| Sf. Gutt
Það er ekkert gefið eftir þegar Liverpool og Manchester United leiða saman hesta sína. Hvorki innan vallar né utan. Gríðarleg stemmning var þegar liðin mættust í mikilli Englandsrimmu í Evrópudeildinni á síðustu leiktíð. Stuðningsmenn liðanna létu sitt ekki eftir liggja en því miður bar nokkuð á níðsöngvum og skeytasendsendingum sem ekki áttu heima. Var mikið rætt um þetta og bæði félög voru sektuð af Knattspyrnusambandi Evrópu eftir leikina.
Nú mætast liðin á Anfield á mánudagskvöldið og forráðamenn liðanna hafa tekið saman höndum um að hvetja stuðningsmenn sína til að láta af grófustu níðsöngvunum. Þetta er til fyrirmyndar og vonandi taka stuðningsmenn liðanna þetta til sín og nýta krafta sína í að hvetja sín lið án þess að syngja níð með vísan í mestu harmleiki í sögu félaganna!
TIL BAKA
Hvatt til stillingar!

Það er ekkert gefið eftir þegar Liverpool og Manchester United leiða saman hesta sína. Hvorki innan vallar né utan. Gríðarleg stemmning var þegar liðin mættust í mikilli Englandsrimmu í Evrópudeildinni á síðustu leiktíð. Stuðningsmenn liðanna létu sitt ekki eftir liggja en því miður bar nokkuð á níðsöngvum og skeytasendsendingum sem ekki áttu heima. Var mikið rætt um þetta og bæði félög voru sektuð af Knattspyrnusambandi Evrópu eftir leikina.

Nú mætast liðin á Anfield á mánudagskvöldið og forráðamenn liðanna hafa tekið saman höndum um að hvetja stuðningsmenn sína til að láta af grófustu níðsöngvunum. Þetta er til fyrirmyndar og vonandi taka stuðningsmenn liðanna þetta til sín og nýta krafta sína í að hvetja sín lið án þess að syngja níð með vísan í mestu harmleiki í sögu félaganna!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan