| Heimir Eyvindarson
Liverpool fær Tottenham í heimsókn á Anfield seinnipartinn á morgun. Eftir hrakfarirnar gegn Southampton fyrir landsleikjahlé er nauðsynlegt að liðið girði sig í brók og landi sigri.
Það hefði kannski einhverntíma þótt sjálfsagt að ætlast til þess að Liverpool tæki Tottenham á heimavelli en eins og staðan er í dag er næstum því óraunhæft að ætlast til þess. Tottenham er langt fyrir ofan okkur í deildinni, er í bullandi baráttu við Leicester um Englandsmeistaratitilinn meðan Liverpool svamlar um miðja deild og dæmdi sig svo að segja endanlega úr leik í baráttunni um topp 4 sæti með tapinu gegn Southampton í páskafríinu.
Það veit sá sem allt veit að sá sem þetta ritar óskar þess heitar en hægt er að ímynda sér að Liverpool vinni Tottenham á morgun. Ekki bara af því að ég vil alltaf sjá liðið mitt vinna og með sigri er ennþá veik von um topp 4 sæti, heldur líka vegna þess að með sigri minnka líkurnar á því að Tottenham vinni deildina. Það má bara ekki gerast að liðið sem við höfum borið okkur svo mikið saman við undanfarin ár fari alla leið. Þá vil ég miklu frekar öskubuskuævintýri Leicester.
En hvað sem því líður þá er Tottenham auðvitað sterkt lið, en það gæti gefið okkur ákveðið forskot á morgun að Lundúnaliðið er með alla pressuna á sér. Liðið þarf nauðsynlega á sigri að halda ef það ætlar að velgja Leicester undir uggum. Spurs er með 61 stig í 2. sæti, fimm stigum minna en topplið Leicester þegar bæði lið eiga aðeins 7 leiki eftir.
Tottenham var fyrsta liðið sem Liverpool mætti undir stjórn Jürgen Klopp, en liðin gerðu markalaust jafntefli í frumraun Þjóðverjans þann 17. október s.l. Eftir landsleikjahlé, rétt eins og núna. Síðan þá hefur auðvitað margt jákvætt gerst hjá okkar mönnum, en það er þó ófrávíkjanleg staðreynd að gengi Tottenham hefur verið mun betra í deildinni.
Lundúnaliðið hefur skorað allra liða mest í deildinni í vetur, alls 56 mörk, og munar þar mestu um Harry Kane sem hefur skorað 21 mark, eftir fremur rólega byrjun í haust. Til samanburðar er markahæsti maður Liverpool í deildinni, Roberto Firmino, með 8 mörk. 7 þeirra hafa komið eftir áramótin þannig að hans byrjun var ennþá rólegri en hjá Kane.
Tottenham hefur einnig fengið fæst mörk á sig í deildinni. Alls 24 í 31 leik sem gerir 0,77 mark að meðaltali í leik. Okkar menn hafa fengið á sig 40 mörk í 29 leikjum, eða 1,38 í leik. Tottenham er úr leik í öllum öðrum keppnum, datt nú síðast út úr Evrópudeildinni eftir viðureign við Borussia Dortmund, þannig að lærisveinar Pochettino geta einbeitt sér 100% að því að ná í skottið á spútnikliði Leicester og vinna deildina í fyrsta sinn síðan 1961.
TIL BAKA
Spáð í spilin
Það hefði kannski einhverntíma þótt sjálfsagt að ætlast til þess að Liverpool tæki Tottenham á heimavelli en eins og staðan er í dag er næstum því óraunhæft að ætlast til þess. Tottenham er langt fyrir ofan okkur í deildinni, er í bullandi baráttu við Leicester um Englandsmeistaratitilinn meðan Liverpool svamlar um miðja deild og dæmdi sig svo að segja endanlega úr leik í baráttunni um topp 4 sæti með tapinu gegn Southampton í páskafríinu.
Það veit sá sem allt veit að sá sem þetta ritar óskar þess heitar en hægt er að ímynda sér að Liverpool vinni Tottenham á morgun. Ekki bara af því að ég vil alltaf sjá liðið mitt vinna og með sigri er ennþá veik von um topp 4 sæti, heldur líka vegna þess að með sigri minnka líkurnar á því að Tottenham vinni deildina. Það má bara ekki gerast að liðið sem við höfum borið okkur svo mikið saman við undanfarin ár fari alla leið. Þá vil ég miklu frekar öskubuskuævintýri Leicester.
En hvað sem því líður þá er Tottenham auðvitað sterkt lið, en það gæti gefið okkur ákveðið forskot á morgun að Lundúnaliðið er með alla pressuna á sér. Liðið þarf nauðsynlega á sigri að halda ef það ætlar að velgja Leicester undir uggum. Spurs er með 61 stig í 2. sæti, fimm stigum minna en topplið Leicester þegar bæði lið eiga aðeins 7 leiki eftir.
Lundúnaliðið hefur skorað allra liða mest í deildinni í vetur, alls 56 mörk, og munar þar mestu um Harry Kane sem hefur skorað 21 mark, eftir fremur rólega byrjun í haust. Til samanburðar er markahæsti maður Liverpool í deildinni, Roberto Firmino, með 8 mörk. 7 þeirra hafa komið eftir áramótin þannig að hans byrjun var ennþá rólegri en hjá Kane.
Tottenham hefur einnig fengið fæst mörk á sig í deildinni. Alls 24 í 31 leik sem gerir 0,77 mark að meðaltali í leik. Okkar menn hafa fengið á sig 40 mörk í 29 leikjum, eða 1,38 í leik. Tottenham er úr leik í öllum öðrum keppnum, datt nú síðast út úr Evrópudeildinni eftir viðureign við Borussia Dortmund, þannig að lærisveinar Pochettino geta einbeitt sér 100% að því að ná í skottið á spútnikliði Leicester og vinna deildina í fyrsta sinn síðan 1961.
Af okkar mönnum er það helst að frétta að Christian Benteke er meiddur á hné eftir landsliðsbröltið og verður frá í mánuð, að því er enskir miðlar herma nú í kvöld. Þá er Roberto Firmino eitthvað tæpur, en gæti fengið grænt ljós á morgun. Eitthvað hefur líka verið talað um að Coutinho muni ekki byrja leikinn á morgun, en hann tók 13 tíma flugferð í vikunni eftir landsleik Brasilíumanna við Paraguay á útivelli og gæti verið illa hvíldur og tímavilltur.
Það er heilmikið fjör framundan hjá okkar mönnum því eftir Spurs leikinn tekur Evrópuævintýrið gegn Dortmund við og ekki ólíklegt að menn séu komnir hálfa leiðina á Westfalenstadion í huganum. Ég hef samt enga trú á öðru en að menn gefi sig alla í leikinn á morgun og ég er nokkuð viss um að Klopp mun stilla upp nokkurn veginn sterkasta liðinu sem völ er á. Hvaða lið sem það svo sem er. Eitt er víst að Martin Skrtel á ekki heima í því eftir frammistöðuna í síðasta leik.
Ég ætla að spá skemmtilegum leik á morgun og ekki síður skemmtilegum úrslitum. 3-1 fyrir Liverpool með mörkum frá Lallana, Sturridge og Sakho.
YNWA!
Það er heilmikið fjör framundan hjá okkar mönnum því eftir Spurs leikinn tekur Evrópuævintýrið gegn Dortmund við og ekki ólíklegt að menn séu komnir hálfa leiðina á Westfalenstadion í huganum. Ég hef samt enga trú á öðru en að menn gefi sig alla í leikinn á morgun og ég er nokkuð viss um að Klopp mun stilla upp nokkurn veginn sterkasta liðinu sem völ er á. Hvaða lið sem það svo sem er. Eitt er víst að Martin Skrtel á ekki heima í því eftir frammistöðuna í síðasta leik.
Ég ætla að spá skemmtilegum leik á morgun og ekki síður skemmtilegum úrslitum. 3-1 fyrir Liverpool með mörkum frá Lallana, Sturridge og Sakho.
YNWA!
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan