| Sf. Gutt
Liverpool v Chelsea
Það er komið að síðasta leiknum á Anfield á þessu keppnistímabili. Chelsea kemur í heimsókn og Liverpool á möguleika á að bæta stöðu sína í deildinni. Liðið vann sannfærandi 2:0 sigur á Watford á sunnudaginn og það væri sannarlega gott að bæta enda heima á því að vinna sigur.
Fyrrverandi Englandsmeistarar Chelsea eru tíu stigum á eftir Liverpool þegar liðin eiga tvo leiki eftir svo Liverpool mun aldrei enda neðar en í áttunda sæti. Sigur í tveimur síðustu leikjunum gæti komið Liverpool upp í fimmta sæti ef raunsætt er litið á stöðuna. Bæði West Ham United og Manchester United eiga líka tvo leiki eftir þannig að það er nokkuð erfitt að ráða í stöðuna. Það er þó ljóst að nái Liverpol ekki ofar en í áttunda sæti þá fær liðið ekki Evrópusæti. Nema þá að liðið vinni Evrópudeildina og þá bíður sjálf Meistaradeildin.
Liverpool hitti á frábæran leik á Stamford Bridge í lok október og vann öruggan sigur. Þetta var einn af fyrstu leikjum Jürgen Klopp en um leið einn af þeim síðustu sem Jose Mourinho stýrði Englandsmeisturunum. Mikið vatn hefur runnið til sjávar. Þjóðverjinn mun enda leiktíðina á að leiða Liverpool út í úrslitaleik um næst stærsta titil í Evrópuknattspyrnunni en Jose er löngu orðinn atvinnulaus. Miklar breytingar eru framundan hjá Chelsea og allt útlit er á því að John Terry hafi leikið sinn síðasta leik fyrir hönd félagsins síns sem hann hefur leitt með glæsibrag á mesta velgengnistíma í sögu þess. Hann fær ekki einu sinni tækifæri til að kveðja í síðustu tveimur leikjunum því hann er í leikbanni. Liverpool verður fyrir ofan Englandsmeistarana en gæti samt lent í áttunda sæti. Svo verður síðasti heimaleikur Chelsea á þessari leiktíð á móti nýbökuðum arftökum þeirra sem besta liði Englands. Leicester City! Hver hefði trúað því þegar leikirnir röðuðust upp í sumar? Ekki nokkur maður!
Jürgen hvíldi marga af sínum bestu mönnum á móti Watford en mér segir svo hugur að hann muni tefla sínum bestu mönnum fram annað kvöld. Chelsea færði Leicester Englandsmeistaratitilinn í síðustu viku í miklum baráttuleik á móti Tottenham en tapaði svo á móti Sunderland um helgina. Liðið er brotthætt og Liverpool á eftir að sýna góðan leik og ég spái því að Rauði herinn vinni 3:1. Daniel Sturridge skorar tvö mörk og Philippe Coutinho eitt.
Einhverjir leikmenn Liverpool eru á förum og kveðja Anfield í kvöld. Jose Enrique, Jordan Rossiter eru að fara þó ekki sé búið að staðfesta brottför þeirra. Hvað verður um Martin Skrtel, Christan Benteke og kannski einhverja fleiri? Að auki er þetta síðasti leikur Liverpool á Anfield í núverandi mynd. Þegar næsta leiktíð hefst verður nýa Aðalstúkan komin í gagnið. Nýir tímar og væntingar standa til þess að nýi framkvæmdastjórinn stýri liðinu til titilsins sem allir bíða eftir að ári! Leicester tókst að vinna Englandsmeistaratitilinn svo röðin hlýtur að vera komin að Liverpool!
YNWA!!!
TIL BAKA
Spáð í spilin
Liverpool v Chelsea
Það er komið að síðasta leiknum á Anfield á þessu keppnistímabili. Chelsea kemur í heimsókn og Liverpool á möguleika á að bæta stöðu sína í deildinni. Liðið vann sannfærandi 2:0 sigur á Watford á sunnudaginn og það væri sannarlega gott að bæta enda heima á því að vinna sigur.
Fyrrverandi Englandsmeistarar Chelsea eru tíu stigum á eftir Liverpool þegar liðin eiga tvo leiki eftir svo Liverpool mun aldrei enda neðar en í áttunda sæti. Sigur í tveimur síðustu leikjunum gæti komið Liverpool upp í fimmta sæti ef raunsætt er litið á stöðuna. Bæði West Ham United og Manchester United eiga líka tvo leiki eftir þannig að það er nokkuð erfitt að ráða í stöðuna. Það er þó ljóst að nái Liverpol ekki ofar en í áttunda sæti þá fær liðið ekki Evrópusæti. Nema þá að liðið vinni Evrópudeildina og þá bíður sjálf Meistaradeildin.
Liverpool hitti á frábæran leik á Stamford Bridge í lok október og vann öruggan sigur. Þetta var einn af fyrstu leikjum Jürgen Klopp en um leið einn af þeim síðustu sem Jose Mourinho stýrði Englandsmeisturunum. Mikið vatn hefur runnið til sjávar. Þjóðverjinn mun enda leiktíðina á að leiða Liverpool út í úrslitaleik um næst stærsta titil í Evrópuknattspyrnunni en Jose er löngu orðinn atvinnulaus. Miklar breytingar eru framundan hjá Chelsea og allt útlit er á því að John Terry hafi leikið sinn síðasta leik fyrir hönd félagsins síns sem hann hefur leitt með glæsibrag á mesta velgengnistíma í sögu þess. Hann fær ekki einu sinni tækifæri til að kveðja í síðustu tveimur leikjunum því hann er í leikbanni. Liverpool verður fyrir ofan Englandsmeistarana en gæti samt lent í áttunda sæti. Svo verður síðasti heimaleikur Chelsea á þessari leiktíð á móti nýbökuðum arftökum þeirra sem besta liði Englands. Leicester City! Hver hefði trúað því þegar leikirnir röðuðust upp í sumar? Ekki nokkur maður!
Jürgen hvíldi marga af sínum bestu mönnum á móti Watford en mér segir svo hugur að hann muni tefla sínum bestu mönnum fram annað kvöld. Chelsea færði Leicester Englandsmeistaratitilinn í síðustu viku í miklum baráttuleik á móti Tottenham en tapaði svo á móti Sunderland um helgina. Liðið er brotthætt og Liverpool á eftir að sýna góðan leik og ég spái því að Rauði herinn vinni 3:1. Daniel Sturridge skorar tvö mörk og Philippe Coutinho eitt.
Einhverjir leikmenn Liverpool eru á förum og kveðja Anfield í kvöld. Jose Enrique, Jordan Rossiter eru að fara þó ekki sé búið að staðfesta brottför þeirra. Hvað verður um Martin Skrtel, Christan Benteke og kannski einhverja fleiri? Að auki er þetta síðasti leikur Liverpool á Anfield í núverandi mynd. Þegar næsta leiktíð hefst verður nýa Aðalstúkan komin í gagnið. Nýir tímar og væntingar standa til þess að nýi framkvæmdastjórinn stýri liðinu til titilsins sem allir bíða eftir að ári! Leicester tókst að vinna Englandsmeistaratitilinn svo röðin hlýtur að vera komin að Liverpool!
YNWA!!!
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan