| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Spáð í spilin
Síðasti og jafnframt stærsti leikur 8. umferðar verður leikinn á Anfield mánudagskvöldið 17. október þegar Manchester United mæta í heimsókn. Leikurinn hefst kl. 19:00 að íslenskum tíma.
Það er alltaf gríðarleg spenna þegar þessi lið mætast og ekki minnkar hún nú þegar Jose Mourinho er að mæta í fyrsta sinn á Anfield sem stjóri erkifjendanna. Hann hefur í gegnum tíðina eldað grátt silfur með stuðningsmönnum Liverpool og líklega væri honum afar kærkomið að sækja þrjú stig á Anfield en sömuleiðis þætti stuðningsmönnum Liverpool ekki leiðinlegt að vinna sigur á United með Mourinho við stjórnvölinn.
Þrjú stig skilja liðin að í deildinni fyrir þennan leik. Okkar menn eru með 16 stig í fjórða sæti og United með 13 stig í sjöunda sæti. Með sigri getur Liverpool tyllt sér á topp deildarinnar ásamt Manchester City og Arsenal en Manchester United geta með sigri jafnað Liverpool og Chelsea að stigum. Leikurinn er því vissulega mikilvægur uppá toppbaráttu deildarinnar að gera en deildin vinnst ekki og tapast á þessum leikjum eins og sannast hefur í gegnum tíðina. En það er samt svo margt undir í þessum leik og stuðningsmenn beggja liða þrá ekkert heitar en sigur.
Biðin hefur verið ansi löng en okkar menn léku síðast þann 1. október gegn Swansea og höfðu þar sigur. Það þótti vissulega svolítið sérstakt að þessi leikur skyldi hafa verið settur á mánudagskvöld og ekki var fögnuðurinn mikill þegar maður áttaði sig á því að landsleikjahléið í október myndi sennilega vera heila eilífð að líða. Auk þess er alltaf ákveðin óvissa sem fylgir því að leikmenn liðsins eru á ferð og flugi með landsliðum sínum og meiðsli geta sett strik í reikninginn. Það má þó segja að með því að hafa leikinn á mánudagskvöldi hafi t.d. þeir félagar Roberto Firmino og Philippe Coutinho fengið meiri tíma til að jafna sig eftir ferðalag með brasilíska landsliðinu í Suður-Ameríku.
Það er alltsaman gott og blessað og þeir félagar komust óskaddaðir frá tveim leikjum sem Brasilíumenn spiluðu. Sömu sögu er ekki að segja af Gini Wijnaldum sem meiddist með hollenska landsliðinu og er tæpur fyrir þennan leik. Adam Lallana, sem fór meiddur af velli gegn Swansea er einnig tæpur en Jurgen Klopp sagði á blaðamannafundi á föstudag að hann væri ekki búinn að gefa upp alla von með þá tvo en ætli það verði ekki engu að síður að teljast ólíklegt að þeir nái þessum leik. Dejan Lovren og Nathaniel Clyne, sem ekki voru í landsliðshópum Króata og Englendinga vegna meiðsla, hafa hinsvegar náð sér að fullu og eru klárir í slaginn. Engin meiðsli eru í hópi gestanna og ættu þeir að geta telft fram sínu sterkasta liði.
Uppskeran gegn Manchester United hefur verið ansi rýr undanfarin ár og það er fyrir löngu kominn tími til að vinna sigur á þeim á Anfield. Síðustu tvö tímabil hafa gestirnir hirt öll stigin sem í boði eru og það þarf að fara aftur til ársins 2013 til að finna sigurleik á United á heimavelli. Þá vannst 1-0 sigur með marki Daniel Sturridge snemma leiks. Síðast mættust liðin í deildinni á Anfield 17. janúar og þar skoraði Wayne Rooney eina mark leiksins á 78. mínútu og þar við sat. Liðin mættust svo eins og flestir muna eftir í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar þar sem Liverpool vann 2-0 á Anfield. Það er því kannski ekki svo langt síðan að sigur vannst á United á Anfield en stuðningsmenn eru orðnir langeygir eftir því að vinna þetta lið í deildinni.
Ef við horfum á síðustu 6 leiki liðanna heima og heiman í deildinni hafa United unnið fjóra leiki og Liverpool tvo. Það sem verra er að United hefur unnið þessa fjóra leiki í röð og þetta er því orðið alveg ágætt í bili. Það hefur aldrei gerst í sögu viðureigna liðanna að annað liðið hafi unnið fimm leiki í röð og við skulum vona að það breytist ekki núna. Ef okkur langar til að verða enn svartsýnni með því að skoða sögu þessara leikja undanfarin ár má sjá að í síðustu tíu leikjum í deild hefur United unnið heila 7 leiki, Liverpool aðeins tvo og einu sinni hefur orðið jafntefli. En það er ekki sagan sem spilar þessa leiki og Jurgen Klopp er alveg slétt sama um hvernig þessir leikir hafa farið í gegnum tíðina og vill ekki að við stuðningsmenn séum sífellt að horfa í baksýnisspegilinn. Einu sinni sem oftar ráðast úrslitin líklega á því hvernig dagsformið á leikmönnum liðanna er og engu máli skiptir hver staðan er í deildinni eða hvaða leikmenn eru ekki með vegna meiðsla.
Það er erfitt að spá fyrir um úrslit þessa leiks. Jose Mourinho kann það uppá 10 að stilla upp varnarvegg sem gefur fá færi á sér og nýtir sér svo skyndisóknir til hins ýtrasta. Hann mun einnig horfa á þá staðreynd að föst leikatriði eru veikleiki í vörn Liverpool sem hægt er að nýta sér. Ekki síst ef þú ert með góða og stóra skallamenn eins og Marouane Fellaini og Zlatan Ibrahimovic svo einhverjir séu nefndir. En Jurgen Klopp hefur hinsvegar sýnt að hann hefur fundið lausnir á leik liða sem stilla upp mjög varnarsinnað gegn Liverpool og það er óskandi að varnarmúr gestanna haldi ekki út í 90 mínútur. Leikurinn verður spennandi, hraður og líklega verður spilað fast en vonandi ekki gróft. Eigum við ekki að segja að 2-1 seiglusigur vinnst þar sem heimamenn komast í 1-0, gestirnir jafna en sigumarkið kemur svo um miðjan síðari hálfleik.
Fróðleikur:
- Alls hafa leikmenn Liverpool skorað 18 mörk í deildinni til þessa og fengið á sig 10.
- Manchester United hafa skorað 13 mörk og fengið á sig 8.
- Þrír leikmenn eru markahæstir það sem af er tímabili með fjögur mörk í öllum keppnum, þeir Philippe Coutinho, Roberto Firmino og James Milner.
- James Milner er svo markahæstur leikmanna félagsins í deildinni en hafa ber í huga að öll fjögur mörk hans hafa komið úr vítaspyrnum.
- Fjórir leikmenn koma svo allir næstir með 3 mörk skoruð í deildinni. Þetta eru þeir Coutinho, Firmino, Sadio Mané og Adam Lallana.
Það er alltaf gríðarleg spenna þegar þessi lið mætast og ekki minnkar hún nú þegar Jose Mourinho er að mæta í fyrsta sinn á Anfield sem stjóri erkifjendanna. Hann hefur í gegnum tíðina eldað grátt silfur með stuðningsmönnum Liverpool og líklega væri honum afar kærkomið að sækja þrjú stig á Anfield en sömuleiðis þætti stuðningsmönnum Liverpool ekki leiðinlegt að vinna sigur á United með Mourinho við stjórnvölinn.
Þrjú stig skilja liðin að í deildinni fyrir þennan leik. Okkar menn eru með 16 stig í fjórða sæti og United með 13 stig í sjöunda sæti. Með sigri getur Liverpool tyllt sér á topp deildarinnar ásamt Manchester City og Arsenal en Manchester United geta með sigri jafnað Liverpool og Chelsea að stigum. Leikurinn er því vissulega mikilvægur uppá toppbaráttu deildarinnar að gera en deildin vinnst ekki og tapast á þessum leikjum eins og sannast hefur í gegnum tíðina. En það er samt svo margt undir í þessum leik og stuðningsmenn beggja liða þrá ekkert heitar en sigur.
Biðin hefur verið ansi löng en okkar menn léku síðast þann 1. október gegn Swansea og höfðu þar sigur. Það þótti vissulega svolítið sérstakt að þessi leikur skyldi hafa verið settur á mánudagskvöld og ekki var fögnuðurinn mikill þegar maður áttaði sig á því að landsleikjahléið í október myndi sennilega vera heila eilífð að líða. Auk þess er alltaf ákveðin óvissa sem fylgir því að leikmenn liðsins eru á ferð og flugi með landsliðum sínum og meiðsli geta sett strik í reikninginn. Það má þó segja að með því að hafa leikinn á mánudagskvöldi hafi t.d. þeir félagar Roberto Firmino og Philippe Coutinho fengið meiri tíma til að jafna sig eftir ferðalag með brasilíska landsliðinu í Suður-Ameríku.
Það er alltsaman gott og blessað og þeir félagar komust óskaddaðir frá tveim leikjum sem Brasilíumenn spiluðu. Sömu sögu er ekki að segja af Gini Wijnaldum sem meiddist með hollenska landsliðinu og er tæpur fyrir þennan leik. Adam Lallana, sem fór meiddur af velli gegn Swansea er einnig tæpur en Jurgen Klopp sagði á blaðamannafundi á föstudag að hann væri ekki búinn að gefa upp alla von með þá tvo en ætli það verði ekki engu að síður að teljast ólíklegt að þeir nái þessum leik. Dejan Lovren og Nathaniel Clyne, sem ekki voru í landsliðshópum Króata og Englendinga vegna meiðsla, hafa hinsvegar náð sér að fullu og eru klárir í slaginn. Engin meiðsli eru í hópi gestanna og ættu þeir að geta telft fram sínu sterkasta liði.
Uppskeran gegn Manchester United hefur verið ansi rýr undanfarin ár og það er fyrir löngu kominn tími til að vinna sigur á þeim á Anfield. Síðustu tvö tímabil hafa gestirnir hirt öll stigin sem í boði eru og það þarf að fara aftur til ársins 2013 til að finna sigurleik á United á heimavelli. Þá vannst 1-0 sigur með marki Daniel Sturridge snemma leiks. Síðast mættust liðin í deildinni á Anfield 17. janúar og þar skoraði Wayne Rooney eina mark leiksins á 78. mínútu og þar við sat. Liðin mættust svo eins og flestir muna eftir í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar þar sem Liverpool vann 2-0 á Anfield. Það er því kannski ekki svo langt síðan að sigur vannst á United á Anfield en stuðningsmenn eru orðnir langeygir eftir því að vinna þetta lið í deildinni.
Ef við horfum á síðustu 6 leiki liðanna heima og heiman í deildinni hafa United unnið fjóra leiki og Liverpool tvo. Það sem verra er að United hefur unnið þessa fjóra leiki í röð og þetta er því orðið alveg ágætt í bili. Það hefur aldrei gerst í sögu viðureigna liðanna að annað liðið hafi unnið fimm leiki í röð og við skulum vona að það breytist ekki núna. Ef okkur langar til að verða enn svartsýnni með því að skoða sögu þessara leikja undanfarin ár má sjá að í síðustu tíu leikjum í deild hefur United unnið heila 7 leiki, Liverpool aðeins tvo og einu sinni hefur orðið jafntefli. En það er ekki sagan sem spilar þessa leiki og Jurgen Klopp er alveg slétt sama um hvernig þessir leikir hafa farið í gegnum tíðina og vill ekki að við stuðningsmenn séum sífellt að horfa í baksýnisspegilinn. Einu sinni sem oftar ráðast úrslitin líklega á því hvernig dagsformið á leikmönnum liðanna er og engu máli skiptir hver staðan er í deildinni eða hvaða leikmenn eru ekki með vegna meiðsla.
Það er erfitt að spá fyrir um úrslit þessa leiks. Jose Mourinho kann það uppá 10 að stilla upp varnarvegg sem gefur fá færi á sér og nýtir sér svo skyndisóknir til hins ýtrasta. Hann mun einnig horfa á þá staðreynd að föst leikatriði eru veikleiki í vörn Liverpool sem hægt er að nýta sér. Ekki síst ef þú ert með góða og stóra skallamenn eins og Marouane Fellaini og Zlatan Ibrahimovic svo einhverjir séu nefndir. En Jurgen Klopp hefur hinsvegar sýnt að hann hefur fundið lausnir á leik liða sem stilla upp mjög varnarsinnað gegn Liverpool og það er óskandi að varnarmúr gestanna haldi ekki út í 90 mínútur. Leikurinn verður spennandi, hraður og líklega verður spilað fast en vonandi ekki gróft. Eigum við ekki að segja að 2-1 seiglusigur vinnst þar sem heimamenn komast í 1-0, gestirnir jafna en sigumarkið kemur svo um miðjan síðari hálfleik.
Fróðleikur:
- Alls hafa leikmenn Liverpool skorað 18 mörk í deildinni til þessa og fengið á sig 10.
- Manchester United hafa skorað 13 mörk og fengið á sig 8.
- Þrír leikmenn eru markahæstir það sem af er tímabili með fjögur mörk í öllum keppnum, þeir Philippe Coutinho, Roberto Firmino og James Milner.
- James Milner er svo markahæstur leikmanna félagsins í deildinni en hafa ber í huga að öll fjögur mörk hans hafa komið úr vítaspyrnum.
- Fjórir leikmenn koma svo allir næstir með 3 mörk skoruð í deildinni. Þetta eru þeir Coutinho, Firmino, Sadio Mané og Adam Lallana.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan