| Sf. Gutt
Luis Suarez hefur verið krýndur markakóngur Evrópu fyrir leiktíðina 2015/16. Þetta er í annað sinn sem Úrúgvæjinn fær Gullskóinn en í fyrsta skipti sem hann fær skóinn einn.
Luis skoraði hvorki fleiri né færri en 40 deildarmörk á síðasta keppnistímabili og fær því skóinn góða. Hann skoraði fjórum mörkum meira en Argentínumaðurinn Gonzalo Higuaín sem lék með Napoli.
Luis Suarez fékk Gullskóinn líka eftir síðustu leiktíð sína, 2013/14, með Liverpool. Þá varð hann markakóngur Úrvalsdeildarinnar ensku með 31 mark. Það var metjöfnun í deildinni eftir að Úrvalsdeildin var stofnuð. En Luis deildi Gullskónum í það skiptið með Portúgalanum Cristiano Ronaldo leikmanni Real Madrid. Cristiano fékk skóinn í fyrra eftir að hafa skorað 48 mörk.
Luis varð spænskur meistari aðra leiktíðina í röð í vor auk þess að vera í sigurliði í bikarkeppninni. Hann hefur orðið tvöfaldur meistari báðar leiktíðar sínar á Spáni. Hann varð svo Evrópumeistari vorið 2015. Það ár vann Barcelona líka Stórbikar Evrópu og Heimsmeistarakeppni félagsliða. Fyrir þessa leiktíð vann Barcelona spænska Stórbikarinn. Luis hefur raðað inn mörkum og ferill hans hjá Barcelona er sannarlega glæsilegur það sem af er og hann nálgast 100 mörkin hraðbyri!
TIL BAKA
Luis Suarez markakóngur Evrópu!
Luis Suarez hefur verið krýndur markakóngur Evrópu fyrir leiktíðina 2015/16. Þetta er í annað sinn sem Úrúgvæjinn fær Gullskóinn en í fyrsta skipti sem hann fær skóinn einn.
Luis skoraði hvorki fleiri né færri en 40 deildarmörk á síðasta keppnistímabili og fær því skóinn góða. Hann skoraði fjórum mörkum meira en Argentínumaðurinn Gonzalo Higuaín sem lék með Napoli.
Luis Suarez fékk Gullskóinn líka eftir síðustu leiktíð sína, 2013/14, með Liverpool. Þá varð hann markakóngur Úrvalsdeildarinnar ensku með 31 mark. Það var metjöfnun í deildinni eftir að Úrvalsdeildin var stofnuð. En Luis deildi Gullskónum í það skiptið með Portúgalanum Cristiano Ronaldo leikmanni Real Madrid. Cristiano fékk skóinn í fyrra eftir að hafa skorað 48 mörk.
Luis varð spænskur meistari aðra leiktíðina í röð í vor auk þess að vera í sigurliði í bikarkeppninni. Hann hefur orðið tvöfaldur meistari báðar leiktíðar sínar á Spáni. Hann varð svo Evrópumeistari vorið 2015. Það ár vann Barcelona líka Stórbikar Evrópu og Heimsmeistarakeppni félagsliða. Fyrir þessa leiktíð vann Barcelona spænska Stórbikarinn. Luis hefur raðað inn mörkum og ferill hans hjá Barcelona er sannarlega glæsilegur það sem af er og hann nálgast 100 mörkin hraðbyri!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan