| Heimir Eyvindarson
Liverpool fær Stoke í heimsókn á Anfield klukkan 15 í dag. Þetta verður fjórða viðureign liðanna í vetur og hingað til hafa allar endað með 0-1 útisgri. Vonandi breytist það mynstur í dag.
Liverpool heimsótti Stoke í deildinni í ágúst og þá sigruðu okkar menn 0-1 með marki frá Coutinho. Liðin mættust síðan tvívegis í undanúrslitum deildabikarsins í janúar og þeir leikir enduðu báðir með 0-1 sigri útiliðsins. Jordon Ibe tryggði Liverpool eins marks sigur í fyrri leiknum á Brittania og Marko Arnautovic tryggði Stoke vítakeppni og framlengingu á Anfield í síðari leiknum. Eins og allir muna sigraði Liverpool vítakeppnina og komst þar með á Wembley.
Það hefur því verið talsvert jafnræði með liðinum í viðureignum þeirra í vetur og staðan í deildinni er sömuleiðis svipuð. Stoke er einu sæti fyrir ofan Liverpool en hefur leikið tveimur leikjum meira. Það er þessvegna engin spurning að það er hörkuleikur framundan í dag og mikilvægt að menn verði ekki um of við hugann við stórleikin gegn Dortmund á fimmtudaginn.
En þótt mikið jafnræði hafi verið með liðunum á þessari leiktíð þá er sagan gamla og góða auðvitað með Liverpool í liði.
Þótt það gefi okkar mönnum ekkert í dag þá er gaman að rifja það upp hversu gott tak við höfum haft á Stoke á Anfield í gegnum tíðina. Fyrir daginn í dag hefur Liverpool unnið fjóra af síðustu fimm viðureignum við Stoke í deildinni. Undantekningin kom í hinum skammarlega lokaleik Steven Gerrard vorið 2015, þegar Stoke valtaði yfir Liverpool á Brittania 6-1.
Stoke hefur aldrei unnið Liverpool á Anfield í Úrvalsdeild i og ekki einu sinni skorað mark á Anfield í Úrvalsdeild! Síðasta markið sem Stoke skoraði á Anfield í deildinni kom í 5-1 sigri Liverpool 1983!
En hvað sem sögunni líður þá er leikur framundan í dag og ljóst að ef Liverpool á að eiga einhverja möguleika á að fikra sig nær Evrópusæti fyrir vorið þarf sigur að vinnast. Vissulega er algjör stórleikur framundan á fimmtudaginn, sem menn gætu freistast til að hafa hugann við, en gleymum því ekki að Stoke á líka stórleiki í vændum. Mætir Manchester City og Tottenham næst á eftir Liverpool.
Það er ljóst að Klopp mun eiga í vandræðum með að manna miðjuna í þessum leik. Emre Can er í leikbanni í deildinni og þá er Henderson meiddur. Væntanlega fara bæði Milner og Allen inn á miðsvæðið, en spurningin er hvort Lucas fær tækifæri einnig, en hann er að verða leikfær eftir meðisli og tók þátt í æfingaleik gegn Burnley á föstudaginn. Þá hefur Klopp aðeins minnst á Kevin Stewart þannig að það er líklegt að hann verði allavega í hópnum.
Vörnin verður vonandi óbreytt, að minnsta kosti miðvarðaparið, og frammi finnst mér líklegt að Sturridge hefji leik. Firmino verður vonandi eitthvað með, það væri allavega gaman að hafa hann sem heitastan í seinni leiknum gegn Dortmund á fimmtudaginn. Mig grunar að Klopp muni hvíla Coutinho eins lengi og hann getur, en það er bara grunur. Ég veit auðvitað ekkert um þetta. Ég hlakka bara til að horfa á leikinn.
Ég er í eðli mínu bjartsýnn og ætla að spá 2-1 sigri í dag, þrátt fyrir að mér finnist 0-0 jafntefli líklegustu úrslitin. Sturridge og Milner skora mörkin.
YNWA!
TIL BAKA
Spáð í spilin
Liverpool heimsótti Stoke í deildinni í ágúst og þá sigruðu okkar menn 0-1 með marki frá Coutinho. Liðin mættust síðan tvívegis í undanúrslitum deildabikarsins í janúar og þeir leikir enduðu báðir með 0-1 sigri útiliðsins. Jordon Ibe tryggði Liverpool eins marks sigur í fyrri leiknum á Brittania og Marko Arnautovic tryggði Stoke vítakeppni og framlengingu á Anfield í síðari leiknum. Eins og allir muna sigraði Liverpool vítakeppnina og komst þar með á Wembley.
Það hefur því verið talsvert jafnræði með liðinum í viðureignum þeirra í vetur og staðan í deildinni er sömuleiðis svipuð. Stoke er einu sæti fyrir ofan Liverpool en hefur leikið tveimur leikjum meira. Það er þessvegna engin spurning að það er hörkuleikur framundan í dag og mikilvægt að menn verði ekki um of við hugann við stórleikin gegn Dortmund á fimmtudaginn.
En þótt mikið jafnræði hafi verið með liðunum á þessari leiktíð þá er sagan gamla og góða auðvitað með Liverpool í liði.
Þótt það gefi okkar mönnum ekkert í dag þá er gaman að rifja það upp hversu gott tak við höfum haft á Stoke á Anfield í gegnum tíðina. Fyrir daginn í dag hefur Liverpool unnið fjóra af síðustu fimm viðureignum við Stoke í deildinni. Undantekningin kom í hinum skammarlega lokaleik Steven Gerrard vorið 2015, þegar Stoke valtaði yfir Liverpool á Brittania 6-1.
Stoke hefur aldrei unnið Liverpool á Anfield í Úrvalsdeild i og ekki einu sinni skorað mark á Anfield í Úrvalsdeild! Síðasta markið sem Stoke skoraði á Anfield í deildinni kom í 5-1 sigri Liverpool 1983!
En hvað sem sögunni líður þá er leikur framundan í dag og ljóst að ef Liverpool á að eiga einhverja möguleika á að fikra sig nær Evrópusæti fyrir vorið þarf sigur að vinnast. Vissulega er algjör stórleikur framundan á fimmtudaginn, sem menn gætu freistast til að hafa hugann við, en gleymum því ekki að Stoke á líka stórleiki í vændum. Mætir Manchester City og Tottenham næst á eftir Liverpool.
Það er ljóst að Klopp mun eiga í vandræðum með að manna miðjuna í þessum leik. Emre Can er í leikbanni í deildinni og þá er Henderson meiddur. Væntanlega fara bæði Milner og Allen inn á miðsvæðið, en spurningin er hvort Lucas fær tækifæri einnig, en hann er að verða leikfær eftir meðisli og tók þátt í æfingaleik gegn Burnley á föstudaginn. Þá hefur Klopp aðeins minnst á Kevin Stewart þannig að það er líklegt að hann verði allavega í hópnum.
Vörnin verður vonandi óbreytt, að minnsta kosti miðvarðaparið, og frammi finnst mér líklegt að Sturridge hefji leik. Firmino verður vonandi eitthvað með, það væri allavega gaman að hafa hann sem heitastan í seinni leiknum gegn Dortmund á fimmtudaginn. Mig grunar að Klopp muni hvíla Coutinho eins lengi og hann getur, en það er bara grunur. Ég veit auðvitað ekkert um þetta. Ég hlakka bara til að horfa á leikinn.
Ég er í eðli mínu bjartsýnn og ætla að spá 2-1 sigri í dag, þrátt fyrir að mér finnist 0-0 jafntefli líklegustu úrslitin. Sturridge og Milner skora mörkin.
YNWA!
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan