| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Tvö töpuð stig gegn Newcastle
Liverpool missti unnin leik niður í óþarfa jafntefli gegn Newcastle á Anfield í dag. Enn ein mistök Mignolet í markinu reyndust dýrkeypt þegar upp var staðið.
Jürgen klopp gerði fimm breytingar á byrjunarliðinu frá því í leiknum gegn Everton á miðvikudag. Connor Randall, Kolo Toure, Kevin Stewart, Joe Allen og Daniel Sturridge komu inn í stað Clyne, Sakho, Origi, Lucas og Coutinho. Fyrir leik bárust fréttir af því að Mamadou Sakho hefði fallið á lyfjaprófi hjá Liverpool og hann var því ekki í hóp í dag. Nánar um það síðar.
Strax á 2. mínútu var Liverpool komið yfir. Daniel Sturridge tók þá góða sendingu frá Moreno á kassann og smellti boltanum í fjærhornið hjá Newcastle, óverjandi fyrir Darlow í markinu. Óskabyrjun hjá okkar mönnum.
Á 30. mínútu kom síðan mark númer tvö. Þar var Lallana á ferðinni og Moreno aftur með stoðsendingu, hans sjötta á leiktíðinni. Glæsilegt mark og staðan orðin þægileg á Anfield. Liverpool með mikla yfirburði inni á vellinum.
Það er fátt meira af fyrri hálfleik að segja, Liverpool var mun betra liðið og það sást ósköp lítið til gestanna. Staðan 2-0 í hálfleik.
Eftir einungis þriggja mínútna leik í síðari hálfleik voru gestirnir hinsvegar búnir að minnka muninn. Þá skoraði Cisse eftir ágæta sendingu frá Anita. Fyrirgjöfin kom frá hægri kanti og Mignolet hljóp einhvernveginn á Randall og hlunkaðist niður þannig að eftirleikurinn var afar auðveldur hjá Cissé. Skelfilega að verki staðið hjá Belganum og það ekki í fyrsta sinn í vetur. Staðan orðin 2-1 og norðanmenn komnir inn í leikinn.
Á 52. mínútu féll Sturridge við í teignum og vildi fá vítaspyrnu, en Andre Marriner var ekki á sama máli.
Á 66. mínútu jafnaði Colback svo metin fyrr Newcastle eftir alltof mikinn vandræðagang hjá okkar mönnum. Boltinn hafði viðkomu í Lovren og alveg spurning hvort markið verður ekki skráð sem sjálfsmark á Króatann. Tvö slysaleg mörk og hin þægilega hálfleiksstaða fokin út í veður og vind á 20 mínútum. Alls ekki nógu gott.
Það sem eftir lifði leiks gerðist fátt markvert og niðurstaðan á Anfield i dag afar svekkjandi og fullkomlega óþarft jafntefli. Tvö töpuð stig í baráttunni um ásættanlegt sæti í deildinni.
Liverpool: Mignolet, Randall (Coutinho á 71. mín.), Lovren, Toure, Moreno, Milner, Allen (Lucas á 72. mín.), Stewart, Lallana (Ojo á 83. mín.), Firmino, Sturridge. Ónotaðir varamenn: Ward, Skrtel, Smith, Ibe.
Mörk Liverpool: Sturridge á 2. mín. og Lallana á 30. mín.
Gult spjald: Milner.
Newcastle: Darlow, Dummett, Lascelles, Mbemba, Anita, Townsend, Tiote (Shelvey á 83. mín.) Colback, Sissoko, Perez (Wijnaldum á 46. mín.), Cissé(Mitrovic á 75. mín.). Ónotaðir varamenn: Woodman, Aarons, Mbabu, DeJong.
Mörk Newcastle: Cisse á 46. mín og Colback á 66. mín.
Gult spjald: Tioté.
Áhorfendur á Anfield Road: 43.837
Maður leiksins: Maður er ekki í sérstöku stuði til að velja mann leiksins en mér fannst bestu menn Liverpool í dag Lovren, Lallana, Moreno og Sturridge. Lovren var óheppinn í seinna markinu og Lallana týndist aðeins í seinni hálfleik, eins og reyndar flestir í liðinu. Moreno átti tvær stoðsendingar, en hefði átt að gera betur í aðdraganda fyrra marksins. Sturridge skoraði gott mark og var alltaf ógnandi. Gott að sjá að hann virðist alveg höndla 90 mínútur. Ég get ekki gert upp á milli þessara leikmanna, enda algjört aukaatriði hver er skástur í svona svekkjandi leik.
Jürgen Klopp: „Þeir áttu tvö skot og skoruðu tvö mörk. það er engan veginn ásættanlegt. Mér fannst að við hefðum átt að fá víti, en það er önnur saga og afsakar ekki frammistöðuna og niðurstöðuna í dag."
Jürgen klopp gerði fimm breytingar á byrjunarliðinu frá því í leiknum gegn Everton á miðvikudag. Connor Randall, Kolo Toure, Kevin Stewart, Joe Allen og Daniel Sturridge komu inn í stað Clyne, Sakho, Origi, Lucas og Coutinho. Fyrir leik bárust fréttir af því að Mamadou Sakho hefði fallið á lyfjaprófi hjá Liverpool og hann var því ekki í hóp í dag. Nánar um það síðar.
Strax á 2. mínútu var Liverpool komið yfir. Daniel Sturridge tók þá góða sendingu frá Moreno á kassann og smellti boltanum í fjærhornið hjá Newcastle, óverjandi fyrir Darlow í markinu. Óskabyrjun hjá okkar mönnum.
Á 30. mínútu kom síðan mark númer tvö. Þar var Lallana á ferðinni og Moreno aftur með stoðsendingu, hans sjötta á leiktíðinni. Glæsilegt mark og staðan orðin þægileg á Anfield. Liverpool með mikla yfirburði inni á vellinum.
Það er fátt meira af fyrri hálfleik að segja, Liverpool var mun betra liðið og það sást ósköp lítið til gestanna. Staðan 2-0 í hálfleik.
Eftir einungis þriggja mínútna leik í síðari hálfleik voru gestirnir hinsvegar búnir að minnka muninn. Þá skoraði Cisse eftir ágæta sendingu frá Anita. Fyrirgjöfin kom frá hægri kanti og Mignolet hljóp einhvernveginn á Randall og hlunkaðist niður þannig að eftirleikurinn var afar auðveldur hjá Cissé. Skelfilega að verki staðið hjá Belganum og það ekki í fyrsta sinn í vetur. Staðan orðin 2-1 og norðanmenn komnir inn í leikinn.
Á 52. mínútu féll Sturridge við í teignum og vildi fá vítaspyrnu, en Andre Marriner var ekki á sama máli.
Á 66. mínútu jafnaði Colback svo metin fyrr Newcastle eftir alltof mikinn vandræðagang hjá okkar mönnum. Boltinn hafði viðkomu í Lovren og alveg spurning hvort markið verður ekki skráð sem sjálfsmark á Króatann. Tvö slysaleg mörk og hin þægilega hálfleiksstaða fokin út í veður og vind á 20 mínútum. Alls ekki nógu gott.
Það sem eftir lifði leiks gerðist fátt markvert og niðurstaðan á Anfield i dag afar svekkjandi og fullkomlega óþarft jafntefli. Tvö töpuð stig í baráttunni um ásættanlegt sæti í deildinni.
Liverpool: Mignolet, Randall (Coutinho á 71. mín.), Lovren, Toure, Moreno, Milner, Allen (Lucas á 72. mín.), Stewart, Lallana (Ojo á 83. mín.), Firmino, Sturridge. Ónotaðir varamenn: Ward, Skrtel, Smith, Ibe.
Mörk Liverpool: Sturridge á 2. mín. og Lallana á 30. mín.
Gult spjald: Milner.
Newcastle: Darlow, Dummett, Lascelles, Mbemba, Anita, Townsend, Tiote (Shelvey á 83. mín.) Colback, Sissoko, Perez (Wijnaldum á 46. mín.), Cissé(Mitrovic á 75. mín.). Ónotaðir varamenn: Woodman, Aarons, Mbabu, DeJong.
Mörk Newcastle: Cisse á 46. mín og Colback á 66. mín.
Gult spjald: Tioté.
Áhorfendur á Anfield Road: 43.837
Maður leiksins: Maður er ekki í sérstöku stuði til að velja mann leiksins en mér fannst bestu menn Liverpool í dag Lovren, Lallana, Moreno og Sturridge. Lovren var óheppinn í seinna markinu og Lallana týndist aðeins í seinni hálfleik, eins og reyndar flestir í liðinu. Moreno átti tvær stoðsendingar, en hefði átt að gera betur í aðdraganda fyrra marksins. Sturridge skoraði gott mark og var alltaf ógnandi. Gott að sjá að hann virðist alveg höndla 90 mínútur. Ég get ekki gert upp á milli þessara leikmanna, enda algjört aukaatriði hver er skástur í svona svekkjandi leik.
Jürgen Klopp: „Þeir áttu tvö skot og skoruðu tvö mörk. það er engan veginn ásættanlegt. Mér fannst að við hefðum átt að fá víti, en það er önnur saga og afsakar ekki frammistöðuna og niðurstöðuna í dag."
Fróðleikur:
-Þetta var í fjórða sinn sem Jürgen Klopp og Rafa Benítez mætast sem stjórar og í fyrsta sinn sem jafntefli verður niðurstaðan. Allir leikirnir þar á undan höfðu endað með heimasigri, sem lofaði vissulega góðu fyrir leikinn í dag.
-Þetta var 22. viðureign Liverpool og Newcastle á Anfield í Úrvalsdeildinni og einungis 4. jafnteflið. Newcastle hefur einu sinni farið með sigur af hólmi, það var fyrir 22 árum þegar Kevin Keegan stjórnaði Newcastle, en Liverpool hefur unnið 17 sinnum.
-Þetta var einungis 4 stigið sem Newcastle hefur tekist að krækja í á Anfield frá aldamótum. Jafntefli 2002, 2004 og 2012 og svo í dag.
-Simon Mignolet hefur gert 4 afgerandi mistök sem hafa kostað Liverpool mörk og stig í Úrvalsdeildinni í vetur. Í jafnteflunum gegn WBA, Sunderland, Norwich og svo Newcastle í dag. Það eru heil 8 stig. Munar um minna.
-Þetta var 22. viðureign Liverpool og Newcastle á Anfield í Úrvalsdeildinni og einungis 4. jafnteflið. Newcastle hefur einu sinni farið með sigur af hólmi, það var fyrir 22 árum þegar Kevin Keegan stjórnaði Newcastle, en Liverpool hefur unnið 17 sinnum.
-Þetta var einungis 4 stigið sem Newcastle hefur tekist að krækja í á Anfield frá aldamótum. Jafntefli 2002, 2004 og 2012 og svo í dag.
-Simon Mignolet hefur gert 4 afgerandi mistök sem hafa kostað Liverpool mörk og stig í Úrvalsdeildinni í vetur. Í jafnteflunum gegn WBA, Sunderland, Norwich og svo Newcastle í dag. Það eru heil 8 stig. Munar um minna.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!
Fréttageymslan