| Sf. Gutt
Daniel Sturridge náði merkum áfanga í leiknum á móti Manchester United á mánudagskvöldið. Leikurinn var sá 100. sem hann spilar fyrir hönd Liverpool. Það hefur reyndar tekið drjúgan tíma fyrir Daniel að ná þessu marki enda hafa meiðsli tafið hann mjög mikið frá verkum nú síðustu misseri.
Liverpool keypti Daniel frá Chelsea í janúar 2013 og Daniel byrjaði strax að skora fyrir nýja félagið og skoraði í þremur fyrstu leikjum sínum. Leiktíðin 2013/14 var hans besta en þá skoraði hann hvorki fleiri né færri en 24 mörk. En frá haustinu 2014 hefur Daniel átt trekk í trekk við meiðsli af ýmsum gerðum að stríða.
Daniel er sannarlega markaskorari eins og þeir gerst bestir og sumir segja hann besta framherja enska landsliðsins þegar hann er heill heilsu. Tölurnar tala sínu máli en Daniel hefur skorað 55 mörk fyrir Liverpool í leikjunum 100.
Sumir telja að Daniel Sturridge eigi ekki framtíð fyrir sér hjá Liverpool í því leikkerfi sem Jürgen Klopp vill láta liðið sitt spila. Hann er þó enn leikmaður Liverpool og verður það eflaust út þessa leiktíð í minnsta lagi. Ekki þarf að efa að hann á eftir að bæta við leikjum og mörkum á meðan hann verður leikmaður Liverpool!
TIL BAKA
Daniel Sturridge með 100 leiki
Daniel Sturridge náði merkum áfanga í leiknum á móti Manchester United á mánudagskvöldið. Leikurinn var sá 100. sem hann spilar fyrir hönd Liverpool. Það hefur reyndar tekið drjúgan tíma fyrir Daniel að ná þessu marki enda hafa meiðsli tafið hann mjög mikið frá verkum nú síðustu misseri.
Liverpool keypti Daniel frá Chelsea í janúar 2013 og Daniel byrjaði strax að skora fyrir nýja félagið og skoraði í þremur fyrstu leikjum sínum. Leiktíðin 2013/14 var hans besta en þá skoraði hann hvorki fleiri né færri en 24 mörk. En frá haustinu 2014 hefur Daniel átt trekk í trekk við meiðsli af ýmsum gerðum að stríða.
Daniel er sannarlega markaskorari eins og þeir gerst bestir og sumir segja hann besta framherja enska landsliðsins þegar hann er heill heilsu. Tölurnar tala sínu máli en Daniel hefur skorað 55 mörk fyrir Liverpool í leikjunum 100.
Sumir telja að Daniel Sturridge eigi ekki framtíð fyrir sér hjá Liverpool í því leikkerfi sem Jürgen Klopp vill láta liðið sitt spila. Hann er þó enn leikmaður Liverpool og verður það eflaust út þessa leiktíð í minnsta lagi. Ekki þarf að efa að hann á eftir að bæta við leikjum og mörkum á meðan hann verður leikmaður Liverpool!
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan