| Sf. Gutt
Stuðningsmenn Liverpool eru að skríða saman eftir tapið fyrir Manchester City í Deildarbikarúrslitaleiknum á sunnudaginn. En það er komið að næsta leik og aftur skal tekist á við Manchester City sem eru líklega nýhættir að fagna því að hafa unnið úrslitaleikinn sem leikmenn og stuðningsmenn Liverpool eru enn að gráta.
Leikurinn í kvöld verður ekki síður erfiður en úrslitaleikurinn. Liverpool hefur vegnað bærilega á móti City síðustu árin en City vann á sunnudaginn þegar mest var í húfi. Í raun er ekki síður mikið undir á Anfield í kvöld. Manchester City á jú vissulega ennþá mjög góða möguleika á að verða enskur meistari. Reyndar hefur liðið tapað síðustu tveimur deildarleikjum en titilinn á Wembley hlýtur að gefa liðinu mikið sjálfstraust. Það segir líka sína sögu um styrk liðsins að það er enn með í Meistaradeildinni og svo til komið áfram í næstu umferð.
Ef litið er til þess hvaða lið hefur mesta reynslu, af þeim fjórum efstu í titilbaráttu, þá er það Manchester City sem urðu meistarar 2012 og 2014. Eftir jafntefli Leicester í gærkvöldi mun liðið örugglega leggja allt í sölurnar í kvöld. Leikmenn Liverpool munu líka gera það því ásættanlegur árangur í deildinni byggir á stigasöfnun til vors.
Leikmenn Liverpool voru þreyttir, stirðir og vonsviknir eftir rimmuna á sunnudaginn. Lucas Lieva, Daniel Sturridge og Mamadou Sakho eru tæpir til leiks og nú verða aðrir að standa sig. Ekki er ólíklegt að Christian Benteke komist nær byrjunarliðinu og mér finnst að það verði að gefa honum tækifæri. Hann getur ekki leikið einn í framlínunni og það þarf að gefa honum tækifæri á að spila einhverja leiki við hliðina á einhverjum. Hann og Divock Origi ættu að geta spilað saman og hver veit nema þeir verði valdir til leiks ef Daniel verður ekki með. Christain og Divock hafa jú leikið saman með belgíska landsliðinu.
Ég spái rafmögnuðu andrúmslofti í Musterinu. The Kop mun ráða úrslitum með því að gefa leikmönnum Liverpool þann kraft sem til þarf. Liverpool vinnur 2:1 með mörkum Philippe Coutinho og Christian Benteke. Belginn kemur inn af bekknum og minnir á sig.
YNWA
TIL BAKA
Spáð í spilin
Liverpool v Manchester City
Stuðningsmenn Liverpool eru að skríða saman eftir tapið fyrir Manchester City í Deildarbikarúrslitaleiknum á sunnudaginn. En það er komið að næsta leik og aftur skal tekist á við Manchester City sem eru líklega nýhættir að fagna því að hafa unnið úrslitaleikinn sem leikmenn og stuðningsmenn Liverpool eru enn að gráta.
Leikurinn í kvöld verður ekki síður erfiður en úrslitaleikurinn. Liverpool hefur vegnað bærilega á móti City síðustu árin en City vann á sunnudaginn þegar mest var í húfi. Í raun er ekki síður mikið undir á Anfield í kvöld. Manchester City á jú vissulega ennþá mjög góða möguleika á að verða enskur meistari. Reyndar hefur liðið tapað síðustu tveimur deildarleikjum en titilinn á Wembley hlýtur að gefa liðinu mikið sjálfstraust. Það segir líka sína sögu um styrk liðsins að það er enn með í Meistaradeildinni og svo til komið áfram í næstu umferð.
Ef litið er til þess hvaða lið hefur mesta reynslu, af þeim fjórum efstu í titilbaráttu, þá er það Manchester City sem urðu meistarar 2012 og 2014. Eftir jafntefli Leicester í gærkvöldi mun liðið örugglega leggja allt í sölurnar í kvöld. Leikmenn Liverpool munu líka gera það því ásættanlegur árangur í deildinni byggir á stigasöfnun til vors.
Leikmenn Liverpool voru þreyttir, stirðir og vonsviknir eftir rimmuna á sunnudaginn. Lucas Lieva, Daniel Sturridge og Mamadou Sakho eru tæpir til leiks og nú verða aðrir að standa sig. Ekki er ólíklegt að Christian Benteke komist nær byrjunarliðinu og mér finnst að það verði að gefa honum tækifæri. Hann getur ekki leikið einn í framlínunni og það þarf að gefa honum tækifæri á að spila einhverja leiki við hliðina á einhverjum. Hann og Divock Origi ættu að geta spilað saman og hver veit nema þeir verði valdir til leiks ef Daniel verður ekki með. Christain og Divock hafa jú leikið saman með belgíska landsliðinu.
Ég spái rafmögnuðu andrúmslofti í Musterinu. The Kop mun ráða úrslitum með því að gefa leikmönnum Liverpool þann kraft sem til þarf. Liverpool vinnur 2:1 með mörkum Philippe Coutinho og Christian Benteke. Belginn kemur inn af bekknum og minnir á sig.
YNWA
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan