| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Spáð í spilin
Eftir magnað Evrópukvöld á Anfield á fimmtudaginn tekur Úrvalsdeildin aftur við á morgun þegar Watford kemur í heimsókn á Anfield.
Watford er eldgamall klúbbur, stofnaður 1881, en fáir veittu liðinu nokkra eftirtekt fyrr en 1976 þegar stórstjarnan Elton John kom inn með fullt af peningum og gerðist stjórnarformaður og aðaleigandi félagsins, sem þá var nýfallið í fjórðu deild. Þess má geta að þetta var fyrir daga Úrvalsdeildarinnar þannig að fjórða deild í þá daga var einfaldlega fjórða neðsta deildin. Ekkert verið að flækja málin í þá daga. Þess má einnig geta að einn af framkvæmdastjórum Watford á árunum fyrir Elton John var George Kirby, sem seinna átti eftir að gera góða hluti sem þjálfari ÍA. En það er nú önnur saga.
Elton John hét stuðningsmönnum liðsins því að hörmungardagar þess væru að baki. Nú lægi leiðin upp á við. Alla leið í efstu deild.
Í apríl 1977 rak hann Mike Keen, sem hafði tekið við af Kirby, og réð Graham Taylor, sem síðar varð landsliðsþjálfari Englands, sem stjóra. Á fyrstu tveimur leiktíðunum undir stjórn Taylor fór liðið upp um tvær deildir.
Á fyrsta tímabili sínu í 2. deild hafnaði liðið í 18. sæti, 9. sæti á leiktíðinni þar á eftir og leiktíðina 1981-1982 hafnaði liðið í 2. sæti í næstefstu deild og tryggði sér þar með sæti í 1. deild. Á 5 leiktíðum hafði Graham Taylor tekist að koma liðinu úr 4. deild upp í þá efstu. Ótrúlegt ævintýri.
Lífið í efstu deild byrjaði með látum og Watford vann fjóra fyrstu leiki tímabilsins 1982-1983 og tyllti sér á topinn. Fáir áttu von á því að spútnikliðið myndi halda lengi út í toppbaráttunni, en svo fór að lokum að liðið hafnaði í 2. sæti efstu deildar um vorið, sem er besti árangur Watford í sögunni. Liðið endaði með 71 stig, einu stigi á undan Manchester United en ellefu stigum á eftir Englandsmeisturum Liverpool sem sigruðu deildina með miklum yfirburðum á síðustu leiktíð liðsins undir stjórn Bob Paisley.
Helsta stjarna Watford á leiktíðinni var Luther Blissett sem varð markahæstur í deildinni með 27 mörk og var seldur til AC Milan um sumarið fyrir metfé. Annar leikmaður sem fór mikinn fyrir Watford á þessum tíma var snillingurinn John Barnes, sem seinna átti eftir að gera frábæra hluti með Liverpool - og vera heiðursgestur á árshátíð Liverpoolklúbbsins á Íslandi svo fátt eitt sé talið.
Graham Taylor stjórnaði Watford út leiktíðina 1986-1987, en þá tók hann við liði Aston Villa. Eftir brotthvarf Taylors fór að halla undan fæti og liðið féll í 2. deild strax á næstu leiktíð.
Taylor kom síðan aftur til starfa hjá Watford í febrúar 1996, en þá var liðið í fallbaráttu í næstefstu deild. Honum tókst þó ekki að bjarga liðinu frá falli.
Leiktíðina þar á eftir gerðist hann Director of football hjá félaginu en gerði Kenny Jackett fyrrum leikmann félagsins frá gullaldarárunum að stjóra. Undir stjórn Jackett hafnaði liðið um miðja 2. deild (sem þá var orðin þriðja efsta deildin, með tilkomu Úrvalsdeildarinnar) á leiktíðinni 1996-1997.
Leiktíðina 1997-1998 kom Elton John aftur að málum og gerðist stjórnarformaður eftir nokkurra ára hlé. Taylor var gerður að knattspyrnustjóra, með Jackett sem aðstoðarmann. Þessi flétta gekk ljómandi vel og liðið sigraði 2. deild þá um vorið og komst upp úr 1. deildinni vorið þar á eftir. Á fyrsta tímabili félagsins í Úrvalsdeild 1999-2000 lagði liðið Liverpool að velli í þriðja leik, en fátt annað er eftirminnilegt við frammistöðu Watford þann vetur, nema auðvitað það að Dalvíkingurinn Heiðar Helguson var markahæsti leikmaður liðsins með 6 mörk. Watford endaði tímabilið með 24 stig og hafnaði í síðasta sæti deildarinnar.
Þess má geta að Heiðar Helguson var tekinn inn í Hall of Fame hjá Watford 2014, en hann lék 203 leiki fyrir félagið og skoraði 66 mörk. Annað kunnuglegt andlit í frægðarhöll Watford er markvörðurinn David James, fyrrum leikmaður Liverpool og ÍBV.
Saga Watford verður ekki rakin frekar hér, enda hefur hér aðallega verið dvalið við tíma Graham Taylor og Elton John hjá félaginu. Báðir eru í guðatölu hjá félaginu og á leikvangi félagsins, Vicarage Road, er sitthvor stúkan nefnd eftir þeim félögum.
En þá að okkar mönnum. Leikurinn gegn Villareal á fimmtudagskvöldið var stórkostlegur frá upphafi til enda og stuðningsmenn félagsins um allan heim eru enn að fagna því að liðið sé að fara að spila til úrslita í Evrópudeildinni og þannig í ágætum sjéns á að ná sér í Meistaradeildarsæti, eftir mikið jójó tímabil.
Það þarf ekki að fjölyrða um þær umbreytingar sem orðið hafa á liðinu eftir að Jürgen Klopp tók við því. Stemningin á Anfield hjá leikmönnum, stuðningsmönnum, þjálfaraliðinu - og bara öllum - ber breytingunum gott vitni. Það er virkilega gaman að halda með Liverpool þessa dagana og hægt að segja með talsverðri vissu að framtíðin sé björt. Loksins.
Liverpool á eftir að leika þrjá leiki í Úrvalsdeildinni áður en að úrslitaleiknum í Evrópudeildinni kemur, þann 18. maí í Basel í Sviss. Watford kemur í heimsókn á morgun, Chelsea á miðvikudaginn og síðasti leikurinn í Úrvalsdeild á leiktíðinni verður svo við WBA á Hvitasunnudag, 15. maí.
Það er alveg ljóst að Klopp mun rótera liðinu eins mikið og mögulegt er í þessum leikjum, enda deildin svo að segja búin hjá okkar mönnum, þótt ennþá sé reyndar möguleiki á að enda fyrir ofan Manchester United í vor sem ætti alltaf að vera næg hvatning.
Ég ætla ekki að spá mikið í liðsvalið á morgun. Mér finnst nokkuð öruggt að Sturridge og Can muni hvíla eftir átökin á fimmtudaginn og eins finnst mér líklegt að a.m.k. Lallana, Firmino og Coutinho fái hvíld. Hitt verður allt að koma í ljós.
Ég á ekki von á neinum stórleik á morgun og finnst satt að segja ólíklegt að Liverpool nái að gíra sig upp í leik gegn Watford eftir flugeldasýninguna á fimmtudaginn og spennufallið sem hlýtur að hafa fylgt í kjölfarið. Maður skyldi þó aldrei segja aldrei og maður verður jú alltaf að vera bjartsýnn.
Ég spái 2-1 sigri Liverpool á morgun. Ég ætla að segja að mörkin komi frá Lucas og Benteke, sem er reyndar kannski fullmikil bjartsýni.
YNWA!
Elton John hét stuðningsmönnum liðsins því að hörmungardagar þess væru að baki. Nú lægi leiðin upp á við. Alla leið í efstu deild.
Í apríl 1977 rak hann Mike Keen, sem hafði tekið við af Kirby, og réð Graham Taylor, sem síðar varð landsliðsþjálfari Englands, sem stjóra. Á fyrstu tveimur leiktíðunum undir stjórn Taylor fór liðið upp um tvær deildir.
Á fyrsta tímabili sínu í 2. deild hafnaði liðið í 18. sæti, 9. sæti á leiktíðinni þar á eftir og leiktíðina 1981-1982 hafnaði liðið í 2. sæti í næstefstu deild og tryggði sér þar með sæti í 1. deild. Á 5 leiktíðum hafði Graham Taylor tekist að koma liðinu úr 4. deild upp í þá efstu. Ótrúlegt ævintýri.
Lífið í efstu deild byrjaði með látum og Watford vann fjóra fyrstu leiki tímabilsins 1982-1983 og tyllti sér á topinn. Fáir áttu von á því að spútnikliðið myndi halda lengi út í toppbaráttunni, en svo fór að lokum að liðið hafnaði í 2. sæti efstu deildar um vorið, sem er besti árangur Watford í sögunni. Liðið endaði með 71 stig, einu stigi á undan Manchester United en ellefu stigum á eftir Englandsmeisturum Liverpool sem sigruðu deildina með miklum yfirburðum á síðustu leiktíð liðsins undir stjórn Bob Paisley.
Helsta stjarna Watford á leiktíðinni var Luther Blissett sem varð markahæstur í deildinni með 27 mörk og var seldur til AC Milan um sumarið fyrir metfé. Annar leikmaður sem fór mikinn fyrir Watford á þessum tíma var snillingurinn John Barnes, sem seinna átti eftir að gera frábæra hluti með Liverpool - og vera heiðursgestur á árshátíð Liverpoolklúbbsins á Íslandi svo fátt eitt sé talið.
Graham Taylor stjórnaði Watford út leiktíðina 1986-1987, en þá tók hann við liði Aston Villa. Eftir brotthvarf Taylors fór að halla undan fæti og liðið féll í 2. deild strax á næstu leiktíð.
Taylor kom síðan aftur til starfa hjá Watford í febrúar 1996, en þá var liðið í fallbaráttu í næstefstu deild. Honum tókst þó ekki að bjarga liðinu frá falli.
Leiktíðina þar á eftir gerðist hann Director of football hjá félaginu en gerði Kenny Jackett fyrrum leikmann félagsins frá gullaldarárunum að stjóra. Undir stjórn Jackett hafnaði liðið um miðja 2. deild (sem þá var orðin þriðja efsta deildin, með tilkomu Úrvalsdeildarinnar) á leiktíðinni 1996-1997.
Leiktíðina 1997-1998 kom Elton John aftur að málum og gerðist stjórnarformaður eftir nokkurra ára hlé. Taylor var gerður að knattspyrnustjóra, með Jackett sem aðstoðarmann. Þessi flétta gekk ljómandi vel og liðið sigraði 2. deild þá um vorið og komst upp úr 1. deildinni vorið þar á eftir. Á fyrsta tímabili félagsins í Úrvalsdeild 1999-2000 lagði liðið Liverpool að velli í þriðja leik, en fátt annað er eftirminnilegt við frammistöðu Watford þann vetur, nema auðvitað það að Dalvíkingurinn Heiðar Helguson var markahæsti leikmaður liðsins með 6 mörk. Watford endaði tímabilið með 24 stig og hafnaði í síðasta sæti deildarinnar.
Þess má geta að Heiðar Helguson var tekinn inn í Hall of Fame hjá Watford 2014, en hann lék 203 leiki fyrir félagið og skoraði 66 mörk. Annað kunnuglegt andlit í frægðarhöll Watford er markvörðurinn David James, fyrrum leikmaður Liverpool og ÍBV.
Saga Watford verður ekki rakin frekar hér, enda hefur hér aðallega verið dvalið við tíma Graham Taylor og Elton John hjá félaginu. Báðir eru í guðatölu hjá félaginu og á leikvangi félagsins, Vicarage Road, er sitthvor stúkan nefnd eftir þeim félögum.
Það þarf ekki að fjölyrða um þær umbreytingar sem orðið hafa á liðinu eftir að Jürgen Klopp tók við því. Stemningin á Anfield hjá leikmönnum, stuðningsmönnum, þjálfaraliðinu - og bara öllum - ber breytingunum gott vitni. Það er virkilega gaman að halda með Liverpool þessa dagana og hægt að segja með talsverðri vissu að framtíðin sé björt. Loksins.
Liverpool á eftir að leika þrjá leiki í Úrvalsdeildinni áður en að úrslitaleiknum í Evrópudeildinni kemur, þann 18. maí í Basel í Sviss. Watford kemur í heimsókn á morgun, Chelsea á miðvikudaginn og síðasti leikurinn í Úrvalsdeild á leiktíðinni verður svo við WBA á Hvitasunnudag, 15. maí.
Það er alveg ljóst að Klopp mun rótera liðinu eins mikið og mögulegt er í þessum leikjum, enda deildin svo að segja búin hjá okkar mönnum, þótt ennþá sé reyndar möguleiki á að enda fyrir ofan Manchester United í vor sem ætti alltaf að vera næg hvatning.
Ég ætla ekki að spá mikið í liðsvalið á morgun. Mér finnst nokkuð öruggt að Sturridge og Can muni hvíla eftir átökin á fimmtudaginn og eins finnst mér líklegt að a.m.k. Lallana, Firmino og Coutinho fái hvíld. Hitt verður allt að koma í ljós.
Ég á ekki von á neinum stórleik á morgun og finnst satt að segja ólíklegt að Liverpool nái að gíra sig upp í leik gegn Watford eftir flugeldasýninguna á fimmtudaginn og spennufallið sem hlýtur að hafa fylgt í kjölfarið. Maður skyldi þó aldrei segja aldrei og maður verður jú alltaf að vera bjartsýnn.
Ég spái 2-1 sigri Liverpool á morgun. Ég ætla að segja að mörkin komi frá Lucas og Benteke, sem er reyndar kannski fullmikil bjartsýni.
YNWA!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan