| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Markalaust gegn United
Það var fátt um fína drætti í stórleik 8. umferðar þegar Manchester United mættu í heimsókn á Anfield. Hvorugu liðinu tókst að skora mark og ekki er hægt að segja að mörg góð færi hafi litið dagsins ljós.
Jurgen Klopp gerði tvær breytingar frá leiknum við Swansea en þeir Adam Lallana og Gini Wijnaldum gátu ekki byrjað að þessu sinni, Lallana náði þó að setjast á varamannabekkinn en Wijnaldum var ekki í leikmannahópnum. Inn í byrjunarliðið komu þeir Emre Can og Daniel Sturridge. Það má líklega til sanns vegar færa að fjarvera Lallana háði liðinu í þessum leik en byrjunin var alls ekki nógu góð, menn héldu bolta illa og leikmenn United voru fyrri til í flestum návígjum. Þegar leikmenn Liverpool voru með boltann í öftustu línu var yfirleitt spyrnt fram völlinn og það var líklega eitthvað sem United menn vildu helst af öllu, vinna skallabolta í öftustu línu og halda boltanum til að pirra heimamenn.
Þetta tókst vel hjá þeim framan af fyrri hálfleik en eftir því sem að á leið komust leikmenn Liverpool meira inní leikinn þó án þess að skapa sér teljandi færi og leikurinn fór að mestu fram á miðjunni. Það var ekki fyrr en á 23. mínútu leiksins sem leikmenn Liverpool áttu tilraun á markið þegar Emre Can skaut að marki af löngu færi en skotið var ekki gott og fór langt framhjá. Eftir um hálftíma leik kom sennilega besta færi fyrri hálfleiks en það var engu að síður hálffæri þegar Firmino skallaði boltann beint í hendurnar á De Gea í markinu eftir sendingu frá Henderson. Ekki er hægt að segja að mikið meira markvert hafi gerst fram að hálfleik og gestirnir væntanlega ánægðir með spilamennsku sína í fyrri hálfleik en að sama skapi mátti sjá að leikmenn Liverpool vildu gera mun betur í seinni hálfleik.
En það var það sama uppá teningnum það sem eftir lifði leiks þó svo að seinni hálfleikur hafi nú verið ívið líflegri. Fyrsta færið eftir hléið og líklega það besta sem gestirnir fengu kom eftir 55 mínútur. Zlatan Ibrahimovic fékk þá góða sendingu yfir á fjærstöngina frá Paul Pogba og var í fínu skallafæri, sem betur fer hitti hann ekki markið og færið fór forgörðum. Skömmu síðar fékk Emre Can boltann innfyrir frá Matip og var kominn í góða stöðu inná teignum. Hann náði að klafsa boltanum framhjá tveim varnarmönnum og skaut að marki úr þröngri stöðu en De Gea varði mjög vel. Nokkrum mínútum síðar kom svo Adam Lallana inná fyrir Daniel Sturridge sem hafði átt erfitt uppdráttar gegn fjölmennum varnarmúr United. Leikur Liverpool hresstist aðeins við skiptinguna en engin dauðafæri sköpuðust. Philippe Coutinho þrumaði að marki fyrir utan teig en De Gea sá við honum með flottri vörslu. Undir lok leiksins virtist svo Firmino vera kominn einn í gegn eftir snögga sendingu frá Coutinho en Antonio Valencia náði að bjarga með góðri tæklingu. Eftir þetta fjaraði leikurinn út, Klopp gerði tvær skiptingar í viðbót þegar Moreno kom inn fyrir Milner og Divock Origi fyrir Firmino. Þegar lokaflautan gall mátti augljóslega sjá hvort liðið var ánægðra með að fá eitt stig úr þessari viðureign.
Liverpool: Karius, Clyne, Matip, Lovren, Milner (Morenu, 86. mín.), Henderson, Can, Coutinho, Mané, Firmino (Origi, 85. mín.), Sturridge (Lallana, 60. mín.). Ónotaðir varamenn: Mignolet, Klavan, Lucas, Grujic.
Manchester United: De Gea, Valencia, Bailly, Smalling, Blind, Herrera, Fellaini, Rashford (Rooney, 77. mín.), Pogba, Young (Shaw, 90. mín.), Ibrahimovic. Ónotaðir varamenn: Romero, Rojo, Carrick, Mata, Lingard.
Gul spjöld: Bailly, Fellaini, Young og Ibrahimovic.
Áhorfendur á Anfield: 52.769.
Maður leiksins: Það er erfitt að velja einhvern einn leikmann eftir þennan leik þar sem enginn skaraði í raun framúr. Það verður þó að teljast til tekna að liðið hélt markinu hreinu í fyrsta sinn í deildinni á leiktíðinni og Joel Matip var öflugur í vörninni auk þess sem hann skapaði gott færi fyrir Emre Can í leiknum. Kamerúninn er því maður leiksins að þessu sinni.
Jurgen Klopp: ,,Ég er ekki pirraður en ég er ekki ánægður heldur með frammistöðuna. Enginn mun horfa aftur á þennan leik eftir 10 til 20 ár en við hefðum getað spilað betur. Mikið var um óðagot í leiknum og við náðum engu flæði og misstum þolinmæðina í því að reyna að spila. Viðhorf leikmanna minna var mjög gott, við vorum tilbúnir til að berjast en þegar maður þarf að spila betur til að vinna verður maður að gera það."
,,Það er einnig erfitt að spila á móti svona vörn. Þeir voru maður á mann og með stærri og sterkari leikmenn en við. Við sóuðum orku í fyrri hálfleik til einskins. Seinni hálfleikur var mun betri og skiptingarnar okkar hefðu getað skapað meiri hættu."
Fróðleikur:
- Þetta var aðeins í annað sinn í sögu úrvalsdeildarinnar sem liðin gera markalaust jafntefli en það gerðist síðast í september mánuði árið 2005.
- Liverpool hefur aðeins mistekist að skora í tveimur heimaleikjum undir stjórn Jurgen Klopp en báðir þessir leikir hafa verið gegn United.
- Daniel Sturridge spilaði sinn 100. leik fyrir félagið í öllum keppnum.
- Sturridge hefur skorað 55 mörk fyrir félagið til þessa.
- Liverpool sitja nú í 4. sæti deildarinnar með 17 stig og markatöluna 18-10.
Hér má sjá myndir úr leiknum.
Jurgen Klopp gerði tvær breytingar frá leiknum við Swansea en þeir Adam Lallana og Gini Wijnaldum gátu ekki byrjað að þessu sinni, Lallana náði þó að setjast á varamannabekkinn en Wijnaldum var ekki í leikmannahópnum. Inn í byrjunarliðið komu þeir Emre Can og Daniel Sturridge. Það má líklega til sanns vegar færa að fjarvera Lallana háði liðinu í þessum leik en byrjunin var alls ekki nógu góð, menn héldu bolta illa og leikmenn United voru fyrri til í flestum návígjum. Þegar leikmenn Liverpool voru með boltann í öftustu línu var yfirleitt spyrnt fram völlinn og það var líklega eitthvað sem United menn vildu helst af öllu, vinna skallabolta í öftustu línu og halda boltanum til að pirra heimamenn.
Þetta tókst vel hjá þeim framan af fyrri hálfleik en eftir því sem að á leið komust leikmenn Liverpool meira inní leikinn þó án þess að skapa sér teljandi færi og leikurinn fór að mestu fram á miðjunni. Það var ekki fyrr en á 23. mínútu leiksins sem leikmenn Liverpool áttu tilraun á markið þegar Emre Can skaut að marki af löngu færi en skotið var ekki gott og fór langt framhjá. Eftir um hálftíma leik kom sennilega besta færi fyrri hálfleiks en það var engu að síður hálffæri þegar Firmino skallaði boltann beint í hendurnar á De Gea í markinu eftir sendingu frá Henderson. Ekki er hægt að segja að mikið meira markvert hafi gerst fram að hálfleik og gestirnir væntanlega ánægðir með spilamennsku sína í fyrri hálfleik en að sama skapi mátti sjá að leikmenn Liverpool vildu gera mun betur í seinni hálfleik.
En það var það sama uppá teningnum það sem eftir lifði leiks þó svo að seinni hálfleikur hafi nú verið ívið líflegri. Fyrsta færið eftir hléið og líklega það besta sem gestirnir fengu kom eftir 55 mínútur. Zlatan Ibrahimovic fékk þá góða sendingu yfir á fjærstöngina frá Paul Pogba og var í fínu skallafæri, sem betur fer hitti hann ekki markið og færið fór forgörðum. Skömmu síðar fékk Emre Can boltann innfyrir frá Matip og var kominn í góða stöðu inná teignum. Hann náði að klafsa boltanum framhjá tveim varnarmönnum og skaut að marki úr þröngri stöðu en De Gea varði mjög vel. Nokkrum mínútum síðar kom svo Adam Lallana inná fyrir Daniel Sturridge sem hafði átt erfitt uppdráttar gegn fjölmennum varnarmúr United. Leikur Liverpool hresstist aðeins við skiptinguna en engin dauðafæri sköpuðust. Philippe Coutinho þrumaði að marki fyrir utan teig en De Gea sá við honum með flottri vörslu. Undir lok leiksins virtist svo Firmino vera kominn einn í gegn eftir snögga sendingu frá Coutinho en Antonio Valencia náði að bjarga með góðri tæklingu. Eftir þetta fjaraði leikurinn út, Klopp gerði tvær skiptingar í viðbót þegar Moreno kom inn fyrir Milner og Divock Origi fyrir Firmino. Þegar lokaflautan gall mátti augljóslega sjá hvort liðið var ánægðra með að fá eitt stig úr þessari viðureign.
Liverpool: Karius, Clyne, Matip, Lovren, Milner (Morenu, 86. mín.), Henderson, Can, Coutinho, Mané, Firmino (Origi, 85. mín.), Sturridge (Lallana, 60. mín.). Ónotaðir varamenn: Mignolet, Klavan, Lucas, Grujic.
Manchester United: De Gea, Valencia, Bailly, Smalling, Blind, Herrera, Fellaini, Rashford (Rooney, 77. mín.), Pogba, Young (Shaw, 90. mín.), Ibrahimovic. Ónotaðir varamenn: Romero, Rojo, Carrick, Mata, Lingard.
Gul spjöld: Bailly, Fellaini, Young og Ibrahimovic.
Áhorfendur á Anfield: 52.769.
Maður leiksins: Það er erfitt að velja einhvern einn leikmann eftir þennan leik þar sem enginn skaraði í raun framúr. Það verður þó að teljast til tekna að liðið hélt markinu hreinu í fyrsta sinn í deildinni á leiktíðinni og Joel Matip var öflugur í vörninni auk þess sem hann skapaði gott færi fyrir Emre Can í leiknum. Kamerúninn er því maður leiksins að þessu sinni.
Jurgen Klopp: ,,Ég er ekki pirraður en ég er ekki ánægður heldur með frammistöðuna. Enginn mun horfa aftur á þennan leik eftir 10 til 20 ár en við hefðum getað spilað betur. Mikið var um óðagot í leiknum og við náðum engu flæði og misstum þolinmæðina í því að reyna að spila. Viðhorf leikmanna minna var mjög gott, við vorum tilbúnir til að berjast en þegar maður þarf að spila betur til að vinna verður maður að gera það."
,,Það er einnig erfitt að spila á móti svona vörn. Þeir voru maður á mann og með stærri og sterkari leikmenn en við. Við sóuðum orku í fyrri hálfleik til einskins. Seinni hálfleikur var mun betri og skiptingarnar okkar hefðu getað skapað meiri hættu."
Fróðleikur:
- Þetta var aðeins í annað sinn í sögu úrvalsdeildarinnar sem liðin gera markalaust jafntefli en það gerðist síðast í september mánuði árið 2005.
- Liverpool hefur aðeins mistekist að skora í tveimur heimaleikjum undir stjórn Jurgen Klopp en báðir þessir leikir hafa verið gegn United.
- Daniel Sturridge spilaði sinn 100. leik fyrir félagið í öllum keppnum.
- Sturridge hefur skorað 55 mörk fyrir félagið til þessa.
- Liverpool sitja nú í 4. sæti deildarinnar með 17 stig og markatöluna 18-10.
Hér má sjá myndir úr leiknum.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan