| Sf. Gutt
Það var enginn bilbugur á Kolo Toure eftir tapið fyrir Villarreal á Spáni. Hann segir að leikmenn Liverpool ætli sér að reyna að endurtaka það sem þeir gerðu á móti Borussia Dortmund í seinni leiknum á móti Villarreal. Annað dugar ekki því spænska liðið leiðir eftir fyrri leikinn. Kolo hafði meðal annars þetta að segja eftir leikinn á Spáni.
,,Við horfum til þess sem var jákvætt og það er annar leikur eftir. Við áttum marktækifæri en okkur tókst ekki að skora og svoleiðis gengur það stundum í knattspyrnunni. Við sýnum í seinni leiknum við Dortmund að við getum brugðist við þegar staðan er ekki góð og við munum gera það í næsta leik."
,,Liðið spilaði vel, við sköpuðum okkur færi og spiluðum boltanum mjög vel. Þeir skoruðu gríðarlega mikilvægt mark undir lokin en svona getur þetta verið. Við vitum að við getum þetta. Við þurfum bara að læra af mistökum okkar og reyna að gera það sama og við gerðum á móti Dortmund."
Vonandi gengur allt upp á móti Villarreal í seinni leiknum á Anfield. Víst er að spænska liðið mun eiga fullt í fangi með að verja fenginn hlut frá fyrri leiknum.
TIL BAKA
Munum reyna að endurtaka leikinn

,,Við horfum til þess sem var jákvætt og það er annar leikur eftir. Við áttum marktækifæri en okkur tókst ekki að skora og svoleiðis gengur það stundum í knattspyrnunni. Við sýnum í seinni leiknum við Dortmund að við getum brugðist við þegar staðan er ekki góð og við munum gera það í næsta leik."
,,Liðið spilaði vel, við sköpuðum okkur færi og spiluðum boltanum mjög vel. Þeir skoruðu gríðarlega mikilvægt mark undir lokin en svona getur þetta verið. Við vitum að við getum þetta. Við þurfum bara að læra af mistökum okkar og reyna að gera það sama og við gerðum á móti Dortmund."
Vonandi gengur allt upp á móti Villarreal í seinni leiknum á Anfield. Víst er að spænska liðið mun eiga fullt í fangi með að verja fenginn hlut frá fyrri leiknum.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Næsta víst! -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu -
| Heimir Eyvindarson
Hvað sem hver segir -
| Sf. Gutt
Fyrsta deildartapið frá í haust! -
| Sf. Gutt
Gríðarlega mikilvægur sigur! -
| Mummi
Aðalfundur Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Hundraðasti sigur Liverpool á Everton! -
| Sf. Gutt
Í síðasta sinn í gegnum Stanley garðinn! -
| Heimir Eyvindarson
Hvernig leggst hvíldin í okkar menn
Fréttageymslan