| Sf. Gutt
TIL BAKA
Endað á jafntefli
Liverpool endaði deildarkeppnina á jafntefli. Liðið náði, líkt og í síðasta heimaleiknum, að jafna eftir að hafa lent undir. Nú var jafnað 1:1 á móti West Bromwich Albioin á The Hawthorns. Liverpool endaði í áttunda sæti í deildinni.
Eins vitað var umbylti Jürgen Klopp liðinu svo lykilmenn myndu ekki meiðast fyrir úrslitaleikinn í Sviss. Byrjunarliðinu á móti Chelsea frá því að miðvikudagskvöldið var gefið frí og 11 nýir valdir til að spila síðasta heimaleikinn. Ungliðinn Sergi Canos komst í fyrsta sinn í aðalliðshópinn. Þeir Jordan Henderson og Danny Ings komu á bekkinn eftir meiðsli.
Fyrir leikinn var þeirra 96 sem fórust á Hillsbrough minnst. Rickie Lambert, fyrrum leikmaður Liverpool, og Darren Fletcher, fyrirliði WBA, báru blómaskreytingu út á völlinn og settu fyrir framan stúkuna þar sem stuðningsmenn Liverpool voru. Í stúkunni var búið að taka 96 rauðlituð sæti frá merkt nöfnum þeirra sem létust. Sannarlega vel gert hjá WBA!
Heimamenn náðu forystu eftir 13 mínútur. Joe Allen átti mislukkaða sendingu fyrir utan vítateginn. Ungliðinn Jonathan Leto náði boltanum lék framhjá tveimur leikmönnum Liverpool og sendi svo stórgóða sendingu á Salomon Rondon sem skoraði úr vítateginum án þess að Adam Bogdan kæmi við vörnum.
Leikmenn Liverpool voru slegnir út af laginu en á 22. mínútu lék Cameron Brannagan laglega inn í vítateiginn en skot hans var laust og fór beint á Ben Foster. Samt vel gert hjá unglingnum. Mínútu síðar náði Jordan Ibe boltanum fyrir aftan miðju, skildi einn mótherja sinn eftir og tók svo á rás inn í vítateig WBA. Þar lék hann á einn varnarmann og skoraði svo með föstu skoti sem Ben átti ekki möguleika á að verja. Stórglæsilegt mark og sannarlega kominn tími til að Jordan sýndi hvað hann getur. Ekki var meira skorað í hálfleiknum.
Strax á annarri mínútu síðari hálfleiks átti Salomon skalla í stöng. Hann fékk svo í framhaldinu boltann aftur en skaut yfir. Eftir þetta gerðist lengi vel lítið. Stuðningsmenn Liverpool risu þó á fætur á 65. mínútu þegar þeir Jordan Henderson og Danny Ings komu til leiks. Sérstaklega var gaman að sjá Danny aftur úti á velli en hann sleit krossbönd í október.
Tveimur mínútum seinna átti Salomon skot rétt framhjá eftir hornspyrnu. Sóknartilburðir Liverpool voru af skornum skammti. Ungliðinn Segi Canos lék síðustu tíu mínúturnar á meðan leikurinn fjaraði út.
Liverpool endaði deildarkeppnina í áttunda sæti með 60 stig. Það er tveimur sætum og stigum minna en á síðasta keppnistímabili. Allt var brjálað eftir síðasta leikinn í fyrra þegar leikmenn Liverpool gengu niðurbrotnir af velli eftir 6:1 niðurlægingu í Stoke. Nú þrátt fyrir lakari árangur var klappað fyrir leikmönnum Liverpool. Ástæðan er nú að stuðningsmenn Liverpool telja að Jürgen Klopp geti náð mun betri árangri á næstu leiktíð. Hann veit það manna best sjálfur og mikil bæting er það eina sem dugar.
Á hinn bóginn er þessu keppnistímabili ekki lokið og á miðvikudagskvöldið getur Liverpool heldur betur bætt við afrekaskrá sína þegar liðið mætir Basel í úrslitaleiknum í Evrópudeildinni. Evrópubikar myndi gera þessa leiktíð, þrátt fyrir allt, mjög góða. Svona er knattspyrnan :)
West Bromwich Albion: Foster; Olsson (Chester 45. mín.), Yacob, Evans, Gardner, McClean (Field 87. mín.), McAuley, Fletcher, Dawson, Rondon og Leko (Roberts 73. mín.). Ónotaðir varamenn: Myhill, Lambert, Berahino og Sandro.
Mark WBA: Salomon Rondon (13. mín.).
Gul spjöld: James McClean, Tyler Roberts og Jonny Evans
Liverpool: Liverpool: Bogdan, Flanagan, Skrtel, Leiva, Smith, Stewart, Brannagan, Allen (Henderson 65. mín.), Ibe (Ings 65. mín.), Ojo (Canos 80. mín.) og Benteke. Ónotaðir varamenn: Mignolet, Ilori, Randall og Chirivella.
Mark Liverpool: Jordan Ibe (23. mín.).
Gult spjald: Brad Smith.
Áhorfendur á The Hawthorns: 26.196.
Maður leiksins: Lucas Leiva. Brasilímaðurinn, sem leiddi liðið sem fyrirliði, lék stórvel sem miðvörður. Hann hefur skilað þeirri stöðu mjög vel í þau skipti sem honum hefur verið stillt upp í þeirri stöðu.
Jürgen Klopp: Mér fannst við verðskulda þetta stig. Við náðum 60 stigum. Allir vita að við gætum hafa náð í fleiri. Gætum við hafa fengið færri. Nei, ég held ekki.
- Þetta var síðasti deildarleikurinn á leiktíðinni.
- Liverpool fékk 60 stig og hafnaði í áttunda sæti.
- Liverpool hefur aðeins tvisvar áður lent svo neðarlega í deildinni frá því liðið komst upp í efstu deild vorið 1962.
- Liverpool skoraði 62 mörk og fékk á sig 50.
- Roberto Firmino skoraði flest deildarmörk eða tíu talsins.
- Leicester City varð enskur meistari í fyrsta sinn.
- Jordan Ibe skoraði fjórða mark sitt á leiktíðinni.
- Sergi Canos lék sinn fyrsta leik fyrir Liverpool.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Hér er viðtal sem tekið var við Jürgen Klopp eftir leikinn.
Eins vitað var umbylti Jürgen Klopp liðinu svo lykilmenn myndu ekki meiðast fyrir úrslitaleikinn í Sviss. Byrjunarliðinu á móti Chelsea frá því að miðvikudagskvöldið var gefið frí og 11 nýir valdir til að spila síðasta heimaleikinn. Ungliðinn Sergi Canos komst í fyrsta sinn í aðalliðshópinn. Þeir Jordan Henderson og Danny Ings komu á bekkinn eftir meiðsli.
Fyrir leikinn var þeirra 96 sem fórust á Hillsbrough minnst. Rickie Lambert, fyrrum leikmaður Liverpool, og Darren Fletcher, fyrirliði WBA, báru blómaskreytingu út á völlinn og settu fyrir framan stúkuna þar sem stuðningsmenn Liverpool voru. Í stúkunni var búið að taka 96 rauðlituð sæti frá merkt nöfnum þeirra sem létust. Sannarlega vel gert hjá WBA!
Heimamenn náðu forystu eftir 13 mínútur. Joe Allen átti mislukkaða sendingu fyrir utan vítateginn. Ungliðinn Jonathan Leto náði boltanum lék framhjá tveimur leikmönnum Liverpool og sendi svo stórgóða sendingu á Salomon Rondon sem skoraði úr vítateginum án þess að Adam Bogdan kæmi við vörnum.
Leikmenn Liverpool voru slegnir út af laginu en á 22. mínútu lék Cameron Brannagan laglega inn í vítateiginn en skot hans var laust og fór beint á Ben Foster. Samt vel gert hjá unglingnum. Mínútu síðar náði Jordan Ibe boltanum fyrir aftan miðju, skildi einn mótherja sinn eftir og tók svo á rás inn í vítateig WBA. Þar lék hann á einn varnarmann og skoraði svo með föstu skoti sem Ben átti ekki möguleika á að verja. Stórglæsilegt mark og sannarlega kominn tími til að Jordan sýndi hvað hann getur. Ekki var meira skorað í hálfleiknum.
Strax á annarri mínútu síðari hálfleiks átti Salomon skalla í stöng. Hann fékk svo í framhaldinu boltann aftur en skaut yfir. Eftir þetta gerðist lengi vel lítið. Stuðningsmenn Liverpool risu þó á fætur á 65. mínútu þegar þeir Jordan Henderson og Danny Ings komu til leiks. Sérstaklega var gaman að sjá Danny aftur úti á velli en hann sleit krossbönd í október.
Tveimur mínútum seinna átti Salomon skot rétt framhjá eftir hornspyrnu. Sóknartilburðir Liverpool voru af skornum skammti. Ungliðinn Segi Canos lék síðustu tíu mínúturnar á meðan leikurinn fjaraði út.
Liverpool endaði deildarkeppnina í áttunda sæti með 60 stig. Það er tveimur sætum og stigum minna en á síðasta keppnistímabili. Allt var brjálað eftir síðasta leikinn í fyrra þegar leikmenn Liverpool gengu niðurbrotnir af velli eftir 6:1 niðurlægingu í Stoke. Nú þrátt fyrir lakari árangur var klappað fyrir leikmönnum Liverpool. Ástæðan er nú að stuðningsmenn Liverpool telja að Jürgen Klopp geti náð mun betri árangri á næstu leiktíð. Hann veit það manna best sjálfur og mikil bæting er það eina sem dugar.
Á hinn bóginn er þessu keppnistímabili ekki lokið og á miðvikudagskvöldið getur Liverpool heldur betur bætt við afrekaskrá sína þegar liðið mætir Basel í úrslitaleiknum í Evrópudeildinni. Evrópubikar myndi gera þessa leiktíð, þrátt fyrir allt, mjög góða. Svona er knattspyrnan :)
West Bromwich Albion: Foster; Olsson (Chester 45. mín.), Yacob, Evans, Gardner, McClean (Field 87. mín.), McAuley, Fletcher, Dawson, Rondon og Leko (Roberts 73. mín.). Ónotaðir varamenn: Myhill, Lambert, Berahino og Sandro.
Mark WBA: Salomon Rondon (13. mín.).
Gul spjöld: James McClean, Tyler Roberts og Jonny Evans
Liverpool: Liverpool: Bogdan, Flanagan, Skrtel, Leiva, Smith, Stewart, Brannagan, Allen (Henderson 65. mín.), Ibe (Ings 65. mín.), Ojo (Canos 80. mín.) og Benteke. Ónotaðir varamenn: Mignolet, Ilori, Randall og Chirivella.
Mark Liverpool: Jordan Ibe (23. mín.).
Gult spjald: Brad Smith.
Áhorfendur á The Hawthorns: 26.196.
Maður leiksins: Lucas Leiva. Brasilímaðurinn, sem leiddi liðið sem fyrirliði, lék stórvel sem miðvörður. Hann hefur skilað þeirri stöðu mjög vel í þau skipti sem honum hefur verið stillt upp í þeirri stöðu.
Jürgen Klopp: Mér fannst við verðskulda þetta stig. Við náðum 60 stigum. Allir vita að við gætum hafa náð í fleiri. Gætum við hafa fengið færri. Nei, ég held ekki.
Fróðleikur
- Þetta var síðasti deildarleikurinn á leiktíðinni.
- Liverpool fékk 60 stig og hafnaði í áttunda sæti.
- Liverpool hefur aðeins tvisvar áður lent svo neðarlega í deildinni frá því liðið komst upp í efstu deild vorið 1962.
- Liverpool skoraði 62 mörk og fékk á sig 50.
- Roberto Firmino skoraði flest deildarmörk eða tíu talsins.
- Leicester City varð enskur meistari í fyrsta sinn.
- Jordan Ibe skoraði fjórða mark sitt á leiktíðinni.
- Sergi Canos lék sinn fyrsta leik fyrir Liverpool.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Hér er viðtal sem tekið var við Jürgen Klopp eftir leikinn.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan