| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Reynslumikill en spjaldaglaður
Evrópska knattspyrnusambandið hefur valið reynslumikinn en spjaldaglaðan dómara fyrir leik kvöldsins gegn Manchester United í Evrópudeildinni, sá heitir Carlos Velasco Carballo og er Spánverji.
Hann er 44 ára gamall og hefur hvorki meira né minna en gefið alls 10 rauð spjöld það sem af er tímabili. Í síðustu 10 leikjum þar sem hann hefur verið með flautuna hefur hann gefið alls fjögur rauð spjöld og 66 gul. Það er því ljóst að leikmenn liðanna verða að passa sig og láta kappið ekki hlaupa með sig í gönur og uppskera ódýr spjöld.
Oftar en ekki eru leikir milli Liverpool og Manchester United miklir baráttuleikir þar sem ekkert er gefið eftir og alls ekki víst að Spánverjinn taki mikið tillit til þess þegar leikurinn er hafinn. Carballo hefur verið með alþjóðleg dómararéttindi síðan 2008 og hefur dæmt á Evrópumóti landsliða 2012 og á HM í Brasilíu árið 2014. Árið 2011 dæmdi hann svo úrslitaleikinn í Evrópudeildinni milli Porto og Braga.
Hann hefur einu sinni áður dæmt leik hjá Liverpool í Evrópukeppni en það var árið 2013 þegar liðið tapaði 2-0 fyrir Zenit St Petersburg í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í Rússlandi.
Hann er 44 ára gamall og hefur hvorki meira né minna en gefið alls 10 rauð spjöld það sem af er tímabili. Í síðustu 10 leikjum þar sem hann hefur verið með flautuna hefur hann gefið alls fjögur rauð spjöld og 66 gul. Það er því ljóst að leikmenn liðanna verða að passa sig og láta kappið ekki hlaupa með sig í gönur og uppskera ódýr spjöld.
Oftar en ekki eru leikir milli Liverpool og Manchester United miklir baráttuleikir þar sem ekkert er gefið eftir og alls ekki víst að Spánverjinn taki mikið tillit til þess þegar leikurinn er hafinn. Carballo hefur verið með alþjóðleg dómararéttindi síðan 2008 og hefur dæmt á Evrópumóti landsliða 2012 og á HM í Brasilíu árið 2014. Árið 2011 dæmdi hann svo úrslitaleikinn í Evrópudeildinni milli Porto og Braga.
Hann hefur einu sinni áður dæmt leik hjá Liverpool í Evrópukeppni en það var árið 2013 þegar liðið tapaði 2-0 fyrir Zenit St Petersburg í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í Rússlandi.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan