| Sf. Gutt
TIL BAKA
Köld vatnsgusa á Spáni
Eftir að hafa spilað prýðilega gegn Villarreal á Spáni fékk Liverpool kalda vatnsgusu framan í sig í síðustu sókninni. Eftir 1:0 tap bíður Liverpool erfitt verkefni ef komast á áfram í úrslitaleikinn í Evrópudeildinni.
Það eina sem kom á óvart í liðsuppstillingu Jürgen Klopp var að Roberto Firmino var látinn leiða sóknina. Divock Origi er auðvitað úr leik en flestum þótti líklegt að Daniel Sturridge, sem hefur skorað drjúgt upp á síðkastið, myndi vera í sókninni.
Liverpool hefði átt að komast yfir eftir fimm mínútur þegar Adam Lallana sendi fyrir frá hægri. Boltinn barst til Joe Allen sem fékk fínasta skotfæri frá vítapunktinum en skot hans fór beint á markmann heimamanna. Þarna átti Joe einfaldlega að skora. Um fimm mínútum seinna fékk Roberto Soldado boltann frír eftir aukaspyrnu en þverskot hans fór framhjá. Heimamenn ógnuðu aftur á 20. mínútu þegar Tomas Pina átti gott skot sem Simon Mignolet varði vel. Ekkert mark var skorað í hálfleiknum og leikmenn Liverpool voru búnir að spila vel.
Jordan Ibe kom inn á í hálfleik fyrir Philippe Coutinho. Brasilíumaðurinn hafði verið ólíkur sjálfum sér og eftir leik var upplýst að hann hafi verið lasinn. Heimamenn byrjuðu síðari hálfleikinn af krafti og Cédric Bakambu skallaði í stöngina utanverða eftir horn. Á 65. mínútu sendi James Milner fram á Roberto sem átti gott skot úr vítateignum sem markmaður Villarreal varði í stöng. Þar skall hurð nærri hælum.
Allt stefndi í markalausan leik en undir lokin opnaðist leikurinn. Þegar þrjár mínútur voru eftir komst Cédric Bakambu upp að vítateignum en Simon henti sér niður og varði skot hans í horn. Mjög vel varið hjá Belganum. Um mínútu síðar rauk Alberto Moreno fram frá miðju og inn í vítateiginn en skot hans fór rétt yfir. Vel gert hjá Alberto en hann var illa á verði þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma. Heimamenn náðu snöggri sókn. Diego Suarez komst framhjá Kolo Toure, en Alberto var ekki á sínum stað í vörninni, lék inn í vítateiginn og renndi boltanum svo þvert fyrir markið á Adrian Lopez sem skoraði í autt markið. Sigurmark sem kom eins köld vatnsgusa framan í Liverpool á mildu vorkvöldi. Eftir að hafa spilað vel og átt í litlum vandræðum mátti Liverpool þola tap.
Möguleikar Liverpool á að komast í úrslitaleikinn í Evrópudeildinni minnkuðu mikið við þessi skelfilegu endalok. Á Anfield eftir viku þarf Rauði herinn að ná vopnum sínum og snúa tapstöðu í sigur. Sem betur fer eru alltaf möguleikar fyrir hendi á Anfield!!
Villarreal: Asenjo, Gaspar, Bailly (Musacchio 77. mín.), Ruiz, Costa, Dos Santos (Castillejo 72. mín.), Pina, Soriano, Suarez, Bakambu og Soldado (Lopez 74. mín.). Ónotaðir varamenn: Areola, Samu, Trigueros og Rukavina.
Mark Villarreal: Adrian Lopez (90. mín.).
Gult spjald: Jaume Costa.
Liverpool: Mignolet, Clyne, Lovren, Toure, Moreno, Lucas, Allen, Milner, Coutinho (Ibe 45. mín.), Lallana og Firmino (Benteke 90. mín.). Ónotaðir varamenn: Ward, Sturridge, Skrtel, Smith og Chirivella.
Áhorfendur á El Madrigal: 21.606.
Maður leiksins: Joe Allen. Veilsverjann lék geysilega vel á miðjunni. Hann hefur spilað vel síðustu vikurnar og hann þarf að halda því áfram til loka leiktíðarinnar.
Jürgen Klopp: Ég er ánægður með hvernig við stóðum okkur. Við spiluðum mjög vel á löngum köflum. Villarreal hefur góðu liði á að skipa en það hefur Liverpool líka. Staðreyndin er sú að þetta var bara fyrri leikurinn. Afsakið mig en þetta var bara fyrri leikurinn. Þeir eiga líka eftir að koma til Anfield og við verðum tilbúnir í slaginn þar!
- Þetta er í 17. sinn sem Liverpool leikur í undanúrslitum í Evrópukeppni.
- Liverpool hefur 12 sinnum komist í úrslit.
- Liverpool og Villarreal léku saman í fyrsta skipti í Evrópuleik.
- Villarreal er 124. liðið sem Liverpol spilar á móti í Evrópuleik.
- Þetta var fyrsta tap Liverpool í Evrópuleik á leiktíðinni.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Það eina sem kom á óvart í liðsuppstillingu Jürgen Klopp var að Roberto Firmino var látinn leiða sóknina. Divock Origi er auðvitað úr leik en flestum þótti líklegt að Daniel Sturridge, sem hefur skorað drjúgt upp á síðkastið, myndi vera í sókninni.
Liverpool hefði átt að komast yfir eftir fimm mínútur þegar Adam Lallana sendi fyrir frá hægri. Boltinn barst til Joe Allen sem fékk fínasta skotfæri frá vítapunktinum en skot hans fór beint á markmann heimamanna. Þarna átti Joe einfaldlega að skora. Um fimm mínútum seinna fékk Roberto Soldado boltann frír eftir aukaspyrnu en þverskot hans fór framhjá. Heimamenn ógnuðu aftur á 20. mínútu þegar Tomas Pina átti gott skot sem Simon Mignolet varði vel. Ekkert mark var skorað í hálfleiknum og leikmenn Liverpool voru búnir að spila vel.
Jordan Ibe kom inn á í hálfleik fyrir Philippe Coutinho. Brasilíumaðurinn hafði verið ólíkur sjálfum sér og eftir leik var upplýst að hann hafi verið lasinn. Heimamenn byrjuðu síðari hálfleikinn af krafti og Cédric Bakambu skallaði í stöngina utanverða eftir horn. Á 65. mínútu sendi James Milner fram á Roberto sem átti gott skot úr vítateignum sem markmaður Villarreal varði í stöng. Þar skall hurð nærri hælum.
Allt stefndi í markalausan leik en undir lokin opnaðist leikurinn. Þegar þrjár mínútur voru eftir komst Cédric Bakambu upp að vítateignum en Simon henti sér niður og varði skot hans í horn. Mjög vel varið hjá Belganum. Um mínútu síðar rauk Alberto Moreno fram frá miðju og inn í vítateiginn en skot hans fór rétt yfir. Vel gert hjá Alberto en hann var illa á verði þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma. Heimamenn náðu snöggri sókn. Diego Suarez komst framhjá Kolo Toure, en Alberto var ekki á sínum stað í vörninni, lék inn í vítateiginn og renndi boltanum svo þvert fyrir markið á Adrian Lopez sem skoraði í autt markið. Sigurmark sem kom eins köld vatnsgusa framan í Liverpool á mildu vorkvöldi. Eftir að hafa spilað vel og átt í litlum vandræðum mátti Liverpool þola tap.
Möguleikar Liverpool á að komast í úrslitaleikinn í Evrópudeildinni minnkuðu mikið við þessi skelfilegu endalok. Á Anfield eftir viku þarf Rauði herinn að ná vopnum sínum og snúa tapstöðu í sigur. Sem betur fer eru alltaf möguleikar fyrir hendi á Anfield!!
Villarreal: Asenjo, Gaspar, Bailly (Musacchio 77. mín.), Ruiz, Costa, Dos Santos (Castillejo 72. mín.), Pina, Soriano, Suarez, Bakambu og Soldado (Lopez 74. mín.). Ónotaðir varamenn: Areola, Samu, Trigueros og Rukavina.
Mark Villarreal: Adrian Lopez (90. mín.).
Gult spjald: Jaume Costa.
Liverpool: Mignolet, Clyne, Lovren, Toure, Moreno, Lucas, Allen, Milner, Coutinho (Ibe 45. mín.), Lallana og Firmino (Benteke 90. mín.). Ónotaðir varamenn: Ward, Sturridge, Skrtel, Smith og Chirivella.
Áhorfendur á El Madrigal: 21.606.
Maður leiksins: Joe Allen. Veilsverjann lék geysilega vel á miðjunni. Hann hefur spilað vel síðustu vikurnar og hann þarf að halda því áfram til loka leiktíðarinnar.
Jürgen Klopp: Ég er ánægður með hvernig við stóðum okkur. Við spiluðum mjög vel á löngum köflum. Villarreal hefur góðu liði á að skipa en það hefur Liverpool líka. Staðreyndin er sú að þetta var bara fyrri leikurinn. Afsakið mig en þetta var bara fyrri leikurinn. Þeir eiga líka eftir að koma til Anfield og við verðum tilbúnir í slaginn þar!
Fróðleikur
- Þetta er í 17. sinn sem Liverpool leikur í undanúrslitum í Evrópukeppni.
- Liverpool hefur 12 sinnum komist í úrslit.
- Liverpool og Villarreal léku saman í fyrsta skipti í Evrópuleik.
- Villarreal er 124. liðið sem Liverpol spilar á móti í Evrópuleik.
- Þetta var fyrsta tap Liverpool í Evrópuleik á leiktíðinni.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan