| Sf. Gutt
Jamie Carragher tók þátt í mörgum rimmum Liverpool og Manchester United. Hann segir að leikirnir gerist ekki stærri en þegar þessi lið ganga á hólm. Engu skipti þótt liðin séu að fara að spila í Evrópudeildinni og þau séu í sjötta og sjöunda sæti í ensku deildinni.
,,Liðin eru mjög jöfn að getu. Mér fannst Liverpool miklu betra á Anfield og hefði átt að vinna. Það eina sem ég hef áhyggjur af er árangur Louis van Gaal gegn Liverpool og í stórleikjum. Hann hefur verið gagnrýndur harðlega af stuðningsmönnunum en hann hefur haft lag á að ná hagstæðum úrslitum í stórleikjum. Ég hef meiri áhyggjur af Van Gaal en leikmönnunum sem er að finna í röðum mótherjanna."
,,Þetta er ennþá stærsti leikurinn sem fyrirfinnst af því að þetta eru stærstu félögin í ensku knattspyrnunni. Því miður eru þau að fara að spila í Evrópudeildinni en ekki Meistaradeildinni. Þetta er eins og við værum að fara að horfa á Barcelona vs Real Madrid í Evrópudeildinni. Það væri eitthvað bogið við það. Þetta er risaleikur og vonandi fara liðin að mætast á næstu árum í leikjum sem skipta máli í baráttu um titla og Evrópubikarinn. Ef Liverpool nær einhverri forystu jafnvel bara 2:1, og þó að mótherjarnir nái að skora útimark, þá myndi ég vera hæstánægður með það."
Liverpool og Manchester United mætast í 195. sinn í öllum keppnum í kvöld. Þetta verður þó í fyrsta sinn sem liðin leika saman í Evrópukeppni. Nú er komið að því!
TIL BAKA
Ennþá stærsti leikurinn!
Jamie Carragher tók þátt í mörgum rimmum Liverpool og Manchester United. Hann segir að leikirnir gerist ekki stærri en þegar þessi lið ganga á hólm. Engu skipti þótt liðin séu að fara að spila í Evrópudeildinni og þau séu í sjötta og sjöunda sæti í ensku deildinni.
,,Liðin eru mjög jöfn að getu. Mér fannst Liverpool miklu betra á Anfield og hefði átt að vinna. Það eina sem ég hef áhyggjur af er árangur Louis van Gaal gegn Liverpool og í stórleikjum. Hann hefur verið gagnrýndur harðlega af stuðningsmönnunum en hann hefur haft lag á að ná hagstæðum úrslitum í stórleikjum. Ég hef meiri áhyggjur af Van Gaal en leikmönnunum sem er að finna í röðum mótherjanna."
,,Þetta er ennþá stærsti leikurinn sem fyrirfinnst af því að þetta eru stærstu félögin í ensku knattspyrnunni. Því miður eru þau að fara að spila í Evrópudeildinni en ekki Meistaradeildinni. Þetta er eins og við værum að fara að horfa á Barcelona vs Real Madrid í Evrópudeildinni. Það væri eitthvað bogið við það. Þetta er risaleikur og vonandi fara liðin að mætast á næstu árum í leikjum sem skipta máli í baráttu um titla og Evrópubikarinn. Ef Liverpool nær einhverri forystu jafnvel bara 2:1, og þó að mótherjarnir nái að skora útimark, þá myndi ég vera hæstánægður með það."
Liverpool og Manchester United mætast í 195. sinn í öllum keppnum í kvöld. Þetta verður þó í fyrsta sinn sem liðin leika saman í Evrópukeppni. Nú er komið að því!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan