| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Veisla á Anfield
Það var boðið til veislu á Anfield í dag þegar Liverpool gersigraði Watford 6-1. Sem fyrr tókst nú ekki að halda markinu hreinu en það skiptir ekki máli þegar gestirnir þurfa að sækja boltann oftar úr sínu marki.
Eins og svo oft áður þurfti að gera breytingar á vörninni þar sem að Dejan Lovren var veikur og í hans stað kom Lucas í miðvörðinn við hlið Joel Matip. Nathaniel Clyne hélt sæti sínu í vörninni eins og venja er og hinumegin sneri James Milner aftur í vinstri bakvarðastöðuna. Framlínan og miðjan var svo óbreytt frá leiknum við Crystal Palace.
Leikurinn byrjaði kannski frekar rólega og gestirnir virtust vera mjög vel skipulagðir og héldu boltanum ágætlega þegar á þurfti að halda. Þeir virtust líka alveg geta skapað smá hættu uppvið mark Liverpool en eins og við var að búast voru heimamenn þó að fá hættulegri færi. Firmino átti fyrsta skot á mark gestanna en það var beint á Gomes í markinu. Óvænt dauðafæri féll svo Lucas í skaut eftir hornspyrnu en hann er nú sjaldan með markaskóna reimaða á sig og skot hans vinstra megin úr markteignum var beint á Gomes sem varði með góðu úthlaupi. Coutinho þrumaði svo í slána en var reyndar rangstæður þegar hann fékk boltann og hann var svo aftur á ferðinni skömmu síðar þegar hann skaut framhjá í teignum.
En eftir 27 mínútur var ísinn brotinn. Coutinho tók stutta hornspyrnu á Milner sem gaf honum boltann strax aftur. Föst sending Brasilíumannsins endaði á höfðinu á Sadio Mané og skalli hans var það góður að Gomes kom engum vörnum við í markinu. Þrem mínútum síðar var staðan orðin 2-0 og þar var Coutinho að verki með flottu skoti rétt fyrir utan teiginn sem fór á milli fóta eins varnarmanns Watford sem gerði það að verkum að markvörðurinn sá boltann of seint. Watford menn vissu varla hvaðan á sig stóð veðrið og þeir fengu á sig eitt mark í viðbót áður en flautað var til hálfleiks. Eins og svo oft áður vannst boltinn með góðri pressu á miðjunni, boltinn barst út til hægri á Lallana sem sendi fyrir markið og þar var Emre Can óvaldaður og skallaði boltann í markið. Staðan því orðin 3-0 og skömmu síðar flautaði dómarinn til hálfleiks.
Ef gestirnir voru að vonast til þess að Liverpool menn myndu eitthvað slaka á í seinni hálfleik þá skjátlaðist þeim hrapallega. Þegar klukkutími var liðinn af leiknum var staðan orðin 5-0. Fyrst skoraði Firmino á 57. mínútu og þrem mínútum síðar lagði hann upp annað mark Mané í leiknum og algjör hátíðarstemmning farin að myndast hjá meirihluta af áhorfendum á Anfield. Skömmu eftir markið var Mané skipt útaf fyrir Wijnaldum og heimamenn tóku kannski fótinn aðeins af bensíngjöfinni eftir að hafa skorað fimm mörk á klukkutíma. Gestirnir komust meira inní leikinn og Karius í markinu fékk eitthvað að gera. Hann varði nokkrum sinnum vel þegar Watford menn reyndu hvað þeir gátu til að minnka muninn en á 75. mínútu kom hann því miður engum vörnum við þegar Janmaat skoraði með hnitmiðuðu skoti í fjærhornið. Nokkrum mínútum áður hafði Daniel Sturridge komið inná fyrir Adam Lallana og hann minnti svo sannarlega á sig þær mínútur sem hann var inná því hann þrumaði tvisvar sinnum í þverslána með frábærum skotum sem því miður hefðu svo sannarlega mátt enda í netinu. En heppnin hefur ekki alveg verið hliðholl Sturridge í deildinni það sem af er tímabili en þvílíkt sem það er nú skemmtilegt að eiga svona mann á bekknum.
Heimamenn vildu eiga síðasta orð leiksins og það tókst í uppbótartíma þegar Sturridge átti skot að marki innan úr teignum sem var varið. Boltinn barst til Wijnaldum vinstra megin og hann var fyrstur til að átta sig, tók á móti boltanum og sendi hann rakleiðisí netið. Lokatölur leiksins því 6-1 og stærsti sigur tímabilsins staðreynd !
Liverpool: Karius, Clyne, Lucas, Matip, Milner, Henderson, Can, Lallana (Sturridge, 71. mín.), Mané (Wijnaldum, 63. mín.), Coutinho (Ejaria, 87. mín.), Firmino. Ónotaðir varamenn: Mignolet, Klavan, Moreno, Origi.
Mörk Liverpool: Mané (27. og 60. mín.), Coutinho (30. mín.), Can (43. mín.), Firmino (57. mín.) og Wijnaldum (90. mín.).
Gult spjald: Wijnaldum.
Watford: Gomes (Pantilimon, 33. mín.), Janmaat, Kaboul, Britos, Holebas, Amrabat, Behrami (Watson, 61. mín.), Capoue, Pereyra (Zuniga, 86. mín.), Ighalo, Deeney. Ónotaðir varamenn: Mariappa, Guédioura, Sinclair, Kabasele.
Mark Watford: Janmaat (75. mín.).
Gul spjöld: Britos og Holebas.
Áhorfendur á Anfield: 53.163.
Maður leiksins: Það er afskaplega erfitt að velja ekki Philippe Coutinho sem mann leiksins en hann var sem fyrr sá sem lét hlutina gerast í leiknum. Hann lagði upp mark, skoraði eitt, var duglegur að finna samherja sína og það er nánast vonlaust fyrir mótherjann að taka boltann af honum. Að öðrum ólöstuðum er það Coutinho sem fær nafnbótina maður leiksins að þessu sinni.
Jurgen Klopp: Þegar úrslitin eru svona góð halda margir að þetta hafi verið létt en það er gríðarlega mikil og erfið vinna á bakvið svona sigur. Úrslitin eru frábær og frammistaðan stórkostleg. En önnur lið hafa staðið sig mjög vel undanfarið og við þurfum að vera virkilega góðir. Góð úrslit og fín frammistaða hjálpar sjálfstraustinu. Nú sendum við leikmenn út um allan heim og vonandi fáum við þá alla heila til baka fyrir erfiðan leik gegn Southampton. Það er ekki hægt að fagna neinu sem stendur, það er á ábyrgð leikmanna að spila vel þegar þeir klæðast treyju Liverpool og þetta er alltsaman fínt eins og staðan er núna."
Fróðleikur:
- Þetta var stærsti sigur Liverpool á Watford í sögu félaganna.
- Lucas Leiva spilaði sinn 320. leik fyrir félagið í öllum keppnum.
- Þeir Coutinho, Firmino og Mané eru nú allir búnir að skora 6 mörk í öllum keppnum.
- Mané er þó sá eini sem hefur skorað öll sín mörk eingöngu í deildinni.
- Alls hafa 13 leikmenn skorað fyrir félagið það sem af er leiktíð og verður það að teljast nokkuð gott.
- Liverpool sitja nú einir á toppnum í deildinni með 26 stig eftir 11 leiki.
Hér má sjá myndir úr leiknum.
Eins og svo oft áður þurfti að gera breytingar á vörninni þar sem að Dejan Lovren var veikur og í hans stað kom Lucas í miðvörðinn við hlið Joel Matip. Nathaniel Clyne hélt sæti sínu í vörninni eins og venja er og hinumegin sneri James Milner aftur í vinstri bakvarðastöðuna. Framlínan og miðjan var svo óbreytt frá leiknum við Crystal Palace.
Leikurinn byrjaði kannski frekar rólega og gestirnir virtust vera mjög vel skipulagðir og héldu boltanum ágætlega þegar á þurfti að halda. Þeir virtust líka alveg geta skapað smá hættu uppvið mark Liverpool en eins og við var að búast voru heimamenn þó að fá hættulegri færi. Firmino átti fyrsta skot á mark gestanna en það var beint á Gomes í markinu. Óvænt dauðafæri féll svo Lucas í skaut eftir hornspyrnu en hann er nú sjaldan með markaskóna reimaða á sig og skot hans vinstra megin úr markteignum var beint á Gomes sem varði með góðu úthlaupi. Coutinho þrumaði svo í slána en var reyndar rangstæður þegar hann fékk boltann og hann var svo aftur á ferðinni skömmu síðar þegar hann skaut framhjá í teignum.
En eftir 27 mínútur var ísinn brotinn. Coutinho tók stutta hornspyrnu á Milner sem gaf honum boltann strax aftur. Föst sending Brasilíumannsins endaði á höfðinu á Sadio Mané og skalli hans var það góður að Gomes kom engum vörnum við í markinu. Þrem mínútum síðar var staðan orðin 2-0 og þar var Coutinho að verki með flottu skoti rétt fyrir utan teiginn sem fór á milli fóta eins varnarmanns Watford sem gerði það að verkum að markvörðurinn sá boltann of seint. Watford menn vissu varla hvaðan á sig stóð veðrið og þeir fengu á sig eitt mark í viðbót áður en flautað var til hálfleiks. Eins og svo oft áður vannst boltinn með góðri pressu á miðjunni, boltinn barst út til hægri á Lallana sem sendi fyrir markið og þar var Emre Can óvaldaður og skallaði boltann í markið. Staðan því orðin 3-0 og skömmu síðar flautaði dómarinn til hálfleiks.
Ef gestirnir voru að vonast til þess að Liverpool menn myndu eitthvað slaka á í seinni hálfleik þá skjátlaðist þeim hrapallega. Þegar klukkutími var liðinn af leiknum var staðan orðin 5-0. Fyrst skoraði Firmino á 57. mínútu og þrem mínútum síðar lagði hann upp annað mark Mané í leiknum og algjör hátíðarstemmning farin að myndast hjá meirihluta af áhorfendum á Anfield. Skömmu eftir markið var Mané skipt útaf fyrir Wijnaldum og heimamenn tóku kannski fótinn aðeins af bensíngjöfinni eftir að hafa skorað fimm mörk á klukkutíma. Gestirnir komust meira inní leikinn og Karius í markinu fékk eitthvað að gera. Hann varði nokkrum sinnum vel þegar Watford menn reyndu hvað þeir gátu til að minnka muninn en á 75. mínútu kom hann því miður engum vörnum við þegar Janmaat skoraði með hnitmiðuðu skoti í fjærhornið. Nokkrum mínútum áður hafði Daniel Sturridge komið inná fyrir Adam Lallana og hann minnti svo sannarlega á sig þær mínútur sem hann var inná því hann þrumaði tvisvar sinnum í þverslána með frábærum skotum sem því miður hefðu svo sannarlega mátt enda í netinu. En heppnin hefur ekki alveg verið hliðholl Sturridge í deildinni það sem af er tímabili en þvílíkt sem það er nú skemmtilegt að eiga svona mann á bekknum.
Heimamenn vildu eiga síðasta orð leiksins og það tókst í uppbótartíma þegar Sturridge átti skot að marki innan úr teignum sem var varið. Boltinn barst til Wijnaldum vinstra megin og hann var fyrstur til að átta sig, tók á móti boltanum og sendi hann rakleiðisí netið. Lokatölur leiksins því 6-1 og stærsti sigur tímabilsins staðreynd !
Liverpool: Karius, Clyne, Lucas, Matip, Milner, Henderson, Can, Lallana (Sturridge, 71. mín.), Mané (Wijnaldum, 63. mín.), Coutinho (Ejaria, 87. mín.), Firmino. Ónotaðir varamenn: Mignolet, Klavan, Moreno, Origi.
Mörk Liverpool: Mané (27. og 60. mín.), Coutinho (30. mín.), Can (43. mín.), Firmino (57. mín.) og Wijnaldum (90. mín.).
Gult spjald: Wijnaldum.
Watford: Gomes (Pantilimon, 33. mín.), Janmaat, Kaboul, Britos, Holebas, Amrabat, Behrami (Watson, 61. mín.), Capoue, Pereyra (Zuniga, 86. mín.), Ighalo, Deeney. Ónotaðir varamenn: Mariappa, Guédioura, Sinclair, Kabasele.
Mark Watford: Janmaat (75. mín.).
Gul spjöld: Britos og Holebas.
Áhorfendur á Anfield: 53.163.
Maður leiksins: Það er afskaplega erfitt að velja ekki Philippe Coutinho sem mann leiksins en hann var sem fyrr sá sem lét hlutina gerast í leiknum. Hann lagði upp mark, skoraði eitt, var duglegur að finna samherja sína og það er nánast vonlaust fyrir mótherjann að taka boltann af honum. Að öðrum ólöstuðum er það Coutinho sem fær nafnbótina maður leiksins að þessu sinni.
Jurgen Klopp: Þegar úrslitin eru svona góð halda margir að þetta hafi verið létt en það er gríðarlega mikil og erfið vinna á bakvið svona sigur. Úrslitin eru frábær og frammistaðan stórkostleg. En önnur lið hafa staðið sig mjög vel undanfarið og við þurfum að vera virkilega góðir. Góð úrslit og fín frammistaða hjálpar sjálfstraustinu. Nú sendum við leikmenn út um allan heim og vonandi fáum við þá alla heila til baka fyrir erfiðan leik gegn Southampton. Það er ekki hægt að fagna neinu sem stendur, það er á ábyrgð leikmanna að spila vel þegar þeir klæðast treyju Liverpool og þetta er alltsaman fínt eins og staðan er núna."
Fróðleikur:
- Þetta var stærsti sigur Liverpool á Watford í sögu félaganna.
- Lucas Leiva spilaði sinn 320. leik fyrir félagið í öllum keppnum.
- Þeir Coutinho, Firmino og Mané eru nú allir búnir að skora 6 mörk í öllum keppnum.
- Mané er þó sá eini sem hefur skorað öll sín mörk eingöngu í deildinni.
- Alls hafa 13 leikmenn skorað fyrir félagið það sem af er leiktíð og verður það að teljast nokkuð gott.
- Liverpool sitja nú einir á toppnum í deildinni með 26 stig eftir 11 leiki.
Hér má sjá myndir úr leiknum.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan