| Sf. Gutt

Burton Albion v. Liverpool
Deildarbikarinn hefst í fyrra fallinu þessa leiktíðina og ástæðan er auðvitað sú að Liverpool tekur ekki þátt í Evrópukeppni. En þess vegna mun kannski vera lögð enn meiri áhersla á keppnina en stundum áður. Reyndar hefur Liverpool farið langt í keppninni síðustu tvö keppnistímabil. Öllum er í fersku minni þegar Liverpool tapaði í vítaspyrnukeppni fyrir Manchester City á Wembley í úrslitum á síðustu leiktíð og árið áður féll liðið naumlega úr leik fyrir Chelsea í undanúrslitum. Það hefur því munað litlu og það væri vonandi að Liverpool kæmist alla leið að þessu sinni.
Liverpool og Burton leiða saman hesta sína í fyrsta sinn í sögunni annað kvöld og eins og vant er í útsláttarkeppnum má ekkert út af bera til að illa fari. Nigel Clough, fyrrum leikmaður Liverpool, sem er framkvæmdastjóri Burton mun leggja á ráðin og reyna að bregða fæti fyrir gamla liðið sitt.
Eftir hressilega byrjun og góðan sigur á móti Arsenal í fyrstu umferð deildarinnar fékk liðið vænt kjaftshögg í Burnley. Líklega var þetta versti leikur Liverpool frá því Jürgen Klopp tók við stjórn liðsins. Vörnin hefur verið gagnrýnd og eins finnst mörgum að Simon Mignolet sé ekki nógu góður í markinu. Þessi gagnrýni er ekki ný af nálinni því báðir þessir þættir, vörn og markvarsla, þóttu ekki í lagi á síðustu leiktíð. Stuðningsmenn Liverpool verða þó að halda haus því það eru bara tveir leikir búnir af keppnistímabilinu og varla boðlegt að legjjast í svartsýni. En það er á hreinu að vörnin þarf að vera betri og það þarf líka að vera meiri stöðugleiki í liðinu.
Burton kom upp í næst efstu deild í vor í fyrsta skipti og það er kraftur og sjálfstraust í liðinu þó það hafi enn ekki unnið leik í deildinni. Leikmenn Liverpoool hafa sér ekkert til málsbóta ef illa fer. Jürgen verður að koma liðinu aftur á rétta braut eftir skellinn í Burnley. Það tekst og Liverpool vinnur 0:3. Divock Origi skorar tvö og Georginio Wijnaldu eitt.
YNWA
TIL BAKA
Spáð í spilin

Burton Albion v. Liverpool
Deildarbikarinn hefst í fyrra fallinu þessa leiktíðina og ástæðan er auðvitað sú að Liverpool tekur ekki þátt í Evrópukeppni. En þess vegna mun kannski vera lögð enn meiri áhersla á keppnina en stundum áður. Reyndar hefur Liverpool farið langt í keppninni síðustu tvö keppnistímabil. Öllum er í fersku minni þegar Liverpool tapaði í vítaspyrnukeppni fyrir Manchester City á Wembley í úrslitum á síðustu leiktíð og árið áður féll liðið naumlega úr leik fyrir Chelsea í undanúrslitum. Það hefur því munað litlu og það væri vonandi að Liverpool kæmist alla leið að þessu sinni.
Liverpool og Burton leiða saman hesta sína í fyrsta sinn í sögunni annað kvöld og eins og vant er í útsláttarkeppnum má ekkert út af bera til að illa fari. Nigel Clough, fyrrum leikmaður Liverpool, sem er framkvæmdastjóri Burton mun leggja á ráðin og reyna að bregða fæti fyrir gamla liðið sitt.

Eftir hressilega byrjun og góðan sigur á móti Arsenal í fyrstu umferð deildarinnar fékk liðið vænt kjaftshögg í Burnley. Líklega var þetta versti leikur Liverpool frá því Jürgen Klopp tók við stjórn liðsins. Vörnin hefur verið gagnrýnd og eins finnst mörgum að Simon Mignolet sé ekki nógu góður í markinu. Þessi gagnrýni er ekki ný af nálinni því báðir þessir þættir, vörn og markvarsla, þóttu ekki í lagi á síðustu leiktíð. Stuðningsmenn Liverpool verða þó að halda haus því það eru bara tveir leikir búnir af keppnistímabilinu og varla boðlegt að legjjast í svartsýni. En það er á hreinu að vörnin þarf að vera betri og það þarf líka að vera meiri stöðugleiki í liðinu.
Burton kom upp í næst efstu deild í vor í fyrsta skipti og það er kraftur og sjálfstraust í liðinu þó það hafi enn ekki unnið leik í deildinni. Leikmenn Liverpoool hafa sér ekkert til málsbóta ef illa fer. Jürgen verður að koma liðinu aftur á rétta braut eftir skellinn í Burnley. Það tekst og Liverpool vinnur 0:3. Divock Origi skorar tvö og Georginio Wijnaldu eitt.
YNWA
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan