| Sf. Gutt
TIL BAKA
Góður sigur suðurfrá
Liverpool sótti þrjú stig suður til Bournemouth eftir að hafa unnið 1:2. Sigurinn var sérlega góður í ljósi þess að margir ungliðar voru valdir til leiks.
Jürgen Klopp gerði hvorki fleiri né færri en tíu breytingar á liðinu sínu eftir ævintýrið gegn Borussia Dortmund. Aðeins Roberto Firmino var í byrjunarliðinu í báðum leikjum. Helsta fréttin var sú að Veilsverjinn ungi Danny Ward fékk að standa í markinu.
Heimamenn sýndu minngu þeirra 96 sem létust á Hillsborough virðingu fyrir leikinn. Fyrirliðar liðanna, Lucas Leiva og Tommy Elphick, báru krans inn á völlinn og You´ll Never Walk Alone var spilað. Mögnuð stund og vel gert hjá heimamönnum.
Liverpool komst í færi eftir tvær mínútur. Roberto Firmino vann boltann við vítateiginn, boltinn hrökk til Daniel Sturridge en Artur Boruc varði skot hans. Fátt gerðist lengi vel eftir þetta. Liverpool var sterkari aðilinn en heimamenn daufir. Á 27. mínútu sendi Joe Allen inn í vítateginn. Atgangur var uppi við markið og boltinn hrökk í Daniel og að markinu en Artur varði.
Liverpool komst yfir þegar fjórar mínútur lifðu til leikhlés. Jordan Ibe, sem fékk tækifæri eftir nokkurt hlé, gaf inn í vítateiginn á Daniel. Hann var með bakið í markið og lítil hætta virtist vera á ferðum en skyndilega smellti hann hælspyrnu á markið. Artur varði naumlega en hélt ekki boltanum og Roberto skoraði auðveldlega af stuttu færi. Staðan batnaði enn nokkrum andartökum áður en flautað var til leikhlés. Jordan sendi aukaspyrnu inn í vítateginn. Spyrnan var nákvæm og hitti beint á höfuðið á Daniel sem skoraði með því að skalla neðst í vinstra hornið. Glæsilega gert hjá Jordan og Daniel. Staðan var því prýðileg þegar leikhlé kom.
Roberto var nærri búinn að skora aftur strax í upphafi síðari hálfleiks en hann skaut framhjá eftir hornið. Á 52. mínútu komst Daniel inn í vítateiginn eftir undirbúning Joe og lyfti boltanum framhjá Artur en boltinn fór í stöngina. Eftir rúman klukkutíma hefði átt að dæma víti á Kolo Toure eftir að hann handlék boltann en ekkert var dæmt heimamönnum til mikillar gremju. Bournemouth fór nú loksins að láta til sín taka og Joshua King komst inn í vítateiginn á 65. mínútu, lék á varnarmann en skot hans fór beint á Danny Ward. Kolo þurfti nú að fara af velli vegna meiðsla og Mamadou Sakho kom í hans stað. Joshua komst framhjá Frakkanum, þegar hann var nýkominn inn á, en Danny sá við honum þegar hann reyndi að lyfta boltanum yfir hann og sló boltann frá. Vel gert hjá Danny sem var sannfærandi í markinu.
Þegar átta mínútur voru eftir gerði Danny aftur vel þegar hann varði skalla frá Lewis Grabban. Liverpool fór í sókn og Daniel sneri af sér varnarmann í vítateignum og þrumaði svo að marki en boltann small í stöng rétt fyrir neðan vinkilinn. Mögnuð tilþrif hjá Daniel sem var frábær.
Bournemouth náði að skora þegar komið var fram í viðbótartíma. Joshua skoraði þá með föstu skoti frá rétt við vítateiginn. Heimamenn náðu einni sókn til viðbótar og Steve Cook skallaði rétt yfir eftir fyrirgjöf. Litlu munaði en sigur Liverpool var sanngjarn. Ungliðarnir stóðu fyrir sínu og það var gaman að Jürgen Klopp skyldi treysta svona mörgum ungum piltum til að spila. Næst á dagskrá er grannaslagur á móti Everton á Anfield á síðasta kveldi þessa vetrar!
Bournemouth: Boruc, Francis, Elphick, Cook, Daniels, Ritchie (Wilson 76. mín.), Gosling, Surman, Stanislas (Grabban 45. mín.), Gradel (Pugh 59. mín.) og King. Ónotaðir varamenn: Federici, MacDonald, Wiggins og O´Kane.
Mark Bournemouth: Joshua King (90. mín.)
Liverpool: Ward, Randall, Toure (Sakho 67. mín.), Leiva, Smith, Allen, Stewart, Ojo, Firmino (Origi 75. mín.), Ibe (Lallana 78. mín.) og Sturridge. Ónotaðir varamenn: Mignolet, Milner, Coutinho og Flanagan.
Mörk Liverpool: Roberto Firmino (41. mín.) og Daniel Sturridge (45. mín.).
Áhorfendur á Dean Court: 11.386.
Maður leiksins: Daniel Sturridge. Síðasta eina og hálfa árið eða svo hefur verið mikil þrautaganga fyrir þennan frábæra framherja. Nú virðist hann smá saman vera að skríða saman og hann bar af í dag. Hann lagði upp fyrra markið og skoraði það seinna sem reyndist sigurmarkið. Tvívegis kom tréverkið í veg fyrir að hann næði þrennu sem hann hefði verðskuldað.
Jürgen Klopp: Ég ber ábyrgð á liðsuppstillingunni. Það er auðvelt að segja það núna en ég sagði strákunum að spila eins og þeir væru vanir og ef það gengi ekki allt að óskum þá myndi ég taka það á mig en ekki vera þeim um að kenna. Við reyndum að njóta leiksins og þeir gerðu það sannarlega.
- Roberto Firmino skoraði tíunda mark sitt á leiktíðinni.
- Daniel Sturridge skoraði í níunda sinn.
- Daniel skoraði í þriðja útileiknum í röð í deildinni.
- Danny Ward lék sinn fyrsta leik með Liverpool.
- Síðustu vikur hafa verið viðburðaríkar hjá Veilsverjanum því hann lék sinn fyrsta landsleik fyrir Wales þegar síðasta landsleikjahrota fór fram.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Hér er viðtal sem tekið var við Jürgen Klopp eftir leikinn.
Jürgen Klopp gerði hvorki fleiri né færri en tíu breytingar á liðinu sínu eftir ævintýrið gegn Borussia Dortmund. Aðeins Roberto Firmino var í byrjunarliðinu í báðum leikjum. Helsta fréttin var sú að Veilsverjinn ungi Danny Ward fékk að standa í markinu.
Heimamenn sýndu minngu þeirra 96 sem létust á Hillsborough virðingu fyrir leikinn. Fyrirliðar liðanna, Lucas Leiva og Tommy Elphick, báru krans inn á völlinn og You´ll Never Walk Alone var spilað. Mögnuð stund og vel gert hjá heimamönnum.
Liverpool komst í færi eftir tvær mínútur. Roberto Firmino vann boltann við vítateiginn, boltinn hrökk til Daniel Sturridge en Artur Boruc varði skot hans. Fátt gerðist lengi vel eftir þetta. Liverpool var sterkari aðilinn en heimamenn daufir. Á 27. mínútu sendi Joe Allen inn í vítateginn. Atgangur var uppi við markið og boltinn hrökk í Daniel og að markinu en Artur varði.
Liverpool komst yfir þegar fjórar mínútur lifðu til leikhlés. Jordan Ibe, sem fékk tækifæri eftir nokkurt hlé, gaf inn í vítateiginn á Daniel. Hann var með bakið í markið og lítil hætta virtist vera á ferðum en skyndilega smellti hann hælspyrnu á markið. Artur varði naumlega en hélt ekki boltanum og Roberto skoraði auðveldlega af stuttu færi. Staðan batnaði enn nokkrum andartökum áður en flautað var til leikhlés. Jordan sendi aukaspyrnu inn í vítateginn. Spyrnan var nákvæm og hitti beint á höfuðið á Daniel sem skoraði með því að skalla neðst í vinstra hornið. Glæsilega gert hjá Jordan og Daniel. Staðan var því prýðileg þegar leikhlé kom.
Roberto var nærri búinn að skora aftur strax í upphafi síðari hálfleiks en hann skaut framhjá eftir hornið. Á 52. mínútu komst Daniel inn í vítateiginn eftir undirbúning Joe og lyfti boltanum framhjá Artur en boltinn fór í stöngina. Eftir rúman klukkutíma hefði átt að dæma víti á Kolo Toure eftir að hann handlék boltann en ekkert var dæmt heimamönnum til mikillar gremju. Bournemouth fór nú loksins að láta til sín taka og Joshua King komst inn í vítateiginn á 65. mínútu, lék á varnarmann en skot hans fór beint á Danny Ward. Kolo þurfti nú að fara af velli vegna meiðsla og Mamadou Sakho kom í hans stað. Joshua komst framhjá Frakkanum, þegar hann var nýkominn inn á, en Danny sá við honum þegar hann reyndi að lyfta boltanum yfir hann og sló boltann frá. Vel gert hjá Danny sem var sannfærandi í markinu.
Þegar átta mínútur voru eftir gerði Danny aftur vel þegar hann varði skalla frá Lewis Grabban. Liverpool fór í sókn og Daniel sneri af sér varnarmann í vítateignum og þrumaði svo að marki en boltann small í stöng rétt fyrir neðan vinkilinn. Mögnuð tilþrif hjá Daniel sem var frábær.
Bournemouth náði að skora þegar komið var fram í viðbótartíma. Joshua skoraði þá með föstu skoti frá rétt við vítateiginn. Heimamenn náðu einni sókn til viðbótar og Steve Cook skallaði rétt yfir eftir fyrirgjöf. Litlu munaði en sigur Liverpool var sanngjarn. Ungliðarnir stóðu fyrir sínu og það var gaman að Jürgen Klopp skyldi treysta svona mörgum ungum piltum til að spila. Næst á dagskrá er grannaslagur á móti Everton á Anfield á síðasta kveldi þessa vetrar!
Bournemouth: Boruc, Francis, Elphick, Cook, Daniels, Ritchie (Wilson 76. mín.), Gosling, Surman, Stanislas (Grabban 45. mín.), Gradel (Pugh 59. mín.) og King. Ónotaðir varamenn: Federici, MacDonald, Wiggins og O´Kane.
Mark Bournemouth: Joshua King (90. mín.)
Liverpool: Ward, Randall, Toure (Sakho 67. mín.), Leiva, Smith, Allen, Stewart, Ojo, Firmino (Origi 75. mín.), Ibe (Lallana 78. mín.) og Sturridge. Ónotaðir varamenn: Mignolet, Milner, Coutinho og Flanagan.
Mörk Liverpool: Roberto Firmino (41. mín.) og Daniel Sturridge (45. mín.).
Áhorfendur á Dean Court: 11.386.
Maður leiksins: Daniel Sturridge. Síðasta eina og hálfa árið eða svo hefur verið mikil þrautaganga fyrir þennan frábæra framherja. Nú virðist hann smá saman vera að skríða saman og hann bar af í dag. Hann lagði upp fyrra markið og skoraði það seinna sem reyndist sigurmarkið. Tvívegis kom tréverkið í veg fyrir að hann næði þrennu sem hann hefði verðskuldað.
Jürgen Klopp: Ég ber ábyrgð á liðsuppstillingunni. Það er auðvelt að segja það núna en ég sagði strákunum að spila eins og þeir væru vanir og ef það gengi ekki allt að óskum þá myndi ég taka það á mig en ekki vera þeim um að kenna. Við reyndum að njóta leiksins og þeir gerðu það sannarlega.
Fróðleikur
- Roberto Firmino skoraði tíunda mark sitt á leiktíðinni.
- Daniel Sturridge skoraði í níunda sinn.
- Daniel skoraði í þriðja útileiknum í röð í deildinni.
- Danny Ward lék sinn fyrsta leik með Liverpool.
- Síðustu vikur hafa verið viðburðaríkar hjá Veilsverjanum því hann lék sinn fyrsta landsleik fyrir Wales þegar síðasta landsleikjahrota fór fram.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Hér er viðtal sem tekið var við Jürgen Klopp eftir leikinn.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan