| Sf. Gutt
Það lögðust allir á eitt á Anfield í gærkvöldi þegar Liverpool vann Manchester United í fyrri leik liðanna í Evrópudeildinni. Liðið stóð sig frábærlega og það sama má segja um stuðningsmenn Liverpool sem hvöttu liðið til dáða og sköpuðu magnað andrúmsloft. Jürgen Klopp þakkaði fyrir stuðningsmönnum Liverpool fyrir eftir leikinn.
,,Stemmningin hérna í kvöld var ótrúleg. Þetta var algjörlega frábært og mig langar að þakka öllum sem áttu þátt í að mynda þessa stemmningu. Það var auðvelt að að njóta stemmningarinnar frá fyrstu til síðustu mínútu. Svona vissi ég að Liverpool var áður en ég kom hingað. Þetta var algjörlega magnað. Þakka ykkur fyrir!"
Það munar svo sannarlega um þegar áhorfendur leggja sig svona fram og það hjálpaði leikmönnum Liverpool mikið til að vinna hinn mikilvæga 2:0 sigur. Margir töluðu um hinn magnaða stuðning áhorfenda eftir leikinn. Louis van Gaal framkvæmdastjóri Manchester United hafði meira að segja orð á því hversu magnaðir áhorfendur á Anfield hefðu verið!
Hér má sjá og heyra stuðningsmenn Liverpool syngja You´ll Never Walk Alone fyrir leikinn!
TIL BAKA
Jürgen þakkar fyrir stuðninginn!
Það lögðust allir á eitt á Anfield í gærkvöldi þegar Liverpool vann Manchester United í fyrri leik liðanna í Evrópudeildinni. Liðið stóð sig frábærlega og það sama má segja um stuðningsmenn Liverpool sem hvöttu liðið til dáða og sköpuðu magnað andrúmsloft. Jürgen Klopp þakkaði fyrir stuðningsmönnum Liverpool fyrir eftir leikinn.
,,Stemmningin hérna í kvöld var ótrúleg. Þetta var algjörlega frábært og mig langar að þakka öllum sem áttu þátt í að mynda þessa stemmningu. Það var auðvelt að að njóta stemmningarinnar frá fyrstu til síðustu mínútu. Svona vissi ég að Liverpool var áður en ég kom hingað. Þetta var algjörlega magnað. Þakka ykkur fyrir!"
Það munar svo sannarlega um þegar áhorfendur leggja sig svona fram og það hjálpaði leikmönnum Liverpool mikið til að vinna hinn mikilvæga 2:0 sigur. Margir töluðu um hinn magnaða stuðning áhorfenda eftir leikinn. Louis van Gaal framkvæmdastjóri Manchester United hafði meira að segja orð á því hversu magnaðir áhorfendur á Anfield hefðu verið!
Hér má sjá og heyra stuðningsmenn Liverpool syngja You´ll Never Walk Alone fyrir leikinn!
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan