| Sf. Gutt
Jürgen Klopp, framkvæmdastjóri Liverpol, segist eiga nóg af silfurpeningum en lið hans hafa tapað fjórum af fimm síðustu úrslitaleikjum sem hann hefur komist í. Hann segir að slæmt gengi í síðustu úrslitaleikjum fari ekki í taugarnar á honum en hann vill ná gulli í Basel annað kvöld þegar Liverpool mætir Sevilla í úrslitaleiknum í Evrópudeildinni. Hann hafði meðal annars þetta að segja á blaðamannafundi í Basel í dag.
,,Fyrir úrslitaleik þá hugsa ég bara um hvernig liðið kemur til með að spila. Í úrslitaleikjum eru bara tveir möguleikar. Maðr vinnur að tapar. Það eina sem ég get haft áhrif á er hvernig liðið spilar. Ef þú hefur haft nógan tíma til að horfa á þessa leiki áður en þú spurðir þá hefðir þú kannski séð að liðin sem ég tefldi fram í þessum úrslitaleikjum spiluðu mjög vel. Þetta voru jafnir leikir. Árangur minn í úrslitaleikjum fer ekkert í taugarnar á mér. Hann gæti sannarlega verið aðeins betri en svona er þaetta bara. Þegar leiknum er lokið er ekki hægt að gera neitt meira. Ég var auðvitað ekki ánægður eftir þessa leiki en ef satt skal segja þá er ég ekkert að hugsa meira um þá. Það er rétt að ég á aðeins of mikið af silfurpeningum heima en það er betra en að eiga þá en enga verðlaunapeninga. Því lengri tími sem líður án þess að manni takist að vinna þeim mun harðar leggur maður að sér. Um leið aukast líkurnar á að allt gangi upp og þetta er það sem ég trúi að gerist."
En hvað þarf til að silfur verði að gulli annað kvöld?
,,Það þarf að hafa gott skipulag og vera hugrakkur. Undirbúa sig fyrir það sem getur gerst. Sýna þolinmæði í að spila boltanum nógu lengi til að fá tækifæri til að ná sendingu sem skiptir sköpum. Margt verður mikilvægt annað kvöld en þetta snýst alltt allt um knattspyrnu þegar upp er staðið. Það er örugglega auðvelt fyrir hlutlausa áhorfendur að njóta þess að horfa á tvö lið í hæsta gæðaflokki berjast um að ná að skapa einhver smá tækifæri og ná svolitlum undirtökum."
,,Þar sem þetta er úrslitaleikur þá verður maður að vera tilbúinn í slaginn. Maður þarf að vera tilbúinn að gera mistök og það þó allur heimurinn sá að fylgjast með. Knattspyrna virkar nefnilega ekki án þess að einhver mistök eigi sér stað. Þetta snýst um að geta brugðist við þegar eitthvað fer úrskeiðis. Þá er svo mikilvægt að geta haldið áfram og tekið næsta skref. Þetta snýst eiginlega allt um það. Einbeitingin þarf að vera eins og best má vera og maður þarf að geta sýnt allt sitt besta. Ég nýt þess að vera í þessari stöðu. Þetta er því allt í himnalagi!"
Jürgen Klopp og ráðgjafar hans eru búnir að leggja á ráðin síðustu daga og það er rúmur sólarhringur til stefnu. Vonandi duga ráðagerðir þeirra til að Liverpool vinni Evrópubikar félagsliða í fjórða sinn!!!!
Hér má sjá myndir frá æfingu Liverpool í Basel.
TIL BAKA
Á nóg af silfurpeningum!
Jürgen Klopp, framkvæmdastjóri Liverpol, segist eiga nóg af silfurpeningum en lið hans hafa tapað fjórum af fimm síðustu úrslitaleikjum sem hann hefur komist í. Hann segir að slæmt gengi í síðustu úrslitaleikjum fari ekki í taugarnar á honum en hann vill ná gulli í Basel annað kvöld þegar Liverpool mætir Sevilla í úrslitaleiknum í Evrópudeildinni. Hann hafði meðal annars þetta að segja á blaðamannafundi í Basel í dag.
,,Fyrir úrslitaleik þá hugsa ég bara um hvernig liðið kemur til með að spila. Í úrslitaleikjum eru bara tveir möguleikar. Maðr vinnur að tapar. Það eina sem ég get haft áhrif á er hvernig liðið spilar. Ef þú hefur haft nógan tíma til að horfa á þessa leiki áður en þú spurðir þá hefðir þú kannski séð að liðin sem ég tefldi fram í þessum úrslitaleikjum spiluðu mjög vel. Þetta voru jafnir leikir. Árangur minn í úrslitaleikjum fer ekkert í taugarnar á mér. Hann gæti sannarlega verið aðeins betri en svona er þaetta bara. Þegar leiknum er lokið er ekki hægt að gera neitt meira. Ég var auðvitað ekki ánægður eftir þessa leiki en ef satt skal segja þá er ég ekkert að hugsa meira um þá. Það er rétt að ég á aðeins of mikið af silfurpeningum heima en það er betra en að eiga þá en enga verðlaunapeninga. Því lengri tími sem líður án þess að manni takist að vinna þeim mun harðar leggur maður að sér. Um leið aukast líkurnar á að allt gangi upp og þetta er það sem ég trúi að gerist."
En hvað þarf til að silfur verði að gulli annað kvöld?
,,Það þarf að hafa gott skipulag og vera hugrakkur. Undirbúa sig fyrir það sem getur gerst. Sýna þolinmæði í að spila boltanum nógu lengi til að fá tækifæri til að ná sendingu sem skiptir sköpum. Margt verður mikilvægt annað kvöld en þetta snýst alltt allt um knattspyrnu þegar upp er staðið. Það er örugglega auðvelt fyrir hlutlausa áhorfendur að njóta þess að horfa á tvö lið í hæsta gæðaflokki berjast um að ná að skapa einhver smá tækifæri og ná svolitlum undirtökum."
,,Þar sem þetta er úrslitaleikur þá verður maður að vera tilbúinn í slaginn. Maður þarf að vera tilbúinn að gera mistök og það þó allur heimurinn sá að fylgjast með. Knattspyrna virkar nefnilega ekki án þess að einhver mistök eigi sér stað. Þetta snýst um að geta brugðist við þegar eitthvað fer úrskeiðis. Þá er svo mikilvægt að geta haldið áfram og tekið næsta skref. Þetta snýst eiginlega allt um það. Einbeitingin þarf að vera eins og best má vera og maður þarf að geta sýnt allt sitt besta. Ég nýt þess að vera í þessari stöðu. Þetta er því allt í himnalagi!"
Jürgen Klopp og ráðgjafar hans eru búnir að leggja á ráðin síðustu daga og það er rúmur sólarhringur til stefnu. Vonandi duga ráðagerðir þeirra til að Liverpool vinni Evrópubikar félagsliða í fjórða sinn!!!!
Hér má sjá myndir frá æfingu Liverpool í Basel.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga!
Fréttageymslan