| Heimir Eyvindarson
Liverpool spilaði hádegisleik gegn Swansea í dag. Okkur menn stilltu upp hálfgerðu varaliði og áttu einhvernveginn aldrei sjéns. Lokatölur 3-1 fyrir heimamenn.
Jurgen Klopp gerði 8 breytingar á byrjunarliðinu frá tapleiknum við Villareal á fimmtudagskvöld. Daniel Sturridge, sem sat á bekknum allan leikinn gegn Villareal, byrjaði frammi eins og búist var við. Danny Ward stóð í markinu, eins og Klopp var nánast búinn að lofa á blaðamannafundi á föstudaginn og Martin Skrtel fékk loks sjénsinn. Connor Randall átti að vera í hóp í dag, en vaknaði með vírussýkingu í morgun og því voru einungis sex skiptimenn til taks á bekknum.
Þess má geta að byrjunarlið Liverpool í dag er það yngsta sem liðið hefur nokkurn tímann stillt upp í Úrvalsdeild. Meðalaldurinn 23 ár og 218 dagar. Martin Skrtel var fyrirliði í 6. sinn í vetur og 10. fyrirliði okkar manna á tímabilinu.
Leikurinn byrjaði varfærnislega en eftir c.a. 10 mínútna leik voru heimamenn komnir með undirtökin á miðjunni og lítið sást til okkar manna.
Á 21. mínútu skoraði Andre Ayew síðan fyrsta mark leiksins. Það kom eftir hornspyrnu frá Gylfa Sigurðssyni og að sjálfsögðu var dekkningin hjá okkar mönnum ekki nægilega góð. Orðið verulega þreytandi að horfa upp á þann vandræðagang. Staðan 1-0 á Liberty Stadium.
Fyrsta markskot Liverpool í leiknum kom ekki fyrr en á 25. mínútu þegar Ibe átti frekar slappt skot með vinstri fyrir utan teig. Fabianski í marki Swansea átti ekki í nokkrum erfiðleikum með verjast því.
Á næstu mínútum varði Ward í tvígang mjög vel frá leikmönnum Swansea, en hann kom engum vörnum við þegar Jack Cork fékk að rölta óáreittur að vítateignum og klína boltanum í fjærhornið án þess að nokkur leikmaður Liverpool reyndi að stöðva hann. Óverjandi skot og staðan orðin 2-0. Verðskulduð staða því miður.
Á 36. mínútu átti Ojo góða syrpu sem endaði með góðri sendingu á Sturridge sem vippaði laglega yfir Fabianski, en rétt framhjá markinu. Bestu sóknartilþrif Liverpool í leiknum.
Jürgen Klopp gerði tvær breytingar í leikhléi. Benteke kom inn á fyrir Coutinho og Lucas fyrir Chirivella.
Liverpool byrjaði seinni hálfleikinn af krafti og náði strax undirtökunum, enda höfðu heimamenn bakkað talsvert. Á 65. mínútu náði Liverpool að minnka muninn í eitt mark þegar Benteke skoraði gott mark með skalla eftir hornspyrnu frá Sheyi Ojo. Staðan orðin 1-2 og bjartara yfir Liverpool liðinu.
En einungis tveimur mínútum síðar skoraði Andre Ayew markið sem gerði út um leikinn, eftir hreint ótrúlegan vandræðagang hjá Liverpool. Klúðrið byrjaði þegar Lucas missti boltann á miðjum vallarhelmingi Liverpool og boltinn barst inn í teig þar sem okkar mönnum var eins og venjulega alveg fyrirmunað að koma honum frá, þrátt fyrir fjölmörg tækifæri. Skot Ayew fór í gegnum a.m.k. 3 varnarmenn Liverpool og tveir til viðbótar voru skammt undan. Hörmulegt. Staðan 3-1 og heimamenn endanlega búnir að slökkva í okkar mönnum.
Það sem eftir lifði leiks gerðist ekki margt, fyrir utan það að Brad Smith fékk að líta sitt annað gula spjald á 75. mínútu og þar með rautt. Það var til að kóróna slaka frammistöðu Ástralans í dag.
Leikur Liverpool í dag var allt annað en sannfærandi. Fyrri hálfleikurinn var líklega sá slappasti sem ég hef séð í vetur og seinni var svosem ekkert sérstakur. Ágætt líf í okkar mönnum reyndar fyrstu 20 mínútur seinni hálfleiksins, en þriðja mark Swansea slökkti endanlega í okkar mönnum. Afar svekkjandi tap og eins gott að menn hysji upp um sig buxurnar á fimmtudaginn þegar Villareal kemur í heimsókn á Anfield.
Swansea: Fabianski, Rangel, Amat, Williams, Taylor, Britton (Fulton á 90. mín.), Cork, Sigurdsson, Routledge, Montero (Noughton á 73. mín.), Ayew. Ónotaðir varamenn: Nordfeldt, Naughton, Fernandez, Ki, Fulton, Barrow, Gomis.
Mörk Swansea: Ayew á 21. og 67. mín. og Cork á 33. mín.
Gul spjöld: Rangel og Cork.
Liverpool: Ward, Clyne, Skrtel, Lovren, Smith, Stewart, Chirivella (Lucas á 45. mín.), Ibe (Brannagan á 80. mín.), Ojo, Coutinho (Benteke á 45. mín.), Sturridge. Ónotaðir varamenn: Mignolet, Lallana, Teixeira.
Mark Liverpool: Benteke á 65. mín.
Gul spjöld: Smith (2 stk=rautt), Skrtel og Clyne.
Maður leiksins: Mér dettur enginn í hug.
Jürgen Klopp: „Þetta var svekkjandi tap. Þeir höfðu of lítið fyrir mörkunum og okkar frammistaða var alls ekki í lagi." Aðspurður um það afhverju hann lét Daniel Sturridge spila heilar 90 mínútur í dag svaraði hann því til að Sturridge hefði beðið um það. „Ég talaði við Sturridge í leikhléi og hann bað um að fá að klára leikinn. Það er í lagi. Það eru fjórir dagar í næsta leik og hann er í góðu formi."
- Pedro Chirivella var í byrjunarliði Liverpool í dag, í sínum fyrsta Úrvalsdeildarleik fyrir félagið. Cameron Brannagan sem kom inn á undir lok leiksins var sömuleiðis að leika sinn fyrsta Úrvalsdeildarleik fyrir félagið.
-Martin Skrtel var fyrirliði Liverpool í dag í 6. sinn í vetur. Þetta var jafnframt fjórða tap hans í vetur með fyrirliðabandið, sem er ekkert til að státa sig af.
-Þetta var sögulegur sigur hjá Swansea en liðið hefur nú unnið fjóra leiki í röð á heimavelli í efstu deild, en það gerðist síðast árið 1982. Þá er þetta einnig í fyrsta sinn í vetur sem Swansea nær að skora þrjú mörk í einum og sama leiknum, sem segir heilmikið um varnartilburði Liverpool í dag.
-Þetta var einungis í annað sinn í sögu Úrvalsdeildar sem Swansea nær að leggja Liverpool að velli. Hitt tapið kom í maí 2013.
TIL BAKA
Hörmulegt tap gegn Swansea
Jurgen Klopp gerði 8 breytingar á byrjunarliðinu frá tapleiknum við Villareal á fimmtudagskvöld. Daniel Sturridge, sem sat á bekknum allan leikinn gegn Villareal, byrjaði frammi eins og búist var við. Danny Ward stóð í markinu, eins og Klopp var nánast búinn að lofa á blaðamannafundi á föstudaginn og Martin Skrtel fékk loks sjénsinn. Connor Randall átti að vera í hóp í dag, en vaknaði með vírussýkingu í morgun og því voru einungis sex skiptimenn til taks á bekknum.
Þess má geta að byrjunarlið Liverpool í dag er það yngsta sem liðið hefur nokkurn tímann stillt upp í Úrvalsdeild. Meðalaldurinn 23 ár og 218 dagar. Martin Skrtel var fyrirliði í 6. sinn í vetur og 10. fyrirliði okkar manna á tímabilinu.
Á 21. mínútu skoraði Andre Ayew síðan fyrsta mark leiksins. Það kom eftir hornspyrnu frá Gylfa Sigurðssyni og að sjálfsögðu var dekkningin hjá okkar mönnum ekki nægilega góð. Orðið verulega þreytandi að horfa upp á þann vandræðagang. Staðan 1-0 á Liberty Stadium.
Fyrsta markskot Liverpool í leiknum kom ekki fyrr en á 25. mínútu þegar Ibe átti frekar slappt skot með vinstri fyrir utan teig. Fabianski í marki Swansea átti ekki í nokkrum erfiðleikum með verjast því.
Á næstu mínútum varði Ward í tvígang mjög vel frá leikmönnum Swansea, en hann kom engum vörnum við þegar Jack Cork fékk að rölta óáreittur að vítateignum og klína boltanum í fjærhornið án þess að nokkur leikmaður Liverpool reyndi að stöðva hann. Óverjandi skot og staðan orðin 2-0. Verðskulduð staða því miður.
Á 36. mínútu átti Ojo góða syrpu sem endaði með góðri sendingu á Sturridge sem vippaði laglega yfir Fabianski, en rétt framhjá markinu. Bestu sóknartilþrif Liverpool í leiknum.
Jürgen Klopp gerði tvær breytingar í leikhléi. Benteke kom inn á fyrir Coutinho og Lucas fyrir Chirivella.
Liverpool byrjaði seinni hálfleikinn af krafti og náði strax undirtökunum, enda höfðu heimamenn bakkað talsvert. Á 65. mínútu náði Liverpool að minnka muninn í eitt mark þegar Benteke skoraði gott mark með skalla eftir hornspyrnu frá Sheyi Ojo. Staðan orðin 1-2 og bjartara yfir Liverpool liðinu.
En einungis tveimur mínútum síðar skoraði Andre Ayew markið sem gerði út um leikinn, eftir hreint ótrúlegan vandræðagang hjá Liverpool. Klúðrið byrjaði þegar Lucas missti boltann á miðjum vallarhelmingi Liverpool og boltinn barst inn í teig þar sem okkar mönnum var eins og venjulega alveg fyrirmunað að koma honum frá, þrátt fyrir fjölmörg tækifæri. Skot Ayew fór í gegnum a.m.k. 3 varnarmenn Liverpool og tveir til viðbótar voru skammt undan. Hörmulegt. Staðan 3-1 og heimamenn endanlega búnir að slökkva í okkar mönnum.
Það sem eftir lifði leiks gerðist ekki margt, fyrir utan það að Brad Smith fékk að líta sitt annað gula spjald á 75. mínútu og þar með rautt. Það var til að kóróna slaka frammistöðu Ástralans í dag.
Leikur Liverpool í dag var allt annað en sannfærandi. Fyrri hálfleikurinn var líklega sá slappasti sem ég hef séð í vetur og seinni var svosem ekkert sérstakur. Ágætt líf í okkar mönnum reyndar fyrstu 20 mínútur seinni hálfleiksins, en þriðja mark Swansea slökkti endanlega í okkar mönnum. Afar svekkjandi tap og eins gott að menn hysji upp um sig buxurnar á fimmtudaginn þegar Villareal kemur í heimsókn á Anfield.
Swansea: Fabianski, Rangel, Amat, Williams, Taylor, Britton (Fulton á 90. mín.), Cork, Sigurdsson, Routledge, Montero (Noughton á 73. mín.), Ayew. Ónotaðir varamenn: Nordfeldt, Naughton, Fernandez, Ki, Fulton, Barrow, Gomis.
Mörk Swansea: Ayew á 21. og 67. mín. og Cork á 33. mín.
Gul spjöld: Rangel og Cork.
Liverpool: Ward, Clyne, Skrtel, Lovren, Smith, Stewart, Chirivella (Lucas á 45. mín.), Ibe (Brannagan á 80. mín.), Ojo, Coutinho (Benteke á 45. mín.), Sturridge. Ónotaðir varamenn: Mignolet, Lallana, Teixeira.
Mark Liverpool: Benteke á 65. mín.
Gul spjöld: Smith (2 stk=rautt), Skrtel og Clyne.
Maður leiksins: Mér dettur enginn í hug.
Jürgen Klopp: „Þetta var svekkjandi tap. Þeir höfðu of lítið fyrir mörkunum og okkar frammistaða var alls ekki í lagi." Aðspurður um það afhverju hann lét Daniel Sturridge spila heilar 90 mínútur í dag svaraði hann því til að Sturridge hefði beðið um það. „Ég talaði við Sturridge í leikhléi og hann bað um að fá að klára leikinn. Það er í lagi. Það eru fjórir dagar í næsta leik og hann er í góðu formi."
Fróðleikur:
- Pedro Chirivella var í byrjunarliði Liverpool í dag, í sínum fyrsta Úrvalsdeildarleik fyrir félagið. Cameron Brannagan sem kom inn á undir lok leiksins var sömuleiðis að leika sinn fyrsta Úrvalsdeildarleik fyrir félagið.
-Martin Skrtel var fyrirliði Liverpool í dag í 6. sinn í vetur. Þetta var jafnframt fjórða tap hans í vetur með fyrirliðabandið, sem er ekkert til að státa sig af.
-Þetta var sögulegur sigur hjá Swansea en liðið hefur nú unnið fjóra leiki í röð á heimavelli í efstu deild, en það gerðist síðast árið 1982. Þá er þetta einnig í fyrsta sinn í vetur sem Swansea nær að skora þrjú mörk í einum og sama leiknum, sem segir heilmikið um varnartilburði Liverpool í dag.
-Þetta var einungis í annað sinn í sögu Úrvalsdeildar sem Swansea nær að leggja Liverpool að velli. Hitt tapið kom í maí 2013.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!
Fréttageymslan