| Sf. Gutt
Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, segir að liðið hafi spilað mjög vel í fyrri leiknum á móti Manchester United í Evrópudeildinni. Hann segir þó að seinni leikurinn verði mjög erfiður og leikmenn verði að mæta fullkomlega einbeittir til leiks. Jordan hafði þetta að segja eftir 2:0 sigur Liverpool í fyrrakvöld.
,,Mér fannst við vera mjög góðir. Við bryjuðum leikinn vel og endaspretturinn var fínn. Það var mjög ánægjulegt. Ég hafði alltaf trú á að við gætum náð öðru marki. De Gea varði nokkrum sinnum vel en við héldum okkar striki. Við vorum mjög þéttir fyrir og sköpuðum fullt af færum. Þetta var því í heildina mjög góður leikur."
Liverpool hefur sannarlega undirtökin fyrir seinni leikinn í Manchester og tvö mörk í nesti. Það má þó ljóst vera að ekkert má út af bera. Jordan segir að allt geti ennþá gerst.
,,Útileikurinn verður mjög erfiður. Tvö núll forysta getur stundum verið tvíeggjuð. Einvígið er langt frá því búið og við verðum að vera harðákveðnir í að halda einbeitingunni og skila almennilegu verki í seinni leiknum. Við höfum náð stöðugleika síðustu vikurnar og höfum verið í jafnri framför. Við höfum bætt okkur leik frá leik og náð hagstæðum úrslitum sem skiptir geigvænlega miklu máli."
Andrúmsloftið á Anfield var rafmagnað frá því fyrir leik en stuðningsmenn Liverpool voru byrjaðir að hvetja liðið strax á meðan leikmenn voru að hita upp. Fyrirliðinn segir að stuðningurinn hafi haft sitt að segja.
,,Stemmningin var mögnuð frá upphafi til enda og ég held að hún hafi hjálpað okkur allan leikinn."
Seinni leikurinn á Old Trafford fer fram á fimmtudagskvöldið. Þá ræðst hvort Liverpool eða Manchester United heldur áfram í Evrópudeildinni!
TIL BAKA
Vorum mjög góðir!
Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, segir að liðið hafi spilað mjög vel í fyrri leiknum á móti Manchester United í Evrópudeildinni. Hann segir þó að seinni leikurinn verði mjög erfiður og leikmenn verði að mæta fullkomlega einbeittir til leiks. Jordan hafði þetta að segja eftir 2:0 sigur Liverpool í fyrrakvöld.
,,Mér fannst við vera mjög góðir. Við bryjuðum leikinn vel og endaspretturinn var fínn. Það var mjög ánægjulegt. Ég hafði alltaf trú á að við gætum náð öðru marki. De Gea varði nokkrum sinnum vel en við héldum okkar striki. Við vorum mjög þéttir fyrir og sköpuðum fullt af færum. Þetta var því í heildina mjög góður leikur."
Liverpool hefur sannarlega undirtökin fyrir seinni leikinn í Manchester og tvö mörk í nesti. Það má þó ljóst vera að ekkert má út af bera. Jordan segir að allt geti ennþá gerst.
,,Útileikurinn verður mjög erfiður. Tvö núll forysta getur stundum verið tvíeggjuð. Einvígið er langt frá því búið og við verðum að vera harðákveðnir í að halda einbeitingunni og skila almennilegu verki í seinni leiknum. Við höfum náð stöðugleika síðustu vikurnar og höfum verið í jafnri framför. Við höfum bætt okkur leik frá leik og náð hagstæðum úrslitum sem skiptir geigvænlega miklu máli."
Andrúmsloftið á Anfield var rafmagnað frá því fyrir leik en stuðningsmenn Liverpool voru byrjaðir að hvetja liðið strax á meðan leikmenn voru að hita upp. Fyrirliðinn segir að stuðningurinn hafi haft sitt að segja.
,,Stemmningin var mögnuð frá upphafi til enda og ég held að hún hafi hjálpað okkur allan leikinn."
Seinni leikurinn á Old Trafford fer fram á fimmtudagskvöldið. Þá ræðst hvort Liverpool eða Manchester United heldur áfram í Evrópudeildinni!
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan