| Sf. Gutt
TIL BAKA
Burton burstaðir!
Liverpool fór áfram í Deildarbikarnum eftir að hafa burstað Burton 0:5. Liðið reif sig upp eftir skellinn í Burnley og vonandi horfir nú aftur til betri vegar.
Leikmenn Liverpool og Jürgen Klopp fengu væna skammta af gagnrýni eftir tapið í Burnley á laugardaginn. Það mátti því greina titring fyrir leikinn því ekki hefði verið á bætandi ef illa hefði farið gegn Burton. Jürgen tefldi fram sterku liði og greinilegt var að ekkert átti út af að bera. Eins er líklegt að stefnan sé sett á að vinna keppnina eftir tap í úrslitaleiknum í henni á liðinni leiktíð.
Strax í upphafi leiks gerði Dejan Lovren klaufalega atlögu að leikmanni Burton inni í vítateignum. Sá féll við en dómarinn dæmdi ekkert. Dómarinn hefði getað dæmt víti en athygli vakti að leikmenn Burton heimtuðu ekki víti. Á 7. mínútu átti Sadio Mané fína sendingu á Divock Origi en skot hans úr góðu færi var laust og Steve Bywater varði auðveldlega. Fjórum mínútum seinna átti Roberto Firmino skalla sem Steve varði horn.
Það kom ekki á óvart þegar Liverpool komst yfir eftir stundarfjórðung. Sadio sendi fyrir á Divock sem kom boltanum í markið með laglegri hælspyrnu af stuttu færi. Vel gert. Fimm mínútum seinna fékk Adam Lallana dauðafæri eftir fyrirgjöf Jordan Henderson en skalli hans var mislukkaður. Það liðu á hinn bóginn ekki nema tvær mínútur þar til boltinn var aftur kominn í mark heimamanna. Steven átti mislukkað útkast, Liverpool náði boltanum og Nathaniel Clyne sendi fyrir á Roberto sem skallaði í markið. Yfirburðir Liverpool voru miklir eftir því sem á leið og þegar stutt var til leikhlés hefði Sadio getað fengið víti en ekkert var dæmt eftir að varnarmaður fór í hann þegar hann var að sleppa laus í átt að markinu.
Liverpool hélt fastataki á leiknum eftir hlé en fátt gerðist markvert þar til þriðja markið kom á 62. mínútu. James tók horn frá hægri og stuttu frá markinu fór boltinn í Tom Naylor og af honum í markið. Þeir Daniel Sturridge og Georginio Wijnaldum komu inn á sem varamenn litlu síðar og Daniel átti eftir að láta mikið til sín taka á lokakafla leiksins.
Áhyggjuefni kom upp þegar Emre Can varð að fara meiddur af velli og það endaði á því að Divock fór líka út af og Liverpool lék síðustu mínúturnar einum færri. Vonandi eru meiðsli þeirra ekki alvarleg. En markaskorun var ekki lokið. Þegar 12 mínútur voru eftir vann Liverpool boltann rétt fyrir utan vítateiginn. Gerð var samstundis atlaga að markinu, James sendi fyrir og Daniel Sturridge skoraði af stuttu færi. Daniel fór mikinn og skoraði aftur fimm mínútum seinna. Sadio tók magnaða rispu hægra megin og lék inn í vítateiginn þar sem hann lagði boltann þvert fyrir á Daniel. Hann lagði boltann fyrir sig og þrykkti honum svo snarlega í markið. Glæsilega gert. Heimamenn fengu sitt eina færi á lokaandartökum leiksins en Joel Matip fagnaði sínum fyrsta leik með því að bjarga á línu eftir horn og tryggja að haldið var hreinu.
Burton burstaðir og sigurinn var skref í rétta átt eftir kjaftshöggið í Burnley. Mótherjinn var ekki sterkur en sigur er sigur og vonandi færir sigurinn mönnum sjálfstraust í komandi leikjum.
Burton: Bywater, Naylor, McFadzean, McCrory, Akins (Harness 65. mín.), Williamson, Choudhury, Dyer (Fox 65. mín.), Butcher, Irvine (Palmer 45. mín.) og Beavon. Ónotaðir varamenn: McLaughlin, Turner, O'Grady og Delaney.
Gult spjald: Lee Williamson.
Liverpool: Mignolet, Clyne, Lovren, Matip, Milner, Henderson, Can (Stewart 71. mín.), Lallana (Wijnaldum 65. mín.), Firmino (Sturridge 65. mín.), Mane og Origi. Ónotaðir varamenn: Manninger, Klavan, Moreno og Ings.
Mörk Liverpool: Divock Origi (15. mín.), Roberto Firmino (22. mín.), Tom Naylor, sm, (62. mín.) og Daniel Sturridge (78. og 83. mín.).
Áhorfendur á Piralli leikvanginum: 6.450.
Maður leiksins: Sadio Mané. Pilturinn átti stórleik og leikmenn Burton réðu ekkert við hann. Það er ljóst að ef hann heldur áfram á sömu braut verður hann Liverpool mikill styrkur.
Jürgen Klopp: Þetta var ekki eins erfitt og það hefði getað verið. Þetta var erfiðasti drátturinn sem við gátum fengið. Það voru nefnilega ekki mörg lið úr Úrvalsdeildinni sem voru að spila á útivelli á móti liðum úr Championship deildinni í þessari umferð. Það gátu orðið óvænt úrslit ef við hefðum ekki tekið leikinn alvarlega en við skiluðum okkar verki.
- Liverpool og Burton Albion mættust í fyrsta sinn í sögu félaganna.
- Allir markaskorarar Liverpool skoruðu í fyrsta sinn á leiktíðinni.
- Joel Matip lék sinn fyrsta leik með Liverpool.
- Burton komst í fyrsta skipti upp í næst efstu deild á liðinu vori.
- Alls komu 6.450 áhorfendur á leikinn. Aldrei hafa fleiri áhorfendur komið á heimavöll Burton.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Leikmenn Liverpool og Jürgen Klopp fengu væna skammta af gagnrýni eftir tapið í Burnley á laugardaginn. Það mátti því greina titring fyrir leikinn því ekki hefði verið á bætandi ef illa hefði farið gegn Burton. Jürgen tefldi fram sterku liði og greinilegt var að ekkert átti út af að bera. Eins er líklegt að stefnan sé sett á að vinna keppnina eftir tap í úrslitaleiknum í henni á liðinni leiktíð.
Strax í upphafi leiks gerði Dejan Lovren klaufalega atlögu að leikmanni Burton inni í vítateignum. Sá féll við en dómarinn dæmdi ekkert. Dómarinn hefði getað dæmt víti en athygli vakti að leikmenn Burton heimtuðu ekki víti. Á 7. mínútu átti Sadio Mané fína sendingu á Divock Origi en skot hans úr góðu færi var laust og Steve Bywater varði auðveldlega. Fjórum mínútum seinna átti Roberto Firmino skalla sem Steve varði horn.
Það kom ekki á óvart þegar Liverpool komst yfir eftir stundarfjórðung. Sadio sendi fyrir á Divock sem kom boltanum í markið með laglegri hælspyrnu af stuttu færi. Vel gert. Fimm mínútum seinna fékk Adam Lallana dauðafæri eftir fyrirgjöf Jordan Henderson en skalli hans var mislukkaður. Það liðu á hinn bóginn ekki nema tvær mínútur þar til boltinn var aftur kominn í mark heimamanna. Steven átti mislukkað útkast, Liverpool náði boltanum og Nathaniel Clyne sendi fyrir á Roberto sem skallaði í markið. Yfirburðir Liverpool voru miklir eftir því sem á leið og þegar stutt var til leikhlés hefði Sadio getað fengið víti en ekkert var dæmt eftir að varnarmaður fór í hann þegar hann var að sleppa laus í átt að markinu.
Liverpool hélt fastataki á leiknum eftir hlé en fátt gerðist markvert þar til þriðja markið kom á 62. mínútu. James tók horn frá hægri og stuttu frá markinu fór boltinn í Tom Naylor og af honum í markið. Þeir Daniel Sturridge og Georginio Wijnaldum komu inn á sem varamenn litlu síðar og Daniel átti eftir að láta mikið til sín taka á lokakafla leiksins.
Áhyggjuefni kom upp þegar Emre Can varð að fara meiddur af velli og það endaði á því að Divock fór líka út af og Liverpool lék síðustu mínúturnar einum færri. Vonandi eru meiðsli þeirra ekki alvarleg. En markaskorun var ekki lokið. Þegar 12 mínútur voru eftir vann Liverpool boltann rétt fyrir utan vítateiginn. Gerð var samstundis atlaga að markinu, James sendi fyrir og Daniel Sturridge skoraði af stuttu færi. Daniel fór mikinn og skoraði aftur fimm mínútum seinna. Sadio tók magnaða rispu hægra megin og lék inn í vítateiginn þar sem hann lagði boltann þvert fyrir á Daniel. Hann lagði boltann fyrir sig og þrykkti honum svo snarlega í markið. Glæsilega gert. Heimamenn fengu sitt eina færi á lokaandartökum leiksins en Joel Matip fagnaði sínum fyrsta leik með því að bjarga á línu eftir horn og tryggja að haldið var hreinu.
Burton burstaðir og sigurinn var skref í rétta átt eftir kjaftshöggið í Burnley. Mótherjinn var ekki sterkur en sigur er sigur og vonandi færir sigurinn mönnum sjálfstraust í komandi leikjum.
Burton: Bywater, Naylor, McFadzean, McCrory, Akins (Harness 65. mín.), Williamson, Choudhury, Dyer (Fox 65. mín.), Butcher, Irvine (Palmer 45. mín.) og Beavon. Ónotaðir varamenn: McLaughlin, Turner, O'Grady og Delaney.
Gult spjald: Lee Williamson.
Liverpool: Mignolet, Clyne, Lovren, Matip, Milner, Henderson, Can (Stewart 71. mín.), Lallana (Wijnaldum 65. mín.), Firmino (Sturridge 65. mín.), Mane og Origi. Ónotaðir varamenn: Manninger, Klavan, Moreno og Ings.
Mörk Liverpool: Divock Origi (15. mín.), Roberto Firmino (22. mín.), Tom Naylor, sm, (62. mín.) og Daniel Sturridge (78. og 83. mín.).
Áhorfendur á Piralli leikvanginum: 6.450.
Maður leiksins: Sadio Mané. Pilturinn átti stórleik og leikmenn Burton réðu ekkert við hann. Það er ljóst að ef hann heldur áfram á sömu braut verður hann Liverpool mikill styrkur.
Jürgen Klopp: Þetta var ekki eins erfitt og það hefði getað verið. Þetta var erfiðasti drátturinn sem við gátum fengið. Það voru nefnilega ekki mörg lið úr Úrvalsdeildinni sem voru að spila á útivelli á móti liðum úr Championship deildinni í þessari umferð. Það gátu orðið óvænt úrslit ef við hefðum ekki tekið leikinn alvarlega en við skiluðum okkar verki.
Fróðleikur
- Liverpool og Burton Albion mættust í fyrsta sinn í sögu félaganna.
- Allir markaskorarar Liverpool skoruðu í fyrsta sinn á leiktíðinni.
- Joel Matip lék sinn fyrsta leik með Liverpool.
- Burton komst í fyrsta skipti upp í næst efstu deild á liðinu vori.
- Alls komu 6.450 áhorfendur á leikinn. Aldrei hafa fleiri áhorfendur komið á heimavöll Burton.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan