| Sf. Gutt
Úrslitaleikurinn í Evrópudeildinni fer fram á miðvikudagskvöldið. Leikurinn fer fram á St. Jakob leikvanginum í Basel. Leikvangurinn tekur aðeins rúmlega 37.000 áhorfendur og þar af fá Liverpool og Sevilla aðeins rúmlega 10.000 í sinn hlut. Ljóst er að Liverpool hefði getað selt meira en 50.000 miða og því er mikil óánægja með að Knattspyrnusamband Evrópu hafi valið svona lítinn leikvang fyrir úrslitaleikinn.
Ekki er ljóst hversu marga miða Liverpool fær þegar upp er staðið en Sevilla mun ekki selja alla sína. Kannski fær Liverpool af þeim sökum eitthvað fleiri í sinn hlut. En heima í Liverpool verður hægt að horfa leikinn í Echo Arena sem er höll sem hýsir ýmsa viðburði svo sem tónleika. Um 9000 geta horft á leikinn þar.
Það er nokkuð undarlegt að Knattspyrnusamband Evrópu skuli ekki velja aðeins stærri leikvanga fyrir úrslitaleikina í Evrópudeildinni en þangað geta komist lið sem eiga stóra hópa stuðningsmanna. Stærstu leikvangarnir eru jafnan valdir fyrir úrslitaleikina í Meistaradeildinni en það mætti vera millivegur.
Að minnsta kosti er ljóst að miklu fleiri stuðningsmenn Liverpool fara til Basel en hafa miða. Stuðningsmenn Liverpool eru jú þekktir fyrir að fylgja liðinu sínu hvert á land sem er!
TIL BAKA
Óánægja með miðamál
Úrslitaleikurinn í Evrópudeildinni fer fram á miðvikudagskvöldið. Leikurinn fer fram á St. Jakob leikvanginum í Basel. Leikvangurinn tekur aðeins rúmlega 37.000 áhorfendur og þar af fá Liverpool og Sevilla aðeins rúmlega 10.000 í sinn hlut. Ljóst er að Liverpool hefði getað selt meira en 50.000 miða og því er mikil óánægja með að Knattspyrnusamband Evrópu hafi valið svona lítinn leikvang fyrir úrslitaleikinn.
Ekki er ljóst hversu marga miða Liverpool fær þegar upp er staðið en Sevilla mun ekki selja alla sína. Kannski fær Liverpool af þeim sökum eitthvað fleiri í sinn hlut. En heima í Liverpool verður hægt að horfa leikinn í Echo Arena sem er höll sem hýsir ýmsa viðburði svo sem tónleika. Um 9000 geta horft á leikinn þar.
Það er nokkuð undarlegt að Knattspyrnusamband Evrópu skuli ekki velja aðeins stærri leikvanga fyrir úrslitaleikina í Evrópudeildinni en þangað geta komist lið sem eiga stóra hópa stuðningsmanna. Stærstu leikvangarnir eru jafnan valdir fyrir úrslitaleikina í Meistaradeildinni en það mætti vera millivegur.
Að minnsta kosti er ljóst að miklu fleiri stuðningsmenn Liverpool fara til Basel en hafa miða. Stuðningsmenn Liverpool eru jú þekktir fyrir að fylgja liðinu sínu hvert á land sem er!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Vopnahlésdagurinn -
| Sf. Gutt
Mikil jákvæðni hjá félaginu -
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu
Fréttageymslan