| Sf. Gutt
Byrjunarlið Liverpool í Basel hefur verið tilkynnt! Ekkert kemur á óvart í liðsvali Jürgen Klopp. Þetta verða þeir leikmenn sem ganga ganga til leiks út á St Jakobs leikvanginn á eftir.
Liverpool: Simon Mignolet, Nathaniel Clyne, Kolo Toure, Dejan Lovren, Alberto Moreno, Emre Can, James Milner, fyrirliði, Adam Lallana, Roberto Firmino, Philippe Coutinho og Daniel Sturridge. Varamenn verða Danny Ward, Christain Benteke, Jordan Henderson, Lucas Leiva, Joe Allen, Divock Origi og Martin Skrtel.
Sem fyrr segir kemur ekkert á óvart í liðsvalinu en þessu liði tefldi Jürgen fram á móti Chelsea á Anfield fyrir viku. Eins var þetta byrjunarliðið á móti Villarreal í seinni leiknum í undanúrslitum keppninnar. Jordan Henderson kom inn á um helgina á móti WBA og öruggt var að hann fengi sæti á bekknum. Divock Origi komst í gegnum læknisskoðun fyrir nokkum dögum en hann hefur ekki spilað frá því að hann var sparkaður niður á móti Everton. Jürgen fannst greinilega nauðsynlegt að hafa Divock á bekknum og hann verður þar með öðrum Belga Christain Benteke. Lucas Leiva hefði kannski komið til álita sem miðvörður en Kolo Toure varð fyrir valinu. Mamadou Sakho er auðvitað í leikbanni. Joe Allen hefur líka gert tilkall til byrjunarliðssætis en hann verður á bekknum. Martin Skrtel verður líka til taks. Veilsverjinn Danny Ward hefur verið meiddur en hann er orðinn heill og verður varamarkmaður.
Það hefur verið mikið fjör í Basel í dag og stemmningin hefur verið að magnast með hverri klukkustund. Þeir leikmenn Liverpool sem hafa verið valdir sem fulltrúar félagsins fá einstakt tækifæri, á St Jakobs leikvanginum, til að skrifa nöfn sín í annála Liverpool. Svona tækifæri gefast ekki oft og þá má einfaldlega ekki láta þau renna sér úr greipum!
YNWA!
TIL BAKA
Byrjunarliðið Liverpool í Basel tilkynnt!
Byrjunarlið Liverpool í Basel hefur verið tilkynnt! Ekkert kemur á óvart í liðsvali Jürgen Klopp. Þetta verða þeir leikmenn sem ganga ganga til leiks út á St Jakobs leikvanginn á eftir.
Liverpool: Simon Mignolet, Nathaniel Clyne, Kolo Toure, Dejan Lovren, Alberto Moreno, Emre Can, James Milner, fyrirliði, Adam Lallana, Roberto Firmino, Philippe Coutinho og Daniel Sturridge. Varamenn verða Danny Ward, Christain Benteke, Jordan Henderson, Lucas Leiva, Joe Allen, Divock Origi og Martin Skrtel.
Sem fyrr segir kemur ekkert á óvart í liðsvalinu en þessu liði tefldi Jürgen fram á móti Chelsea á Anfield fyrir viku. Eins var þetta byrjunarliðið á móti Villarreal í seinni leiknum í undanúrslitum keppninnar. Jordan Henderson kom inn á um helgina á móti WBA og öruggt var að hann fengi sæti á bekknum. Divock Origi komst í gegnum læknisskoðun fyrir nokkum dögum en hann hefur ekki spilað frá því að hann var sparkaður niður á móti Everton. Jürgen fannst greinilega nauðsynlegt að hafa Divock á bekknum og hann verður þar með öðrum Belga Christain Benteke. Lucas Leiva hefði kannski komið til álita sem miðvörður en Kolo Toure varð fyrir valinu. Mamadou Sakho er auðvitað í leikbanni. Joe Allen hefur líka gert tilkall til byrjunarliðssætis en hann verður á bekknum. Martin Skrtel verður líka til taks. Veilsverjinn Danny Ward hefur verið meiddur en hann er orðinn heill og verður varamarkmaður.
Það hefur verið mikið fjör í Basel í dag og stemmningin hefur verið að magnast með hverri klukkustund. Þeir leikmenn Liverpool sem hafa verið valdir sem fulltrúar félagsins fá einstakt tækifæri, á St Jakobs leikvanginum, til að skrifa nöfn sín í annála Liverpool. Svona tækifæri gefast ekki oft og þá má einfaldlega ekki láta þau renna sér úr greipum!
YNWA!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga!
Fréttageymslan