| Sf. Gutt
TIL BAKA
Fyrri hluti Englandsorrustunnar vannst!
Liverpool vann fyrri hluta Evrópuorrustunnar við Manchester United. Liverpool vann öruggan og sanngjarnan 2:0 sigur á Anfield sem hefði getað verið stærri. Bardaginn er þó bara hálfnaður og allt getur gerst en hálfnað er verk þá hafið er!
James Milner var ekki leikfær og Philippe Coutinho kom inn í hans stað. Daniel Sturridge kom svo inn í sóknina eins og margir áttu von á. Nathaniel Clyne kom inn sem bakvörður í stað Jon Flanagan.
Andrúmsloftið var rafmagnað fyrir leikinn og stuðningsmenn Liverpool voru farnir að hvetja sína menn á meðan þeir voru að hita upp. Þjóðsögnurinn var svo sunginn af geysilegum þunga og krafti. Það fór ekkert á milli mála að allir voru tilbúnir í slaginn.
Manchester United átti fyrstu sókn leiksins. Memphis Depay átti sendingu frá vinstri sem fór yfir alla en Marcus Rashford var ekki tilbúinn og boltinn hrökk í hann og aftur fyrir. Hann var óvaldaður og færið upplagt. Líklega var þetta besta færi United í leiknum.
Liverpool náði fljótlega undirtökunum og komst yfir á 20. mínútu. Segja má að markið hafi komið upp úr þurru því Memphis braut klaufalega á Nathaniel Clyne við vítateigslínuna. Dómarinn dæmdi víti. Daniel Sturridge tók vítið og skaut boltanum út í vinstra hornið án þess að David De Gea kæmi vörnum við. Stuðningsmenn Liverpool fögnuðu innilega og eftir þetta réðu heimamenn lögum og lofum fram að hálfleik.
Um fjórum mínútum eftir markið sendi Daniel fyrir frá hægri. Boltinn fór alla leið yfir á fjærstöng þar sem Philippe Coutinho hitti boltann ekki vel dauðafrír og David náði að bjarga. Þarna átti Philippe að vera miklu ákveðnari og smella boltanum í markið. Á 31. mínútu fékk Daniel boltann á svipuðum slóðum eftir mistök í vörn United. Hann þrumaði að markinu úr frekar þröngu færi en David kom vel út á móti og lokaði markinu. Þegar fjórar mínútur voru eftir af hálfleiknum gaf Roberto fyrir og Adam Lallana náði skoti af stuttu færi en boltinn fór beint á David. Stórgóður leikur hjá Liverpool í fyrri hálfleik og það eina sem hægt var að kvarta yfir var að mörkin skyldu ekki vera orðin fleiri.
Í upphafi síðari hálfleiks náði United sínum besta leikkafla en án þess að ógna marki Liverpool. Sem fyrr var það David sem stóð í ströngu. Eftir átta mínútur átti Philippe þéttingsfast skot utan vítateigs sem Spánverjinn sló yfir. Á 67. mínútu skaut Nathaniel bylmingsskoti utan vítateigs sem David sló frá. Tveimur mínútum síðar eða svo lagði Adam upp skotfæri fyrir Jordan Henderson en skot hans fór rétt framhjá vinklinum. Fyrirliðinn hefði átt að hitta markið.
Stuðningsmenn Liverpool voru orðnir órólegir að yfirburðir Liverpool skyldu ekki skila öðru marki en á 73. mínútu sprakk allt af fögnuði. Jordan lék upp að endamörkum og náði að senda út í vítateiginn þar sem Michael Carrick missti boltann til Adam sem kom honum strax fyrir á Roberto Firmino sem smellti honum í markið fyrir framan The Kop. Allt gekk af göflunum og nú var staðan orðin viðunandi miðað við gang leiksins!
Liverpool gerði engin mistök á lokakafla leiksins og sigurinn var aldrei í hættu. Mikill fögnuður braust út þegar lokaflautið gall og stuðningsmenn Liverpool sem áttu sinn þátt í sigrinum gátu loksins fagnað sigri á United eftir hrakfarir í síðustu leikjum gegn þeim. Liverpool lék gríðarlega vel í leiknum og sanngjarn og öruggur sigur er prýðilegt nesti fyrir síðari leikinn í Manchester. Liverpool hefði þó átt að vinna enn stærri sigur en vonandi kemur það ekki að sök í seinni leiknum. Hálfnað er verk þá hafið er og nú verður að halda einbeitingu á Old Trafford eftir viku og klára verkefnið!
Liverpool: Mignolet; Clyne, Lovren, Sakho, Moreno; Henderson, Can; Coutinho, Firmino (Origi 84. mín.), Lallana og Sturridge (Allen 64. mín.). Ónotaðir varamenn: Ward, Toure, Benteke, Smith og Ojo.
Mörk Liverpool: Daniel Strurridge, víti, (20. mín.) og Roberto Firmino (73. mín.).
Gul spjöld: Jordan Henderson, Dejan Lovren og Philippe Coutinho.
Manchester United: De Gea; Varela, Smalling, Blind, Rojo; Rashford (Carrick 45. mín.), Fellaini, Schneiderlin (Schweinsteiger 79. mín.), Depay; Mata (Herrera 79. mín.) og Martial. Ónotaðir varamenn: Romero, Darmian, Weir og Riley.
Gul spjöld: Memphis Depay, Marcus Rashford og Marouane Fellaini.
Áhorfendur á Anfield Road: 43.228.
Maður leiksins: Emre Can. Það voru kannski einhverjir betri en Þjóðverjinn en hann var hreinlega magnaður á miðjunni. Emre hefur verið vaxandi það sem af er árinu og hann leikur mjög mikilvægt hlutverk í liðinu.
Jürgen Klopp: Þetta var ekki sem verst ef satt skal segja! Við vorum mjög góðir frá fyrstu sekúndu leiksins. Allt var eins og best var á kosið en við hefðum getað skorað fleiri mörk. Það hljómar svolítið bilað en við fengum færin til þess. En við unnum tvö núll og ef þú hefðir sagt fyrir leikinn að hann endaði svoleiðis hefði ég auðvitað tekið því.
- Þetta var í 195. sinn sem Liverpool og Manchester United leiða saman hesta sína í öllum keppnum.
- Þetta var í fyrsta sinn sem liðin ganga á hólm í Evrópukeppni.
- Daniel Sturridge skoraði í sjötta sinn á leiktíðinni.
- Þetta var fyrsta Evrópumark hans fyrir Liverpool.
- Roberto Firmino skoraði sitt níunda mark á leiktíðinni.
- Roberto skoraði í þriðja leiknum í röð og er markahæsti maður liðsins þegar komið er hér við sögu.
- Alberto Moreno lék sinn 80. leik fyrir Liverpool. Hann hefur skorað tvö mörk.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
James Milner var ekki leikfær og Philippe Coutinho kom inn í hans stað. Daniel Sturridge kom svo inn í sóknina eins og margir áttu von á. Nathaniel Clyne kom inn sem bakvörður í stað Jon Flanagan.
Andrúmsloftið var rafmagnað fyrir leikinn og stuðningsmenn Liverpool voru farnir að hvetja sína menn á meðan þeir voru að hita upp. Þjóðsögnurinn var svo sunginn af geysilegum þunga og krafti. Það fór ekkert á milli mála að allir voru tilbúnir í slaginn.
Manchester United átti fyrstu sókn leiksins. Memphis Depay átti sendingu frá vinstri sem fór yfir alla en Marcus Rashford var ekki tilbúinn og boltinn hrökk í hann og aftur fyrir. Hann var óvaldaður og færið upplagt. Líklega var þetta besta færi United í leiknum.
Liverpool náði fljótlega undirtökunum og komst yfir á 20. mínútu. Segja má að markið hafi komið upp úr þurru því Memphis braut klaufalega á Nathaniel Clyne við vítateigslínuna. Dómarinn dæmdi víti. Daniel Sturridge tók vítið og skaut boltanum út í vinstra hornið án þess að David De Gea kæmi vörnum við. Stuðningsmenn Liverpool fögnuðu innilega og eftir þetta réðu heimamenn lögum og lofum fram að hálfleik.
Um fjórum mínútum eftir markið sendi Daniel fyrir frá hægri. Boltinn fór alla leið yfir á fjærstöng þar sem Philippe Coutinho hitti boltann ekki vel dauðafrír og David náði að bjarga. Þarna átti Philippe að vera miklu ákveðnari og smella boltanum í markið. Á 31. mínútu fékk Daniel boltann á svipuðum slóðum eftir mistök í vörn United. Hann þrumaði að markinu úr frekar þröngu færi en David kom vel út á móti og lokaði markinu. Þegar fjórar mínútur voru eftir af hálfleiknum gaf Roberto fyrir og Adam Lallana náði skoti af stuttu færi en boltinn fór beint á David. Stórgóður leikur hjá Liverpool í fyrri hálfleik og það eina sem hægt var að kvarta yfir var að mörkin skyldu ekki vera orðin fleiri.
Í upphafi síðari hálfleiks náði United sínum besta leikkafla en án þess að ógna marki Liverpool. Sem fyrr var það David sem stóð í ströngu. Eftir átta mínútur átti Philippe þéttingsfast skot utan vítateigs sem Spánverjinn sló yfir. Á 67. mínútu skaut Nathaniel bylmingsskoti utan vítateigs sem David sló frá. Tveimur mínútum síðar eða svo lagði Adam upp skotfæri fyrir Jordan Henderson en skot hans fór rétt framhjá vinklinum. Fyrirliðinn hefði átt að hitta markið.
Stuðningsmenn Liverpool voru orðnir órólegir að yfirburðir Liverpool skyldu ekki skila öðru marki en á 73. mínútu sprakk allt af fögnuði. Jordan lék upp að endamörkum og náði að senda út í vítateiginn þar sem Michael Carrick missti boltann til Adam sem kom honum strax fyrir á Roberto Firmino sem smellti honum í markið fyrir framan The Kop. Allt gekk af göflunum og nú var staðan orðin viðunandi miðað við gang leiksins!
Liverpool gerði engin mistök á lokakafla leiksins og sigurinn var aldrei í hættu. Mikill fögnuður braust út þegar lokaflautið gall og stuðningsmenn Liverpool sem áttu sinn þátt í sigrinum gátu loksins fagnað sigri á United eftir hrakfarir í síðustu leikjum gegn þeim. Liverpool lék gríðarlega vel í leiknum og sanngjarn og öruggur sigur er prýðilegt nesti fyrir síðari leikinn í Manchester. Liverpool hefði þó átt að vinna enn stærri sigur en vonandi kemur það ekki að sök í seinni leiknum. Hálfnað er verk þá hafið er og nú verður að halda einbeitingu á Old Trafford eftir viku og klára verkefnið!
Liverpool: Mignolet; Clyne, Lovren, Sakho, Moreno; Henderson, Can; Coutinho, Firmino (Origi 84. mín.), Lallana og Sturridge (Allen 64. mín.). Ónotaðir varamenn: Ward, Toure, Benteke, Smith og Ojo.
Mörk Liverpool: Daniel Strurridge, víti, (20. mín.) og Roberto Firmino (73. mín.).
Gul spjöld: Jordan Henderson, Dejan Lovren og Philippe Coutinho.
Manchester United: De Gea; Varela, Smalling, Blind, Rojo; Rashford (Carrick 45. mín.), Fellaini, Schneiderlin (Schweinsteiger 79. mín.), Depay; Mata (Herrera 79. mín.) og Martial. Ónotaðir varamenn: Romero, Darmian, Weir og Riley.
Gul spjöld: Memphis Depay, Marcus Rashford og Marouane Fellaini.
Áhorfendur á Anfield Road: 43.228.
Maður leiksins: Emre Can. Það voru kannski einhverjir betri en Þjóðverjinn en hann var hreinlega magnaður á miðjunni. Emre hefur verið vaxandi það sem af er árinu og hann leikur mjög mikilvægt hlutverk í liðinu.
Jürgen Klopp: Þetta var ekki sem verst ef satt skal segja! Við vorum mjög góðir frá fyrstu sekúndu leiksins. Allt var eins og best var á kosið en við hefðum getað skorað fleiri mörk. Það hljómar svolítið bilað en við fengum færin til þess. En við unnum tvö núll og ef þú hefðir sagt fyrir leikinn að hann endaði svoleiðis hefði ég auðvitað tekið því.
Fróðleikur:
- Þetta var í fyrsta sinn sem liðin ganga á hólm í Evrópukeppni.
- Daniel Sturridge skoraði í sjötta sinn á leiktíðinni.
- Þetta var fyrsta Evrópumark hans fyrir Liverpool.
- Roberto Firmino skoraði sitt níunda mark á leiktíðinni.
- Roberto skoraði í þriðja leiknum í röð og er markahæsti maður liðsins þegar komið er hér við sögu.
- Alberto Moreno lék sinn 80. leik fyrir Liverpool. Hann hefur skorað tvö mörk.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan