| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Fínn sigur á Watford
Liverpool tók á móti Watford á Anfield í dag og vann þægilegan 2-0 sigur í 60. leik liðsins á leiktíðinni hvorki meira né minna.
Eins og við var að búast gerði Jürgen Klopp fjölmargar breytingar á liðinu frá Evrópuleiknum á móti Villareal á fimmtudagskvöldið var. Simon Mignolet hélt stöðu sinni í markinu, en eins og við sögðum frá hér á síðunni fyrr í dag þá meiddist Danny Ward á æfingu í vikunni og verður ekki meira með á tímabilinu, en hann hefði að öllum líkindum spilað þennan leik ef hann hefði verið heill. Moreno og Coutinho hófu einnig leik í dag en að öðru leyti fékk byrjunarliðið gegn Villareal hvíld.
Leikurinn var svosem aldrei mjög spennandi en það verður að gefa leikmönnum Liverpool risastórt hrós fyrir að ná að gíra sig upp í deildarleik sem ekki skipti miklu máli, eftir rosalegan Evrópuleik á fimmtudaginn var. Liverpool var mun betra liðið allan tímann, en reyndar tókst leikmönnum Watford að krækja sér í 1-2 færi í hvorum hálfleik.
Fyrsta mark leiksins kom á 35. mínútu. Þá skallaði Benteke boltann laglega fyrir fætur Joe Allen inni í teignum og Walesverjinn náði að renna sér í hann og koma honum í hornið, óverjandi fyrir Gomez í marki Watford. Gott hlaup og góð afgreiðsla hjá Allen og staðan orðin 1-0.
Fátt fleira markvert gerðist í fyrri hálfleiknum. Liverpool var mun meira með boltann, en bjó svosem ekki mikið til. Staðan 1-0 í hálfleik.
í síðari hálfleik var nokkurn veginn það sama upp á teningnum. Liverpool réði lögum og lofum á vellinum en einstaka sinnum komust gestirnir hættulega nálægt því að skora. Þeirra langbesta færi kom á 55. mínútu þegar Ighalo fór agalega illa með varnarmenn Liverpool og náði hörkuskoti á markið af vítateig. Mignolet varði boltann frábærlega í horn, til allrar hamingju. Það hefði verið mjög súrt, en pínu týpískt, að fá á sig mark á þessum tímapunkti eftir að hafa verið u.þ.b. 70-80% með boltann megnið af leiknum.
Á 76. mínútu gerði Roberto Firmino út um leikinn með skoti sem Gomez hefði líklega átt að verja. Ojo vann boltann rétt fyrir utan vítateig gestanna og kom honum á Firmino sem prjónaði sig í gegn og kom ágætu, en frekar kraftlitlu, skoti framhjá Gomez og í netið. Staðan 2-0 og sigurinn svo að segja í höfn. Rétt seinna slapp Ighalo reyndar í gegn en Mignolet sá sem betur fer aftur við honum.
Á síðustu andartökum leiksins var Benteke aðeins hársbreidd frá því að skora eftir laglega sókn Liverpool. Sóknin endaði á því að Brannagan sendi boltann yfir Gomez og á kollinn á Benteke sem var aleinn 2-3 metra frá opnu marki, en sendingin var örfáum millimetrum of há til að hann næði að stýra boltanum í netið. Hefði verið gaman fyrir Belgann að enda ágætan leik á marki.
Liverpool: Mignolet, Flanagan, Skrtel, Lucas, Moreno (Randall á 88. mín.) Stewart, Coutinho (Firmino á 61. mín.), Allen, Ibe, Ojo (Brannagan á 78. mín.), Benteke Ónotaðir varamenn: Bogdan, Chirivella, Toure og Sturridge.
Mörk Liverpool: Allen á 35. mín. og Firmino á 76. mín.
Gult spjald: Flanagan
Watford: Gomez, Suarez (Guedioura á 52. mín.), Britos, Cathcart, Prodi, Watson, Jurado (Berghuis á 57. mín.), Anya, Abdi (Amrabat á 69. mín.), Deeny, Ighalo Ónotaðir varamenn: Pantillimon, Nyom, Ake, Paredes.
Gul spjöld: Berghuis og Britos.
Maður leiksins: Það eru nokkrir sem koma til greina en Joe Allen fær mitt atkvæði í dag.
Jürgen Klopp: „Þessi leikur fer kannski ekki beint á Liverpool safnið fyrir gæði en ég var mjög ánægður með framistöðu liðsins í dag. Þetta var góður sigur. Við eigum enn tvo leiki eftir í deildinni áður en kemur að úrslitaleiknum í Basel. Á miðvikudaginn er sannkallaður stórleikur þegar Liverpool og Chelsea mætast, þeir verða ekki mikið stærri leikirnir þannig að við erum ekkert að fara að slaka á. Ef við slökum á núna þá eigum við engan sjéns í að vinna Evrópudeildina eftir rúma viku. Við verðum bara að halda áfram að spila fótbolta af fullum krafti."
Eins og við var að búast gerði Jürgen Klopp fjölmargar breytingar á liðinu frá Evrópuleiknum á móti Villareal á fimmtudagskvöldið var. Simon Mignolet hélt stöðu sinni í markinu, en eins og við sögðum frá hér á síðunni fyrr í dag þá meiddist Danny Ward á æfingu í vikunni og verður ekki meira með á tímabilinu, en hann hefði að öllum líkindum spilað þennan leik ef hann hefði verið heill. Moreno og Coutinho hófu einnig leik í dag en að öðru leyti fékk byrjunarliðið gegn Villareal hvíld.
Leikurinn var svosem aldrei mjög spennandi en það verður að gefa leikmönnum Liverpool risastórt hrós fyrir að ná að gíra sig upp í deildarleik sem ekki skipti miklu máli, eftir rosalegan Evrópuleik á fimmtudaginn var. Liverpool var mun betra liðið allan tímann, en reyndar tókst leikmönnum Watford að krækja sér í 1-2 færi í hvorum hálfleik.
Fyrsta mark leiksins kom á 35. mínútu. Þá skallaði Benteke boltann laglega fyrir fætur Joe Allen inni í teignum og Walesverjinn náði að renna sér í hann og koma honum í hornið, óverjandi fyrir Gomez í marki Watford. Gott hlaup og góð afgreiðsla hjá Allen og staðan orðin 1-0.
Fátt fleira markvert gerðist í fyrri hálfleiknum. Liverpool var mun meira með boltann, en bjó svosem ekki mikið til. Staðan 1-0 í hálfleik.
í síðari hálfleik var nokkurn veginn það sama upp á teningnum. Liverpool réði lögum og lofum á vellinum en einstaka sinnum komust gestirnir hættulega nálægt því að skora. Þeirra langbesta færi kom á 55. mínútu þegar Ighalo fór agalega illa með varnarmenn Liverpool og náði hörkuskoti á markið af vítateig. Mignolet varði boltann frábærlega í horn, til allrar hamingju. Það hefði verið mjög súrt, en pínu týpískt, að fá á sig mark á þessum tímapunkti eftir að hafa verið u.þ.b. 70-80% með boltann megnið af leiknum.
Á 76. mínútu gerði Roberto Firmino út um leikinn með skoti sem Gomez hefði líklega átt að verja. Ojo vann boltann rétt fyrir utan vítateig gestanna og kom honum á Firmino sem prjónaði sig í gegn og kom ágætu, en frekar kraftlitlu, skoti framhjá Gomez og í netið. Staðan 2-0 og sigurinn svo að segja í höfn. Rétt seinna slapp Ighalo reyndar í gegn en Mignolet sá sem betur fer aftur við honum.
Á síðustu andartökum leiksins var Benteke aðeins hársbreidd frá því að skora eftir laglega sókn Liverpool. Sóknin endaði á því að Brannagan sendi boltann yfir Gomez og á kollinn á Benteke sem var aleinn 2-3 metra frá opnu marki, en sendingin var örfáum millimetrum of há til að hann næði að stýra boltanum í netið. Hefði verið gaman fyrir Belgann að enda ágætan leik á marki.
Liverpool: Mignolet, Flanagan, Skrtel, Lucas, Moreno (Randall á 88. mín.) Stewart, Coutinho (Firmino á 61. mín.), Allen, Ibe, Ojo (Brannagan á 78. mín.), Benteke Ónotaðir varamenn: Bogdan, Chirivella, Toure og Sturridge.
Mörk Liverpool: Allen á 35. mín. og Firmino á 76. mín.
Gult spjald: Flanagan
Watford: Gomez, Suarez (Guedioura á 52. mín.), Britos, Cathcart, Prodi, Watson, Jurado (Berghuis á 57. mín.), Anya, Abdi (Amrabat á 69. mín.), Deeny, Ighalo Ónotaðir varamenn: Pantillimon, Nyom, Ake, Paredes.
Gul spjöld: Berghuis og Britos.
Maður leiksins: Það eru nokkrir sem koma til greina en Joe Allen fær mitt atkvæði í dag.
Jürgen Klopp: „Þessi leikur fer kannski ekki beint á Liverpool safnið fyrir gæði en ég var mjög ánægður með framistöðu liðsins í dag. Þetta var góður sigur. Við eigum enn tvo leiki eftir í deildinni áður en kemur að úrslitaleiknum í Basel. Á miðvikudaginn er sannkallaður stórleikur þegar Liverpool og Chelsea mætast, þeir verða ekki mikið stærri leikirnir þannig að við erum ekkert að fara að slaka á. Ef við slökum á núna þá eigum við engan sjéns í að vinna Evrópudeildina eftir rúma viku. Við verðum bara að halda áfram að spila fótbolta af fullum krafti."
Fróðleikur:
- Liverpool og Watford hafa ekki oft mæst í Úrvalsdeild, enda er Watford ekki tíður gestur þar. Yfirstandandi leiktíð fer einmitt í sögubækur Watford fyrir þær sakir að vera fyrsta leiktíð liðsins í Úrvalsdeild sem ekki endar með falli. Það þarf að fara allt aftur til blómaskeiðs liðsins á 9. áratug síðustu aldar til að finna lengri samfellda veru liðsins í efstu deild, en undir stjórn Graham Taylor (og Elton John) var Watford í efstu deild á árunum 1982-1988.
-Síðast þegar Liverpool og Watford mættust steinlágu okkar menn reyndar 3-0 á Vicarage Road í leik sem líklega fer í sögubækurnar sem alversta frammistaða Liverpool á þessari leiktíð. Adam Bogdán stóð í marki Liverpool í þeim leik, sem var líklega hans síðasti deildarleikur fyrir félagið, enda var frammistaða Ungverjans hrein hörmung.
-Leiktíðina 2006-2007 mættust liðin tvisvar í Úrvalsdeild. Liverpool sigraði 2-0 í báðum umferðum. Craig Bellamy og Xabi Alonso sáu um markaskorunina í fyrri leiknum, en Bellamy og Peter Crouch í seinni leiknum.
-Liverpool hefur aðeins einu sinni tapað fyrir Watford á Anfield í alls 11 leikjum. Það var í upphafi tímabilsins 1999-2000 þegar Watford var nýkomið upp í Úrvalsdeild í fyrsta sinn í sögunni. Watford vann leikinn 0-1 með marki frá Tommy Mooney. Þess má geta að Watford kláraði þá leiktíð ekki eins vel og hún byrjaði því liðið endaði í neðsta sæti Úrvalsdeildar með 24 stig.
-Leikurinn í dag var 26. viðureign Liverpool og Watford í sögunni, en liðið mættust fyrst fyrir tæpum 50 árum, 1967. Liverpool hefur unnið 18 sinnum, Watford fimm sinnum og þrisvar sinnum hefa liðin sæst á skiptan hlut.
-Liverpool hefur nú leikið 11 leiki í röð á Anfield án þess að tapa.
-Liverpool og Watford hafa aldrei gert markalaust jafntefli í deildakeppni.
-Hér er viðtal við Jürgen Klopp af Liverpoolfc.com
-Síðast þegar Liverpool og Watford mættust steinlágu okkar menn reyndar 3-0 á Vicarage Road í leik sem líklega fer í sögubækurnar sem alversta frammistaða Liverpool á þessari leiktíð. Adam Bogdán stóð í marki Liverpool í þeim leik, sem var líklega hans síðasti deildarleikur fyrir félagið, enda var frammistaða Ungverjans hrein hörmung.
-Leiktíðina 2006-2007 mættust liðin tvisvar í Úrvalsdeild. Liverpool sigraði 2-0 í báðum umferðum. Craig Bellamy og Xabi Alonso sáu um markaskorunina í fyrri leiknum, en Bellamy og Peter Crouch í seinni leiknum.
-Liverpool hefur aðeins einu sinni tapað fyrir Watford á Anfield í alls 11 leikjum. Það var í upphafi tímabilsins 1999-2000 þegar Watford var nýkomið upp í Úrvalsdeild í fyrsta sinn í sögunni. Watford vann leikinn 0-1 með marki frá Tommy Mooney. Þess má geta að Watford kláraði þá leiktíð ekki eins vel og hún byrjaði því liðið endaði í neðsta sæti Úrvalsdeildar með 24 stig.
-Leikurinn í dag var 26. viðureign Liverpool og Watford í sögunni, en liðið mættust fyrst fyrir tæpum 50 árum, 1967. Liverpool hefur unnið 18 sinnum, Watford fimm sinnum og þrisvar sinnum hefa liðin sæst á skiptan hlut.
-Liverpool hefur nú leikið 11 leiki í röð á Anfield án þess að tapa.
-Liverpool og Watford hafa aldrei gert markalaust jafntefli í deildakeppni.
-Hér er viðtal við Jürgen Klopp af Liverpoolfc.com
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan