| Sf. Gutt

Ánægður með kvöldið!


Daniel Sturridge var á skotskónum á móti Tottenham í vikunni og skaut Liverpool áfram í átta liða úrslit í Deildarbikarnum. Daniel hafði fyrir leikinn ekki gengið vel að skora og aðeins skorað tvívegis á leiktíðinni. Hann sagði að það hefði verið góð tilfinning að skora á nýjan leik. 

,,Við fengum fullt af færum og spiluðum á köflum góða knattspyrnu. Mér fannst við verðskulda sigurinn þegar upp var staðið. Það var góð tilfinning að skora. Ég er þakklátur Guði fyrir hjálpa mér að komast í gegnum allt það sem ég hef þurft að takst á við. Ég er ánægður með kvöldið."


Daniel hefði getað skorað fleiri mörk en þau tvö sem hann skoraði en þetta hafði hann að segja um mörkin sín tvö. Fyrst seinna markið.

,,Það er stundum auðveldara að skora þegar maður fær nægan tíma einn á móti markmanni. En það getur flækt málið ef maður hugsar of mikið."

Fyrra markið kom eftir að Marko Grujic hafði reynt skot að marki Tottenham.

,,Eðlisávísunin færði mér fyrra markið. Ég hélt fyrst að hann ætlaði að gefa boltann en svo reyndi ég bara að bregðast snöggt við þegar hann skaut. Heppnin var með mér og ég skoraði."

Daniel Sturridge er nú kominn með fjögur mörk á leiktíðinni og hver veit nema hann fái sæti í byrjunarliðinu á laugardaginn á móti Crystal Palace. Hann hefur ekki alveg náð sér á strik í þeim deildarleikjum sem hann hefur spilað en vonandi nær hann að halda áfram að skora þegar hann fær tækifæri í liðinu. 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan