| Sf. Gutt
Keppni í efstu deild lýkur á hvítasunnudegi þetta árið. Lokaleikurinn er á útivelli gegn West Bromwich Albion. Liverpool er sem stendur í áttunda sæti og getur með sigri og hagstæðum úrslitum í öðrum leikjum komist upp um tvö sæti. Eins og er hefur Liverpool ekki tryggt Evrópusæti á næstu leiktíð og hvort það tekst á ná því í gegnum deildina er mjög flókið mál. Sem betur fer er þetta ekki síðasti leikur keppnistímabilsins hjá Liverpool. Með sigri á Sevilla í úrslitaleiknum í Evrópudeildinni nær Liverpool sæti í Meistaradeildinni hvernig svo sem deildarkeppnin endar.
Liverpool gerði 1:1 jafntefli við Chelsea á miðvikudagskvöldið og í þeim leik var greinilegt að leikmenn Liverpool voru komnir með hugann til Sviss. Þeir leikmenn sem Jürgen Klopp valdi í þann leik eru líklegir til að ganga til leiks í Basel. Á morgun mun hann örugglega breyta liðinu sínu mikið eins og hann hefur gert fyrir og eftir síðustu Evrópuleiki. Það hefur reyndar komið nokkuð vel út og Liverpool hefur unnið þrjá af þeim fjórum leikjum sem liðinu hefur verið breytt hvað mest í á síðustu vikum. Fáir ef nokkrir, sem hófu leik gegn Chelsea, koma til með að spila á móti W.B.A. En um leið fá þeir sem spila á morgun tækifæri til að vinna sig í áliti fyrir úrslitaleikinn. Þeirra á meðal gætu verið Jordan Henderson og Danny Ings sem haf æft síðustu daga eftir meiðsli.
Sem fyrr segir er Liverpool í áttunda sæti og sú gæti orðið niðurstaðan. Það yrði tveimur sætum neðar en á síðustu leiktíð sem þótti óviðunandi. Sigur á morgun jafnar stigafjölda frá því fyrir ári. Hefur það þá verið til góðs að skipta um framkvæmdastjóra? Svipað staða í deildinni og tap í úrslitaleiknum í Deildarbikarnum í stað þess að komast í tvo undanúrslitaleiki í fyrra.
Þrátt fyrir þetta er ólíku saman að jafna. Það getur brugðið til beggja vona á móti Sevilla en þó allt fari á versta veg í Basel horfa allir með mikilli bjartsýni til komandi leiktíðar. Jürgen Klopp hefur heillað alla hjá Liverpool með sér og allir eru tilbúnir að fylgja foringjanum. Það er óvíst hvernig vegferðin með honum verður en á þessum tímapunkti er allt til staðar svo að liðið geti orðið mun sterkara á næstu leiktíð. Stuðningsmenn, leikmenn og allur Rauði herinn er sameinaður á nýjan leik. En það er alveg á hreinu að liðinu verður að ganga miklu betur í deildinni á næstu leiktíð og Jürgen Klopp veit það manna best!
Það hefur gengið mjög illa hjá W.B.A. í síðustu leikjum og ekki síst á heimavelli. Liverpool gefur ekki kost á að það gengi breytist og endar deildarkeppnina með 1:2 sigri. Christian Benteke og Sheyi Ojo skora mörkin sem tryggja Liverpool sigur á lokaæfingunni fyrir úrslitaleikinn á móti Sevilla. Þó margir séu farnir að hugsa til miðvikudagskvöldsins þá er það alltaf næsti leikur sem skiptir mestu. Eða hvað?
YNWA!
TIL BAKA
Spáð í spilin
West Bromwich Albion v Liverpool
Keppni í efstu deild lýkur á hvítasunnudegi þetta árið. Lokaleikurinn er á útivelli gegn West Bromwich Albion. Liverpool er sem stendur í áttunda sæti og getur með sigri og hagstæðum úrslitum í öðrum leikjum komist upp um tvö sæti. Eins og er hefur Liverpool ekki tryggt Evrópusæti á næstu leiktíð og hvort það tekst á ná því í gegnum deildina er mjög flókið mál. Sem betur fer er þetta ekki síðasti leikur keppnistímabilsins hjá Liverpool. Með sigri á Sevilla í úrslitaleiknum í Evrópudeildinni nær Liverpool sæti í Meistaradeildinni hvernig svo sem deildarkeppnin endar.
Liverpool gerði 1:1 jafntefli við Chelsea á miðvikudagskvöldið og í þeim leik var greinilegt að leikmenn Liverpool voru komnir með hugann til Sviss. Þeir leikmenn sem Jürgen Klopp valdi í þann leik eru líklegir til að ganga til leiks í Basel. Á morgun mun hann örugglega breyta liðinu sínu mikið eins og hann hefur gert fyrir og eftir síðustu Evrópuleiki. Það hefur reyndar komið nokkuð vel út og Liverpool hefur unnið þrjá af þeim fjórum leikjum sem liðinu hefur verið breytt hvað mest í á síðustu vikum. Fáir ef nokkrir, sem hófu leik gegn Chelsea, koma til með að spila á móti W.B.A. En um leið fá þeir sem spila á morgun tækifæri til að vinna sig í áliti fyrir úrslitaleikinn. Þeirra á meðal gætu verið Jordan Henderson og Danny Ings sem haf æft síðustu daga eftir meiðsli.
Sem fyrr segir er Liverpool í áttunda sæti og sú gæti orðið niðurstaðan. Það yrði tveimur sætum neðar en á síðustu leiktíð sem þótti óviðunandi. Sigur á morgun jafnar stigafjölda frá því fyrir ári. Hefur það þá verið til góðs að skipta um framkvæmdastjóra? Svipað staða í deildinni og tap í úrslitaleiknum í Deildarbikarnum í stað þess að komast í tvo undanúrslitaleiki í fyrra.
Þrátt fyrir þetta er ólíku saman að jafna. Það getur brugðið til beggja vona á móti Sevilla en þó allt fari á versta veg í Basel horfa allir með mikilli bjartsýni til komandi leiktíðar. Jürgen Klopp hefur heillað alla hjá Liverpool með sér og allir eru tilbúnir að fylgja foringjanum. Það er óvíst hvernig vegferðin með honum verður en á þessum tímapunkti er allt til staðar svo að liðið geti orðið mun sterkara á næstu leiktíð. Stuðningsmenn, leikmenn og allur Rauði herinn er sameinaður á nýjan leik. En það er alveg á hreinu að liðinu verður að ganga miklu betur í deildinni á næstu leiktíð og Jürgen Klopp veit það manna best!
Það hefur gengið mjög illa hjá W.B.A. í síðustu leikjum og ekki síst á heimavelli. Liverpool gefur ekki kost á að það gengi breytist og endar deildarkeppnina með 1:2 sigri. Christian Benteke og Sheyi Ojo skora mörkin sem tryggja Liverpool sigur á lokaæfingunni fyrir úrslitaleikinn á móti Sevilla. Þó margir séu farnir að hugsa til miðvikudagskvöldsins þá er það alltaf næsti leikur sem skiptir mestu. Eða hvað?
YNWA!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga!
Fréttageymslan