaði litlu að einn úr þýska liðinu næði að sleppa í gegn en Simon var vel á verði, kom æðandi út úr markinu og náði að tækla manninn við vítateigslínuna áður en hann kæmist í gegn. Vel gert hjá Belganum. Á 77. mínútu gerði Liverpool harða hríð að marki Augsburg. Það endaði með því að boltinn hrökk fyrir fætur Jordan rétt við markteiginn en Marwin varði skot hans mjög vel.
Efir því sem nær dró lokum leiksins jókst spennan því þýska liðið þurfti auðvitað bara eitt mark til að komast áfram. Mínútu fyrir leikslok mátti engu muna þegar aukaspyrna sveif framhjá vinklinum. Rauði herinn gat fagnað áframhaldi og um leið hefst undirbúningur hans fyrir ferðalag á Anfield syrði. Þar bíður Deildarbikarinn og vonandi tekst að hafa hann heim á sunnudagskvöldið!
Liverpool: Mignolet, Clyne, Leiva, Sakho, Moreno, Can, Henderson, Milner, Firmino, Coutinho (Teixeira 79. mín.) og Sturridge (Origi 66. mín.). Ónotaðir varamenn: Ward, Toure, Benteke, Smith og Chirivella.
Mark Liverpool: James Milner, víti, (5. mín.).
Gult spjald: Roberto Firmino.
Augsburg: Hitz, Verhaegh, Janker (Parker 90. mín.), Klavan, Stafylidis, Esswein, Altintop, Werner (Bobadilla 72. mín.), Koo Ja-Cheol (Moravek 80. mín.), Kohr og Caiuby. Ónotaðir varamenn: Manninger, Opare, Max og Rieder.
Gul spjöld: Stafylidis, Caiuby og Moravek.
Áhorfendur á Anfield Road: 43.081.
Maður leiksins: James Milner. Miðjumaðurinn trausti kom Liverpool áfram með öruggri vítaspyrnu. Hann spilaði mjög vel og líkt og venjulega þurfti ekki að kvarta undan framlagi hans.
Jürgen Klopp: Þetta var fínasti leikur og úrslitin voru fyllilega verðskulduð. Allir sem sáu leikinn myndu segja að við verðskulduðum að vinna. Við vorum betra liðið og sköpuðum okkur góð færi.
Eftir að hafa fengið frí um helgina mátti telja að leikmenn Liverpool væru úthvíldir. Margir töldu að einhverjir leikmenn yrðu hvíldir enn frekar fyrir Deildarbikarúrslitaleikinn á sunnudaginn en Jürgen Klopp sagði á blaðamannafundi í gær að það stæði ekki til. Aðeins eitt kom á óvart í liðsvali hans og það var sú ákvörðun að láta Lucas Leiva leika miðvörð við hliðina á Mamadou Sakho. Líklegt er að sama byrjunarlið verði valið til leiks á Wembley og eina spurningin hvort Lucas eða Kolo Toure fær miðvarðarstöðuna við hliðina á Frakkanum.
Það mátti litlu muna að þýska liðið fengi óskabyrjun strax í byrjun þegar Caiuby komst í skotfæri eftir að vörn Liverpool opnaðist en skot hans fór hátt upp í The Kop. Í stað þess að Þjóðverjarnir fengu óskabyrjun þá voru það heimamenn sem fengu hana. Eftir stutt horn frá hægri sendi Jordan Henderson fyrir markið. Þar stukku tveir menn, sem voru til varnar, upp saman og annar þeirra slæmdi hendi í boltann. Dómarinn dæmdi réttilega víti og hinn trausti James Milner skoraði af miklu öryggi neðst í hægra hornið.
Frábær byrjun en eins og svo oft áður þá náði Liverpool ekki að gera út um leikinn. Á 22. mínútu áttu þeir Philippe Coutinho og Daniel Sturridge frábært samspil og í kjölfarið skaut Brasilíumaðurinn en Marwin Hitz varði vel. Um fimm mínútum seinna átti Roberto Firmino snöggt skot, eftir fyrirgjöf Alberto Moreno, sem Marwin sló yfir. Þeir Daniel, Philippe og Roberto náðu oft vel saman og samvinna þeirra gæti skipt miklu ef þeir ná að haldast heilir.
Á 36. mínútu munaði engu að Lucas gæfi Augsburg mark. Sending hans aftur á Simon Mignolet var alltof laus og Caiuby náði boltanum, lék framhjá Simon en náði ekki að hitta markið. Mamadou var reyndar kominn til varnar og hefði bjargað ef skotið hefði stefnt í markið. Daniel var ágengur hinu megin en Marwin varði í stöng. Liverpool hafði sanngjarna forystu í hálfleik en hún hefði samt getað verið horfin.
Liverpool hóf síðari hálfleikinn vel og á 49. mínútu náði Philippe boltanum rétt við vítateiginn og sendi umsvifalaust á Daniel sem fékk upplagt færi en skot hans fór framhjá. Skotið tók hann með hægri en líklega heðfi ekki þurft að spyrja að leikslokum ef hann hefði fengið boltann á vinstri fótinn.
Þegar 20 mínútur voru eftir munaði litlu að einn úr þýska liðinu næði að sleppa í gegn en Simon var vel á verði, kom æðandi út úr markinu og náði að tækla manninn við vítateigslínuna áður en hann kæmist í gegn. Vel gert hjá Belganum. Á 77. mínútu gerði Liverpool harða hríð að marki Augsburg. Það endaði með því að boltinn hrökk fyrir fætur Jordan rétt við markteiginn en Marwin varði skot hans mjög vel.
Efir því sem nær dró lokum leiksins jókst spennan því þýska liðið þurfti auðvitað bara eitt mark til að komast áfram. Mínútu fyrir leikslok mátti engu muna þegar aukaspyrna sveif framhjá vinklinum. Rauði herinn gat fagnað áframhaldi og um leið hefst undirbúningur hans fyrir ferðalag á Anfield syrði. Þar bíður Deildarbikarinn og vonandi tekst að hafa hann heim á sunnudagskvöldið!
Liverpool: Mignolet, Clyne, Leiva, Sakho, Moreno, Can, Henderson, Milner, Firmino, Coutinho (Teixeira 79. mín.) og Sturridge (Origi 66. mín.). Ónotaðir varamenn: Ward, Toure, Benteke, Smith og Chirivella.
Mark Liverpool: James Milner, víti, (5. mín.).
Gult spjald: Roberto Firmino.
Augsburg: Hitz, Verhaegh, Janker (Parker 90. mín.), Klavan, Stafylidis, Esswein, Altintop, Werner (Bobadilla 72. mín.), Koo Ja-Cheol (Moravek 80. mín.), Kohr og Caiuby. Ónotaðir varamenn: Manninger, Opare, Max og Rieder.
Gul spjöld: Stafylidis, Caiuby og Moravek.
Áhorfendur á Anfield Road: 43.081.
Maður leiksins: James Milner. Miðjumaðurinn trausti kom Liverpool áfram með öruggri vítaspyrnu. Hann spilaði mjög vel og líkt og venjulega þurfti ekki að kvarta undan framlagi hans.
Jürgen Klopp: Þetta var fínasti leikur og úrslitin voru fyllilega verðskulduð. Allir sem sáu leikinn myndu segja að við verðskulduðum að vinna. Við vorum betra liðið og sköpuðum okkur góð færi.
Fróðleikur
- Liverpool lék sinn 350. Evrópuleik í sögunni. Ekkert enskt lið hefur spilað fleiri Evrópuleiki.
- James Milner skoraði sjötta mark sitt á leiktíðinni.
- Þeir Daniel Sturridge, Emre Can og Alberto Moreno léku allir sinn 77. leik fyrir Liverpool.
- Simon Mignolet hélt hreinu þriðja leikinn í röð.
- Liverpool komst í 16 liða úrslit í Evrópukeppni í fyrsta sinn frá því á leiktíðinni 2010/11.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
- James Milner skoraði sjötta mark sitt á leiktíðinni.
- Þeir Daniel Sturridge, Emre Can og Alberto Moreno léku allir sinn 77. leik fyrir Liverpool.
- Simon Mignolet hélt hreinu þriðja leikinn í röð.
- Liverpool komst í 16 liða úrslit í Evrópukeppni í fyrsta sinn frá því á leiktíðinni 2010/11.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan