| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Saga undanúrslita
Liverpool hefur áður þurft að spila seinni leik á Anfield í undanúrslitum Evrópukeppni eftir að hafa tapað fyrri leiknum á útivelli 1-0. Sagan er hliðholl okkar mönnum en kemur hún til með að hjálpa á fimmtudagskvöldið ?
Jurgen Klopp var ekki mjög niðurlútur eftir tapið gegn Villarreal á fimmtudagskvöldið var og sagði hann þetta í viðtali eftir leik: ,,Mín fyrsta hugsun eftir að þeir skoruðu og ég horfði á þá alla fagna gríðarlega var: Því miður fyrir ykkur eigið þið eftir að koma á Anfield." Hann bætti svo við: ,,Það er bara hálfleikur."
Í síðustu fjögur af þeim fimm skiptum sem lið hefur verið 1-0 undir í viðureign sinni í undanúrslitum Evrópudeildarinnar (UEFA Cup áður) hefur liðið sem er 1-0 undir og á seinni leikinn eftir á heimavelli komist áfram. Því miður voru það einmitt okkar menn sem eru eina liðið sem ekki hefur tekist að snúa þessum úrslitum sér í hag en árið 2010 unnu okkar menn 2-1 sigur á Atletico Madrid á Anfield en það dugði ekki til. Mark Diego Forlan í framlengingu gerði það að verkum að spænska liðið fór í úrslitaleikinn á útivallarmarki.
Þetta var semsagt í síðasta skiptið sem Liverpool voru í undanúrslitum með 1-0 tap á bakinu fyrir seinni leikinn á Anfield, en hvernig hefur þetta verið á árum áður í sögu félagsins eftir að hafa tapað fyrri leiknum 1-0 ?
Árið 1966 mættu okkar menn Celtic í undanúrslitum Evrópukeppni bikarhafa. Fyrri leikurinn fór fram á Celtic Park fyrir framan 76.000 áhorfendur. Bobby Lennox skoraði eina mark leiksins fyrir Skotana í leik sem þótti frekar leiðinlegur á að horfa en Skotarnir héldu margir hverjir að forystan myndi duga.
Sú varð þó ekki raunin því Liverpool vann á Anfield 2-0 með mörkum frá Tommy Smith og Geoff Strong. Liverpool tapaði svo í úrslitaleik fyrir Borussia Dortmund.
Árið 1971 voru okkar menn í undanúrslitum Evrópukeppni félagsliða sem þá hét Fairs Cup gegn Leeds United. Fyrri leikurinn fór fram á Anfield þar sem Leeds unnu 1-0 með marki frá Billy Bremner. Seinni leikurinn endaði markalaus 0-0 og Leeds unnu svo Juventus í úrslitum keppninnar. Liverpool þurfti því að bíða í tvö ár í viðbót eftir því að vinna þennan eftirsótta bikar.
Það var svo ekki fyrr en árið 2007 að okkar menn mættu til leiks í seinni leik undanúrslita eftir að hafa tapað 1-0. Mótherjinn var Chelsea eins og svo margir muna en Joe Cole skoraði eina mark leiksins á Stamford Bridge. Frábært mark frá Daniel Agger í fyrri hálfleik jafnaði metin og leikurinn fór í framlengingu og vítaspyrnukeppni. Þar skoruðu okkar menn úr fjórum spyrnum gegn tveimur Chelsea manna en Pepe Reina var hetja liðsins, varði spyrnur frá Geremi og Arjen Robben.
Eins og áður sagði var það svo árið 2010 sem okkar menn töpuðu í undanúrslitum gegn Atletico Madrid.
Hér eru svo staðreyndir sem gætu gefið góð merki fyrir leikinn gegn Villarreal.
Liverpool hafa einungis tapað þrisvar sinnum í seinni leik í undanúrslitum Evrópukeppni, heima og að heiman.
Í sögu félagsins hefur liðið unnið 89% af heimaleikjum í undanúrslitum samanborið við 57% þeirra leikja þar sem fyrsti leikurinn hefur verið spilaður á Anfield.
Þetta er í 17. skipti sem Liverpool er í undanúrslitum Evrópukeppni, síðast gerðist það árið 2010 og liðið reynir nú að komast í sinn 12. úrslitaleik.
Í níu skipti hefur liðið spilað seinni leikinn á Anfield, unnið 8 og einu sinni gert jafntefli. Eina skiptið sem ekki tókst að vinna var árið 1976 þegar 1-1 jafntefli gegn Barcelona dugði til að koma liðinu í úrslitaleikinn.
Heilt yfir hefur félagið unnið 12, gert jafntefli í þremur og tapað einum af undanúrslitaleikjum sínum í Evrópukeppni á heimavelli. Eina tapið var gegn Leeds United árið 1971 eins og áður sagði.
Í þrjú af fimm skiptum hefur liðinu tekist að komast í úrslitaleikinn eftir að hafa tapað fyrri leiknum á útivelli. Celtic 1966, Borussia Mönchengladbach árið 1978 og Chelsea 2007 voru allt gleðistundir en árið 1997 gegn PSG og 2010 gegn Atletico Madrid tókst liðinu ekki að komast í úrslitaleikinn.
Jurgen Klopp var ekki mjög niðurlútur eftir tapið gegn Villarreal á fimmtudagskvöldið var og sagði hann þetta í viðtali eftir leik: ,,Mín fyrsta hugsun eftir að þeir skoruðu og ég horfði á þá alla fagna gríðarlega var: Því miður fyrir ykkur eigið þið eftir að koma á Anfield." Hann bætti svo við: ,,Það er bara hálfleikur."
Í síðustu fjögur af þeim fimm skiptum sem lið hefur verið 1-0 undir í viðureign sinni í undanúrslitum Evrópudeildarinnar (UEFA Cup áður) hefur liðið sem er 1-0 undir og á seinni leikinn eftir á heimavelli komist áfram. Því miður voru það einmitt okkar menn sem eru eina liðið sem ekki hefur tekist að snúa þessum úrslitum sér í hag en árið 2010 unnu okkar menn 2-1 sigur á Atletico Madrid á Anfield en það dugði ekki til. Mark Diego Forlan í framlengingu gerði það að verkum að spænska liðið fór í úrslitaleikinn á útivallarmarki.
Þetta var semsagt í síðasta skiptið sem Liverpool voru í undanúrslitum með 1-0 tap á bakinu fyrir seinni leikinn á Anfield, en hvernig hefur þetta verið á árum áður í sögu félagsins eftir að hafa tapað fyrri leiknum 1-0 ?
Árið 1966 mættu okkar menn Celtic í undanúrslitum Evrópukeppni bikarhafa. Fyrri leikurinn fór fram á Celtic Park fyrir framan 76.000 áhorfendur. Bobby Lennox skoraði eina mark leiksins fyrir Skotana í leik sem þótti frekar leiðinlegur á að horfa en Skotarnir héldu margir hverjir að forystan myndi duga.
Sú varð þó ekki raunin því Liverpool vann á Anfield 2-0 með mörkum frá Tommy Smith og Geoff Strong. Liverpool tapaði svo í úrslitaleik fyrir Borussia Dortmund.
Árið 1971 voru okkar menn í undanúrslitum Evrópukeppni félagsliða sem þá hét Fairs Cup gegn Leeds United. Fyrri leikurinn fór fram á Anfield þar sem Leeds unnu 1-0 með marki frá Billy Bremner. Seinni leikurinn endaði markalaus 0-0 og Leeds unnu svo Juventus í úrslitum keppninnar. Liverpool þurfti því að bíða í tvö ár í viðbót eftir því að vinna þennan eftirsótta bikar.
Það var svo ekki fyrr en árið 2007 að okkar menn mættu til leiks í seinni leik undanúrslita eftir að hafa tapað 1-0. Mótherjinn var Chelsea eins og svo margir muna en Joe Cole skoraði eina mark leiksins á Stamford Bridge. Frábært mark frá Daniel Agger í fyrri hálfleik jafnaði metin og leikurinn fór í framlengingu og vítaspyrnukeppni. Þar skoruðu okkar menn úr fjórum spyrnum gegn tveimur Chelsea manna en Pepe Reina var hetja liðsins, varði spyrnur frá Geremi og Arjen Robben.
Eins og áður sagði var það svo árið 2010 sem okkar menn töpuðu í undanúrslitum gegn Atletico Madrid.
Hér eru svo staðreyndir sem gætu gefið góð merki fyrir leikinn gegn Villarreal.
Liverpool hafa einungis tapað þrisvar sinnum í seinni leik í undanúrslitum Evrópukeppni, heima og að heiman.
Í sögu félagsins hefur liðið unnið 89% af heimaleikjum í undanúrslitum samanborið við 57% þeirra leikja þar sem fyrsti leikurinn hefur verið spilaður á Anfield.
Þetta er í 17. skipti sem Liverpool er í undanúrslitum Evrópukeppni, síðast gerðist það árið 2010 og liðið reynir nú að komast í sinn 12. úrslitaleik.
Í níu skipti hefur liðið spilað seinni leikinn á Anfield, unnið 8 og einu sinni gert jafntefli. Eina skiptið sem ekki tókst að vinna var árið 1976 þegar 1-1 jafntefli gegn Barcelona dugði til að koma liðinu í úrslitaleikinn.
Heilt yfir hefur félagið unnið 12, gert jafntefli í þremur og tapað einum af undanúrslitaleikjum sínum í Evrópukeppni á heimavelli. Eina tapið var gegn Leeds United árið 1971 eins og áður sagði.
Í þrjú af fimm skiptum hefur liðinu tekist að komast í úrslitaleikinn eftir að hafa tapað fyrri leiknum á útivelli. Celtic 1966, Borussia Mönchengladbach árið 1978 og Chelsea 2007 voru allt gleðistundir en árið 1997 gegn PSG og 2010 gegn Atletico Madrid tókst liðinu ekki að komast í úrslitaleikinn.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan