| Sf. Gutt
Einn mesti stórleikur leiktíðarinnar stendur fyrir dyrum á Anfield á fimmtudagskvöldið. Liverpool mætir Manchester United í fyrsta skipti í Evrópukeppni. Þessi risafélög hafa leitt saman hesta sína í úrslitaleikjum í FA bikarnum, Deildarbikarnum og mæst í undanúrslitaleikjum í FA bikarnum. Eins hafa liðin mæst í ótal mikilvægum deildarleikjum í gegnum árin. En nú, í mars 2016, er komið að fyrstu rimmu liðanna á Evrópumóti. Sæti í átta liða úrslitum í Evrópudeildinni er í boði en það skiptir engu um hversu hart verður barist. Það geta allir verið vissir um að hver einasti leikmaður liðanna mun leggja allt í sölurnar.
Liverpool þarf heldur betur að snúa við blaðinu frá síðustu leikjum við Manchester United en Rauði herinn hefur mátt þola tap í síðustu fjórum viðureignum liðanna. Liverpool tapaði 3:1 á Old Trafford í haust í einum af síðustu leikjunum sem Brendan Rodgers stýrði Liverpool. Í janúar leiddi Jürgen Klopp Liverpool í fyrsta sinn gegn Manchester United og gestirnir fóru heim með öll stigum eftir 0:1 sigur. Á síðustu leiktíð töpuðust líka báðir leikirnir.
Liverpool hefur í gengum árin tekið þátt í miklum Englandsorrustum á Evrópumótunum. Rimmurnar gegn Chelsea á síðasta áratug voru magnaðar og eins sló Liverpool Arsenal út í frábæru einvígi. Á síðustu öld mætti Liverpool Leeds United, Tottenham Hotspur og Nottingham Forest á Evrópumótunum. En nú er það Manchester United og það má ekki bregðast að Liverpool nái sínu allra besta og komist áfram! Það er einfaldlega allt undir!
TIL BAKA
Stórleikur eins og þeir gerast stærstir!
Einn mesti stórleikur leiktíðarinnar stendur fyrir dyrum á Anfield á fimmtudagskvöldið. Liverpool mætir Manchester United í fyrsta skipti í Evrópukeppni. Þessi risafélög hafa leitt saman hesta sína í úrslitaleikjum í FA bikarnum, Deildarbikarnum og mæst í undanúrslitaleikjum í FA bikarnum. Eins hafa liðin mæst í ótal mikilvægum deildarleikjum í gegnum árin. En nú, í mars 2016, er komið að fyrstu rimmu liðanna á Evrópumóti. Sæti í átta liða úrslitum í Evrópudeildinni er í boði en það skiptir engu um hversu hart verður barist. Það geta allir verið vissir um að hver einasti leikmaður liðanna mun leggja allt í sölurnar.
Liverpool þarf heldur betur að snúa við blaðinu frá síðustu leikjum við Manchester United en Rauði herinn hefur mátt þola tap í síðustu fjórum viðureignum liðanna. Liverpool tapaði 3:1 á Old Trafford í haust í einum af síðustu leikjunum sem Brendan Rodgers stýrði Liverpool. Í janúar leiddi Jürgen Klopp Liverpool í fyrsta sinn gegn Manchester United og gestirnir fóru heim með öll stigum eftir 0:1 sigur. Á síðustu leiktíð töpuðust líka báðir leikirnir.
Liverpool hefur í gengum árin tekið þátt í miklum Englandsorrustum á Evrópumótunum. Rimmurnar gegn Chelsea á síðasta áratug voru magnaðar og eins sló Liverpool Arsenal út í frábæru einvígi. Á síðustu öld mætti Liverpool Leeds United, Tottenham Hotspur og Nottingham Forest á Evrópumótunum. En nú er það Manchester United og það má ekki bregðast að Liverpool nái sínu allra besta og komist áfram! Það er einfaldlega allt undir!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Vopnahlésdagurinn -
| Sf. Gutt
Mikil jákvæðni hjá félaginu -
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu
Fréttageymslan