| Sf. Gutt
Sheyi Ojo er aftur tiltækur eftir meiðsli. Hann meiddist í baki á undirbúningstímabilinu og hefur ekki spilað síðan. Þetta eru góðar fréttir því útherjinn ungi lofaði góðu í þeim leikjum sem hann spilaði á síðustu leiktíð.
Sheyi var kallaður úr láni frá Wolverhampton Wanderes í byrjun árs þar sem hann þótti standa sig vel og spilaði 11 leiki til vors auk þess sem hann skoraði eitt mark. Sheyi var í landsliðhópi Englands á Evrópumóti undir 19 ára liða í Þýskalandi í sumar og var með betri mönnum enska liðsins sem komst í undanúrslit þar sem það féll úr leik fyrir Ítalíu.
Strax eftir mótið dreif Sheyi sig til liðs við Liverpool sem var að æfa fyrir komandi leiktíð. Hann skoraði eitt mark þegar Liverpool tapaði 2:1 fyrir Roma í Bandaríkjunum en markið sést á mynd hér að ofan. Hann meiddist svo í baki og gat ekki æft aftur fyrr en í nóvember. Sumir töldu að hann hefði betur tekið sér svolítið frí eftir Evrópumótið. En hvernig sem það var þá er hann aftur kominn á skrið og vonandi tekur hann aftur upp þráðinn þaðan sem frá var horfið áður en hann meiddist.
TIL BAKA
Sheyi Ojo aftur tiltækur

Sheyi Ojo er aftur tiltækur eftir meiðsli. Hann meiddist í baki á undirbúningstímabilinu og hefur ekki spilað síðan. Þetta eru góðar fréttir því útherjinn ungi lofaði góðu í þeim leikjum sem hann spilaði á síðustu leiktíð.
Sheyi var kallaður úr láni frá Wolverhampton Wanderes í byrjun árs þar sem hann þótti standa sig vel og spilaði 11 leiki til vors auk þess sem hann skoraði eitt mark. Sheyi var í landsliðhópi Englands á Evrópumóti undir 19 ára liða í Þýskalandi í sumar og var með betri mönnum enska liðsins sem komst í undanúrslit þar sem það féll úr leik fyrir Ítalíu.

Strax eftir mótið dreif Sheyi sig til liðs við Liverpool sem var að æfa fyrir komandi leiktíð. Hann skoraði eitt mark þegar Liverpool tapaði 2:1 fyrir Roma í Bandaríkjunum en markið sést á mynd hér að ofan. Hann meiddist svo í baki og gat ekki æft aftur fyrr en í nóvember. Sumir töldu að hann hefði betur tekið sér svolítið frí eftir Evrópumótið. En hvernig sem það var þá er hann aftur kominn á skrið og vonandi tekur hann aftur upp þráðinn þaðan sem frá var horfið áður en hann meiddist.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan