| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Tap fyrir Southampton
Liverpool missti unninn leik úr höndunum í dag þegar liðið tapaði 3-2 fyrir Southampton á útivelli.
Heimamenn í Southampton byrjuðu leikinn betur og hefðu hugsanlega átt að fá vítaspyrnu strax á 10. mínútu þegar Shane Long féll við í teignum eftir viðskipti við Dejan Lovren. En það voru okkar menn sem skoruðu fyrsta markið og þar var á ferðinni frábært einstaklingsframtak Coutinho. Brassinn hljóp frá miðju og bombaði svo í netið rétt fyrir utan teig, óverjandi fyrir Fraser Forster í marki Southampton.
Örfáum mínútum síðar skoraði Daniel Sturridge laglegt mark eftir samleik við Origi og Coutinho. Staðan orðin 0-2 í Southampton og útlitið ljómandi gott.
Það sem eftir lifði fyrri hálfleiks var Liverpool sterkara liðið á vellinum og var nær því að auka muninn en að fá á sig mark. Staðan 0-2 í hálfleik.
Í síðari hálfleik má eiginlega segja að okkar menn hafi aldrei komist í takt við leikinn. Skrtel kom inn á fyrir Lovren sem var á gulu spjaldi, en eftir 2-3 mínútur var Skrtel kominn með spjald og búinn að fá á sig víti fyrir peysutog. Í raun ótrúlegt hvað hann hefur sloppið með þetta fjárans peysutog sitt alltaf hreint, en ekki núna. Til allrar hamingju varði Mignolet vítið frá Mane og Liverpool ennþá í góðum málum.
En heimamenn héldu áfram að sækja og áttu í raun leikinn. það kom þessvegna ekki sérstaklega á óvart þegar þeir jöfnuðu metin á 64. mínútu. Þar var Mane á ferðinni og gekk nú betur en af punktinum. Staðan 1-2.
10 mínútum síðar kom svo að segja eina færi Liverpool í leiknum. Það fékk Benteke og nýtti það að sjálfsögðu ekki. Á 84. mínútu jöfnuðu Southampton með marki frá Pelle og tveimur mínútum síðar skoruðu heimamenn sigurmarkið eftir ömurlega varnarvinnu Skrtel og félaga. Þar var títtnefndur Mane á ferðinni, endanlega búinn að bæta fyrir vítaklúðrið.
Niðurstaðan á St.Mary´s 3-2 sigur Southampton í leik sem Liverpool missti einfaldlega öll tök á í seinni hálfleik. Skelfilegt að horfa upp á liðið hrynja svona og frammistaða Skrtel, Flanagan og fleiri verulegt áhyggjuefni.
Southampton: Forster, Clasie (Mane á 46. mín.), Fonte, Long, S. Davies, Tadic (Wanyama á 46. mín.), Romeu (Ward-Prowse á 69. mín.), Martina, van Dijk, Pellé, Bertrand. Ónotaðir varamenn: Stekelenburg, Cédric, Yoshida, Juanmi.
Mörk Southampton: Mane á 64. og 86. mín., Pelle á 84. mín.
Liverpool: Mignolet, Flanagan, Lovren (Skrtel á 46. mín.), Sakho, Clyne, Can, Allen (Ojo á 87. mín.), Lallana, Coutinho, Origi, Sturridge (Benteke á 70. mín.). Ónotaðir varamenn: Ward, Toure, Henderson, Smith.
Mörk Liverpool: Coutinho á 17. mín. og Sturridge á 22. mín.
Gul spjöld: Lovren, Skrtel og Can.
Maður leiksins: Adam Lallana var að mínu viti langbesti leikmaður Liverpool í dag. Hann er að verða okkar stöðugasti maður. Loksins.
Jürgen Klopp: „Ég sá margt jákvætt í fyrri hálfleik, en eins og við lékum seinni hálfleikinn þá er ekki hægt að segja annað en að Southampton hafi átt sigurinn skilið. Við vorum alls ekki nógu þéttir og náðum engan veginn að verjast löngu boltunum fram á Pelle. Þetta var ekki nógu góð frammistaða. Því miður."
-Jon Flanagan var fyrirliði Liverpool í dag. Hann er 9. maðurinn til að bera fyrirliðabandið á leiktíðinni.
-Hér má sjá myndir úr leiknum
-Hér má sjá viðtal við Klopp af sömu síðu
Heimamenn í Southampton byrjuðu leikinn betur og hefðu hugsanlega átt að fá vítaspyrnu strax á 10. mínútu þegar Shane Long féll við í teignum eftir viðskipti við Dejan Lovren. En það voru okkar menn sem skoruðu fyrsta markið og þar var á ferðinni frábært einstaklingsframtak Coutinho. Brassinn hljóp frá miðju og bombaði svo í netið rétt fyrir utan teig, óverjandi fyrir Fraser Forster í marki Southampton.
Örfáum mínútum síðar skoraði Daniel Sturridge laglegt mark eftir samleik við Origi og Coutinho. Staðan orðin 0-2 í Southampton og útlitið ljómandi gott.
Það sem eftir lifði fyrri hálfleiks var Liverpool sterkara liðið á vellinum og var nær því að auka muninn en að fá á sig mark. Staðan 0-2 í hálfleik.
Í síðari hálfleik má eiginlega segja að okkar menn hafi aldrei komist í takt við leikinn. Skrtel kom inn á fyrir Lovren sem var á gulu spjaldi, en eftir 2-3 mínútur var Skrtel kominn með spjald og búinn að fá á sig víti fyrir peysutog. Í raun ótrúlegt hvað hann hefur sloppið með þetta fjárans peysutog sitt alltaf hreint, en ekki núna. Til allrar hamingju varði Mignolet vítið frá Mane og Liverpool ennþá í góðum málum.
En heimamenn héldu áfram að sækja og áttu í raun leikinn. það kom þessvegna ekki sérstaklega á óvart þegar þeir jöfnuðu metin á 64. mínútu. Þar var Mane á ferðinni og gekk nú betur en af punktinum. Staðan 1-2.
10 mínútum síðar kom svo að segja eina færi Liverpool í leiknum. Það fékk Benteke og nýtti það að sjálfsögðu ekki. Á 84. mínútu jöfnuðu Southampton með marki frá Pelle og tveimur mínútum síðar skoruðu heimamenn sigurmarkið eftir ömurlega varnarvinnu Skrtel og félaga. Þar var títtnefndur Mane á ferðinni, endanlega búinn að bæta fyrir vítaklúðrið.
Niðurstaðan á St.Mary´s 3-2 sigur Southampton í leik sem Liverpool missti einfaldlega öll tök á í seinni hálfleik. Skelfilegt að horfa upp á liðið hrynja svona og frammistaða Skrtel, Flanagan og fleiri verulegt áhyggjuefni.
Southampton: Forster, Clasie (Mane á 46. mín.), Fonte, Long, S. Davies, Tadic (Wanyama á 46. mín.), Romeu (Ward-Prowse á 69. mín.), Martina, van Dijk, Pellé, Bertrand. Ónotaðir varamenn: Stekelenburg, Cédric, Yoshida, Juanmi.
Mörk Southampton: Mane á 64. og 86. mín., Pelle á 84. mín.
Liverpool: Mignolet, Flanagan, Lovren (Skrtel á 46. mín.), Sakho, Clyne, Can, Allen (Ojo á 87. mín.), Lallana, Coutinho, Origi, Sturridge (Benteke á 70. mín.). Ónotaðir varamenn: Ward, Toure, Henderson, Smith.
Mörk Liverpool: Coutinho á 17. mín. og Sturridge á 22. mín.
Gul spjöld: Lovren, Skrtel og Can.
Maður leiksins: Adam Lallana var að mínu viti langbesti leikmaður Liverpool í dag. Hann er að verða okkar stöðugasti maður. Loksins.
Jürgen Klopp: „Ég sá margt jákvætt í fyrri hálfleik, en eins og við lékum seinni hálfleikinn þá er ekki hægt að segja annað en að Southampton hafi átt sigurinn skilið. Við vorum alls ekki nógu þéttir og náðum engan veginn að verjast löngu boltunum fram á Pelle. Þetta var ekki nógu góð frammistaða. Því miður."
Fróðleikur:
-Jon Flanagan var fyrirliði Liverpool í dag. Hann er 9. maðurinn til að bera fyrirliðabandið á leiktíðinni.
-Hér má sjá myndir úr leiknum
-Hér má sjá viðtal við Klopp af sömu síðu
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan