| Sf. Gutt
Það þarf sterkar taugar til að taka vítaspyrnu á allra siðustu mínútu leiks. Ekki síst þegar spyrnan getur ráðið úrslitum. Christain Benteke er greinilega með stáltaugar því hann tók ekki annað í mál en að taka vítaspyrnuna sem hann fékk sjálfur á móti Crystal Palace. Það virtist sem ekki væri eining um hver ætti að taka vítið en Christain var staðráðinn í að taka ábyrgðina.
,,Ég sagðist strax ætla að taka vítið þegar dómarinn benti á vítapunktinn. Það var enginn vafi í huga mínum um að ég yrði að taka vítið og ég var sannfærður um að ég myndi skora."
Christain brást ekki skotfimin og skoraði af fádæma öryggi. Sigurinn færði Liverpool þrjú mikilvæg stig og þriðja deildarsigurinn í röð. Þetta var fyrsta mark Belgnas á árinu og honum var greinilega létt enda mátt þola mikla gagnrýni það sem af er þessu nýja ári.
,,Ég er mjög ánægður með að hjálpa liðinu og ég verð að segja að allir lögðu gríðarlega hart að sér. Sérstaklega Divock í sókninni. Þeir voru farnir að þreytast svolítið undir lokin og það gerði mér auðveldara fyrir. Vonandi á ég eftir að skora fullt af mörkum það sem eftir er af leiktíðinni en mestu skiptir þó að við vinnum."
Nú er framundan mesta Englandsrimma í sögu Liverpool en á fimmtudagskvöldið kemur Manchester United í heimsókn á Anfield í fyrri leik liðanna í Evrópudeildinni. Christian segir að Liverpool verði að halda áfram á sömu braut og bæta sigri í safnið.
,,Við getum verið hæstánægðir en núna verðum við að einbeita okkur á nýjan leik. Það er sannkallaður stórleikur framundan á fimmtudaginn við Manchester United og okkur langar til að komast eins langt í Evrópudeildinni og kostur er á. Við verðum því að halda áfram á sömu braut."
Þótt hvorki hafi gengið né rekið hjá Christian það sem af er árs þá var markið hans gegn Crystal Palace áttunda mark hans á leiktíðinni og hann er markahæsti maður liðsins ásamt Roberto Firmino. Þeir eiga vonandi eftir að bæta við mörkum í næstu leikjum.
TIL BAKA
Vildi taka ábyrgðina!
Það þarf sterkar taugar til að taka vítaspyrnu á allra siðustu mínútu leiks. Ekki síst þegar spyrnan getur ráðið úrslitum. Christain Benteke er greinilega með stáltaugar því hann tók ekki annað í mál en að taka vítaspyrnuna sem hann fékk sjálfur á móti Crystal Palace. Það virtist sem ekki væri eining um hver ætti að taka vítið en Christain var staðráðinn í að taka ábyrgðina.
,,Ég sagðist strax ætla að taka vítið þegar dómarinn benti á vítapunktinn. Það var enginn vafi í huga mínum um að ég yrði að taka vítið og ég var sannfærður um að ég myndi skora."
Christain brást ekki skotfimin og skoraði af fádæma öryggi. Sigurinn færði Liverpool þrjú mikilvæg stig og þriðja deildarsigurinn í röð. Þetta var fyrsta mark Belgnas á árinu og honum var greinilega létt enda mátt þola mikla gagnrýni það sem af er þessu nýja ári.
,,Ég er mjög ánægður með að hjálpa liðinu og ég verð að segja að allir lögðu gríðarlega hart að sér. Sérstaklega Divock í sókninni. Þeir voru farnir að þreytast svolítið undir lokin og það gerði mér auðveldara fyrir. Vonandi á ég eftir að skora fullt af mörkum það sem eftir er af leiktíðinni en mestu skiptir þó að við vinnum."
Nú er framundan mesta Englandsrimma í sögu Liverpool en á fimmtudagskvöldið kemur Manchester United í heimsókn á Anfield í fyrri leik liðanna í Evrópudeildinni. Christian segir að Liverpool verði að halda áfram á sömu braut og bæta sigri í safnið.
,,Við getum verið hæstánægðir en núna verðum við að einbeita okkur á nýjan leik. Það er sannkallaður stórleikur framundan á fimmtudaginn við Manchester United og okkur langar til að komast eins langt í Evrópudeildinni og kostur er á. Við verðum því að halda áfram á sömu braut."
Þótt hvorki hafi gengið né rekið hjá Christian það sem af er árs þá var markið hans gegn Crystal Palace áttunda mark hans á leiktíðinni og hann er markahæsti maður liðsins ásamt Roberto Firmino. Þeir eiga vonandi eftir að bæta við mörkum í næstu leikjum.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Vopnahlésdagurinn -
| Sf. Gutt
Mikil jákvæðni hjá félaginu -
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu
Fréttageymslan