| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Frábær sigur í nágrannaslag
Glæsilegur 4-0 sigur vannst á nágrönnunum í Everton á miðvikudagskvöldið, sigurinn hefði getað verið mun stærri en markvörður gestanna bjargaði því sem bjargað varð. Það skyggði þó aðeins á gleðina að Divock Origi meiddist illa þegar varnarmaður Everton traðkaði á ökklanum á Belganum unga.
Origi leiddi sóknarlínu liðsins en fyrir aftan hann voru þeir Lallana, Firmino og Coutinho. Á miðjunni voru svo þeir Lucas og Milner, vaktina í vörninni stóðu þeir Clyne, Sakho, Lovren og Moreno ásamt Mignolet í markinu.
Jafnræði var með liðunum í upphafi leiks en þeir rauðu voru þó ívið beittari í sínum aðgerðum. Eftir aðeins um fimm mínútna leik komst Adam Lallana einn í gegn en Robles markvörður gestanna varði vel, þar hefði Lallana einnig getað sent boltann til vinstri á Firmino sem kom aðvífandi en hann kaus að skjóta á markið. Fimm mínútum síðar eða svo fengu gestirnir að skeiða upp völlinn og hætta skapaðist. Það endaði þó með því að Mirallas skaut yfir markið fyrir utan vítateig. Coutinho skaut svo þrumuskoti eftir ca. tuttugu mínútna leik framhjá markinu og svo átti hann aukaspyrnu sem einnig fór framhjá. Áfram héldu heimamenn að skapa sér færi og Firmino var næstur á blað er hann fékk háa sendingu innfyrir en skot hans var varið af Robles í markinu. Allt leit því út fyrir að Everton menn myndu halda markinu hreinu í fyrri hálfleik þrátt fyrir orrahríð að marki þeirra en þeir rauðklæddu voru ekki sammála því og gáfust ekki upp. Divock Origi, sem hafði haft hægt um sig til þessa í hálfleiknum, skaut að marki frá vítateigslínu en skot hans var varið. Markvörðurinn kom þó engum vörnum við nokkrum mínútum síðar er Milner sendi boltann fyrir markið frá hægri, yfir á fjærstöngina þar sem Origi stökk manna hæst og skallaði boltann í netið. Markinu var vel fagnað og ísinn loksins brotinn.
Það náðist svo að bæta við öðru marki áður en flautað var til hálfleiks því heimamenn hættu bara ekki að þjarma að gestunum. Hornspyrna var hreinsuð frá en Milner og Lallana léku vel saman sem endaði með því að Milner komst upp að endamörkum og sendi boltann inná markteig þar sem Mamadou Sakho var aleinn og skallaði hann boltann beint í netið. Frakkinn hljóp alla leið til Kolo Toure sem sat á varamannabekknum og fagnaði með honum. Ástæðan var víst sú að Toure hafði sagt við Sakho fyrr um morguninn að hann myndi skora mark í þessum leik ! Skömmu síðar var flautað til hálfleiks og allir kátir með stöðuna á Anfield nema auðvitað þeir stuðningsmenn Everton sem voru mættir á leikinn.
Það var svo ekki langt liðið á seinni hálfleik þegar Funes Mori, varnarmaður Everton fékk rautt spjald. Hann traðkaði illilega á ökklanum á Origi sem lá óvígur eftir. Í þokkabót þrumaði hann boltanum svo langt í burtu eftir að dómarinn hafði dæmt aukaspyrnu. Svo virðist sem að línuvörðurinn hafi séð hversu fólskulegt brotið var því dómarinn stakk gula spjaldinu aftur í vasann og reif upp það rauða ! Origi þurfti aðhlynningu á vellinum og var borinn útaf, menn óttuðust ökklabrot en meiðslin eru víst ekki svo alvarleg. Það verður svo að koma í ljós hvort hann geti spilað eitthvað meira á tímabilinu. Daniel Sturridge kom inná fyrir Origi og heimamenn héldu áfram að þjarma að gestunum, nú manni fleiri.
Sturridge var ekki lengi að láta til sín taka, hann þrumaði að marki fyrir utan teiginn en sem fyrr var markvörðurinn Robles vel á verði. Hann kom þó engum vörnum við örskömmu síðar er Lucas vann boltann á miðjum vallarhelmingi Everton og sendi boltann inná teiginn. Þar tók Sturridge við boltanum og sendi hann beint í markið. Staðan orðin 3-0 og Sturridge búinn að skora sitt 50. mark fyrir félagið og það aðeins í 87 leikum. Seinni hálfleikurinn var svo algjör einstefna heimamanna sem náðu þó ekki að bæta við nema einu marki. Það gerði Coutinho á glæsilegan hátt með skoti fyrir utan teig sem söng í netinu. Everton náðu að koma í veg fyrir frekari niðurlægingu með því að halda haus það sem eftir lifði leiks og niðurstaðan því glæsilegur 4-0 sigur og Liverpool borg því klárlega rauð næstu dagana !
Liverpool: Mignolet, Clyne, Lovren, Sakho, Moreno, Lucas, Milner (Ibe, 81. mín.), Lallana, Coutinho, Firmino (Allen, 66. mín.), Origi (Sturridge, 54. mín.). Ónotaðir varamenn: Ward, Toure, Smith, Stewart.
Mörk Liverpool: Divock Origi (43. mín.), Mamadou Sakho (45. mín.), Daniel Sturridge (61. mín.) og Philippe Coutinho (76. mín.).
Gult spjald: James Milner.
Everton: Robles, Oviedo, Stones (Pienaar, 62. mín.), Funes Mori, Baines, McCarthy, Barry (Besic, 45. mín.), Mirallas, Barkley (Cleverley, 58. mín.), Lennon, Lukaku. Ónotaðir varamenn: Howard, Niasse, Osman, Deulofeu.
Gult spjald: Aaron Lennon.
Rautt spjald: Funes Mori.
Maður leiksins: James Milner fær nafnbótina að þessu sinni þó svo að allir leikmenn liðsins hafi staðið sig frábærlega í leiknum. Hann átti tvær stoðsendingar og var sem fyrr gríðarlega öflugur út um allan völl. Milner hefur það sem af er þessu ári átt 11 stoðsendingar og geri aðrir betur.
Áhorfendur á Anfield: 43.854.
Jurgen Klopp: ,,Þetta var virkilega erfitt fyrir Everton, rautt spjald, meiðsli og andstæðingurinn góður. Í seinni hálfleik breyttist leikurinn algjörlega við þetta rauða spjald og svo þurfti John Stones að fara útaf vegna meiðsla og Everton í raun án miðvarða það sem eftir var leiks. Þeir hættu að berjast sem er óvanalegt. Nágrannaslagir hafa í gegnum tíðina verið miklir baráttuleikir og þeir verða það eflaust í framtíðinni en þessi leikur var það í raun ekki. Þetta var gott kvöld fyrir okkur, góð úrslit, héldum hreinu og skoruðum fjögur mörk. Önnur lið í kringum okkur unnu líka sína leiki þannig að fátt breyttist þar, en því getum við ekki breytt - við reynum að vinna eins marga leiki og við getum."
Fróðleikur:
- Daniel Sturridge skoraði sitt 50. mark fyrir félagið og það aðeins í 87 leikjum.
- Aðeins Albert Stubbins, Roger Hunt og Fernando Torres hafa náð því að vera fljótari að skora 50 mörk fyrir félagið.
- Sturridge hefur á sínum ferli skorað sex mörk gegn Everton.
- Í fyrsta sinn síðan í maí 2015 tókst okkar mönnum að vinna tvo leiki í röð í deildinni á Anfield.
- Liverpool hefur ekki beðið ósigur í nágrannaslag í síðustu 11 leikjum liðanna.
- Í annað sinn síðan Úrvalsdeildin var sett á laggirnar náðist 4-0 sigur á Everton, í bæði skiptin hefur Roberto Martínez verið stjóri þeirra bláu.
- 21 sinni hefur rauða spjaldið litið dagsins ljós í leik þessara liða og er það met í deildinni.
- Everton hafa fengið 14 rauð spjöld og Liverpool 7.
Hér má sjá myndir úr leiknum.
Origi leiddi sóknarlínu liðsins en fyrir aftan hann voru þeir Lallana, Firmino og Coutinho. Á miðjunni voru svo þeir Lucas og Milner, vaktina í vörninni stóðu þeir Clyne, Sakho, Lovren og Moreno ásamt Mignolet í markinu.
Jafnræði var með liðunum í upphafi leiks en þeir rauðu voru þó ívið beittari í sínum aðgerðum. Eftir aðeins um fimm mínútna leik komst Adam Lallana einn í gegn en Robles markvörður gestanna varði vel, þar hefði Lallana einnig getað sent boltann til vinstri á Firmino sem kom aðvífandi en hann kaus að skjóta á markið. Fimm mínútum síðar eða svo fengu gestirnir að skeiða upp völlinn og hætta skapaðist. Það endaði þó með því að Mirallas skaut yfir markið fyrir utan vítateig. Coutinho skaut svo þrumuskoti eftir ca. tuttugu mínútna leik framhjá markinu og svo átti hann aukaspyrnu sem einnig fór framhjá. Áfram héldu heimamenn að skapa sér færi og Firmino var næstur á blað er hann fékk háa sendingu innfyrir en skot hans var varið af Robles í markinu. Allt leit því út fyrir að Everton menn myndu halda markinu hreinu í fyrri hálfleik þrátt fyrir orrahríð að marki þeirra en þeir rauðklæddu voru ekki sammála því og gáfust ekki upp. Divock Origi, sem hafði haft hægt um sig til þessa í hálfleiknum, skaut að marki frá vítateigslínu en skot hans var varið. Markvörðurinn kom þó engum vörnum við nokkrum mínútum síðar er Milner sendi boltann fyrir markið frá hægri, yfir á fjærstöngina þar sem Origi stökk manna hæst og skallaði boltann í netið. Markinu var vel fagnað og ísinn loksins brotinn.
Það náðist svo að bæta við öðru marki áður en flautað var til hálfleiks því heimamenn hættu bara ekki að þjarma að gestunum. Hornspyrna var hreinsuð frá en Milner og Lallana léku vel saman sem endaði með því að Milner komst upp að endamörkum og sendi boltann inná markteig þar sem Mamadou Sakho var aleinn og skallaði hann boltann beint í netið. Frakkinn hljóp alla leið til Kolo Toure sem sat á varamannabekknum og fagnaði með honum. Ástæðan var víst sú að Toure hafði sagt við Sakho fyrr um morguninn að hann myndi skora mark í þessum leik ! Skömmu síðar var flautað til hálfleiks og allir kátir með stöðuna á Anfield nema auðvitað þeir stuðningsmenn Everton sem voru mættir á leikinn.
Það var svo ekki langt liðið á seinni hálfleik þegar Funes Mori, varnarmaður Everton fékk rautt spjald. Hann traðkaði illilega á ökklanum á Origi sem lá óvígur eftir. Í þokkabót þrumaði hann boltanum svo langt í burtu eftir að dómarinn hafði dæmt aukaspyrnu. Svo virðist sem að línuvörðurinn hafi séð hversu fólskulegt brotið var því dómarinn stakk gula spjaldinu aftur í vasann og reif upp það rauða ! Origi þurfti aðhlynningu á vellinum og var borinn útaf, menn óttuðust ökklabrot en meiðslin eru víst ekki svo alvarleg. Það verður svo að koma í ljós hvort hann geti spilað eitthvað meira á tímabilinu. Daniel Sturridge kom inná fyrir Origi og heimamenn héldu áfram að þjarma að gestunum, nú manni fleiri.
Sturridge var ekki lengi að láta til sín taka, hann þrumaði að marki fyrir utan teiginn en sem fyrr var markvörðurinn Robles vel á verði. Hann kom þó engum vörnum við örskömmu síðar er Lucas vann boltann á miðjum vallarhelmingi Everton og sendi boltann inná teiginn. Þar tók Sturridge við boltanum og sendi hann beint í markið. Staðan orðin 3-0 og Sturridge búinn að skora sitt 50. mark fyrir félagið og það aðeins í 87 leikum. Seinni hálfleikurinn var svo algjör einstefna heimamanna sem náðu þó ekki að bæta við nema einu marki. Það gerði Coutinho á glæsilegan hátt með skoti fyrir utan teig sem söng í netinu. Everton náðu að koma í veg fyrir frekari niðurlægingu með því að halda haus það sem eftir lifði leiks og niðurstaðan því glæsilegur 4-0 sigur og Liverpool borg því klárlega rauð næstu dagana !
Liverpool: Mignolet, Clyne, Lovren, Sakho, Moreno, Lucas, Milner (Ibe, 81. mín.), Lallana, Coutinho, Firmino (Allen, 66. mín.), Origi (Sturridge, 54. mín.). Ónotaðir varamenn: Ward, Toure, Smith, Stewart.
Mörk Liverpool: Divock Origi (43. mín.), Mamadou Sakho (45. mín.), Daniel Sturridge (61. mín.) og Philippe Coutinho (76. mín.).
Gult spjald: James Milner.
Everton: Robles, Oviedo, Stones (Pienaar, 62. mín.), Funes Mori, Baines, McCarthy, Barry (Besic, 45. mín.), Mirallas, Barkley (Cleverley, 58. mín.), Lennon, Lukaku. Ónotaðir varamenn: Howard, Niasse, Osman, Deulofeu.
Gult spjald: Aaron Lennon.
Rautt spjald: Funes Mori.
Maður leiksins: James Milner fær nafnbótina að þessu sinni þó svo að allir leikmenn liðsins hafi staðið sig frábærlega í leiknum. Hann átti tvær stoðsendingar og var sem fyrr gríðarlega öflugur út um allan völl. Milner hefur það sem af er þessu ári átt 11 stoðsendingar og geri aðrir betur.
Áhorfendur á Anfield: 43.854.
Jurgen Klopp: ,,Þetta var virkilega erfitt fyrir Everton, rautt spjald, meiðsli og andstæðingurinn góður. Í seinni hálfleik breyttist leikurinn algjörlega við þetta rauða spjald og svo þurfti John Stones að fara útaf vegna meiðsla og Everton í raun án miðvarða það sem eftir var leiks. Þeir hættu að berjast sem er óvanalegt. Nágrannaslagir hafa í gegnum tíðina verið miklir baráttuleikir og þeir verða það eflaust í framtíðinni en þessi leikur var það í raun ekki. Þetta var gott kvöld fyrir okkur, góð úrslit, héldum hreinu og skoruðum fjögur mörk. Önnur lið í kringum okkur unnu líka sína leiki þannig að fátt breyttist þar, en því getum við ekki breytt - við reynum að vinna eins marga leiki og við getum."
Fróðleikur:
- Daniel Sturridge skoraði sitt 50. mark fyrir félagið og það aðeins í 87 leikjum.
- Aðeins Albert Stubbins, Roger Hunt og Fernando Torres hafa náð því að vera fljótari að skora 50 mörk fyrir félagið.
- Sturridge hefur á sínum ferli skorað sex mörk gegn Everton.
- Í fyrsta sinn síðan í maí 2015 tókst okkar mönnum að vinna tvo leiki í röð í deildinni á Anfield.
- Liverpool hefur ekki beðið ósigur í nágrannaslag í síðustu 11 leikjum liðanna.
- Í annað sinn síðan Úrvalsdeildin var sett á laggirnar náðist 4-0 sigur á Everton, í bæði skiptin hefur Roberto Martínez verið stjóri þeirra bláu.
- 21 sinni hefur rauða spjaldið litið dagsins ljós í leik þessara liða og er það met í deildinni.
- Everton hafa fengið 14 rauð spjöld og Liverpool 7.
Hér má sjá myndir úr leiknum.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan