| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Leikur hinna glötuðu færa
Liverpool og Southampton gerðu markalaust jafntefli á heimavelli síðarnefnda liðsins í dag þar sem leikmenn gestanna geta nagað sig í handarbökin yfir því að hafa ekki nýtt færin sín betur.
Eins og margir bjuggust við var Adam Lallana ekki í leikmannahópnum að þessu sinni og í hans stað kom Gini Wijnaldum inn. Var það eina breytingin sem Klopp þurfti að gera frá síðasta leik þar sem Coutinho var klár í slaginn og byrjaði leikinn.
Það var hellirigning nánast allan leikinn og völlurinn var nokkuð þungur vegna þess og fyrri hálfleikur spilaðist kannski ekki eins og bæði lið vildu. Liverpool menn virtust ekki alveg ná sinni hápressu eins og þeir eru vanir en engu að síður héldu heimamenn ekki boltanum vel. Þeir vörðust hinsvegar nokkuð aftarlega og lokuðu þannig svæðum sem gerði Liverpool mönnum erfitt fyrir. Það var svo ekki fyrr en á 28. mínútu sem fyrsta færi leiksins kom en þá var Clyne á auðum sjó úti hægra megin og Coutinho sendi boltann til hans. Clyne sendi lága sendingu inn á teiginn þar sem Emre Can og Gini Wijnaldum fleyttu boltanum áfram út til vinstri þar sem Mané þrumaði að marki. Skotið var þó nokkuð beint á Forster í markinu sem sló boltann yfir.
Ekki svo löngu síðar reyndi Coutinho langskot en að þessu sinni var skotið slakt og boltinn rúllaði framhjá markinu Hættulegasta færi fyrri hálfleiks kom svo þegar Wijnaldum var fljótur að hugsa og sendi Mané nánast einan í gegn með góðri sendingu. Mané skeiðaði í átt að marki en frábær varnarleikur hjá van Dijk kom í veg fyrir að Mané næði að skjóta á markið. Það hefði varla þurft að spyrja að leikslokum ef Mané hefði hitt á markið þar. Síðasta orð fyrri hálfleiks átti svo Wijnaldum þegar hann skaut framhjá markinu með skoti fyrir utan vítateig. Heimamenn höfðu semsagt komist lítið áleiðis það sem af var leiks en héldu þó enná gestunum í skefjun.
Það var kannski sama sagan í seinni hálfleik en gestirnir voru þó ívið beittari í sínum sóknaraðgerðum og pressuðu betur. Firmino gerði tilkall til þess að fá vítaspyrnu snemma í seinni hálfleik en hann hafði lítið til síns máls þar. Mané átti svo skot að marki sem Forster varði vel en örskömmu síðar fékk Coutinho frábært færi þegar Firmino sendi hann einan í gegn. Eitthvað voru fætur Brasilíumannsins að þvælast fyrir honum því hann virtist ekki koma boltanum nógu vel fyrir sig og truflaði eiginlega sjálfan sig í skotinu. José Fonte, varnarmaður Southamtpton átti einnig góða tæklingu á Coutinho í skotinu og færið fór því forgörðum. Besta færi heimamanna kom svo þegar Soares sendi fyrir markið frá hægri og þar kom Charlie Austin aðvífandi og skallaði rétt framhjá markinu.
En bestu færi gestanna héldu áfram að koma og næstur á dagskrá til að fela höfuðið í höndum sér eftir slæmt skot var Emre Can en hann skaut framhjá úr fínu færi. Menn voru þarna farnir að halda að boltinn ætlaði bara alls ekki í netið hjá Liverpool í þessum leik og sennilega sannfærðust allir um það þegar Firmino fékk frábært færi eftir sendingu frá Coutinho. Það virtist næsta auðvelt að senda boltann í fjærhornið og það reyndi hann að gera en því miður fór boltinn framhjá. Daniel Sturridge kom inná þegar 12 mínútur voru eftir og hann lét strax að sér kveða þegar hann skapaði enn eitt dauðafærið með frábærri sendingu fyrir markið. Clyne kom þar aðvífandi og skallaði framhjá markinu ! Gestirnir reyndu allt hvað þeir gátu til að næla í sigur en það tókst því miður ekki og niðurstaðan því annað markalausa jafntefli liðsins á tímabilinu. Við reynum þó að líta á björtu hliðarnar og fagna því að mótherjanum tókst ekki að skora en því miður náðist það ekki hinumegin á vellinum heldur.
Southampton: Forster, Soares, Fonte, van Dijk, Bertrand, Hojberg (Reed, 78. mín.), Romeu, Davis, Redmond, Austin (Rodriguez, 75. mín.), Boufal (Long 66. mín.). Ónotaðir varamenn: Taylor, Yoshida, Clasie, Martina.
Gult spjald: Soares.
Liverpool: Karius, Clyne, Matip, Lovren, Milner, Henderson, Wijnaldum, Can (Sturridge, 78. mín.), Mané (Origi, 90. mín.), Firmino, Coutinho. Ónotaðir varamenn: Mignolet, Moreno, Klavan, Grujic, Lucas.
Gult spjald: Coutinho.
Maður leiksins: Nathaniel Clyne er maður leiksins að þessu sinni. Hann sýnir það leik eftir leik hversu mikilvægur hann er þessu liði með góðum varnarleik og þegar liðið sækir er hann alltaf mættur úti hægra megin til að styðja við sóknarleikinn. Hann hefði auðvitað átt að skora í þessum leik en það breytir því ekki að hann var besti maður liðsins að öðrum ólöstuðum.
Jurgen Klopp: ,,Við hefðum getað unnið leikinn en þegar upp er staðið er ég ánægður með frammistöðuna. Þetta var útileikur gegn Southampton og frammistaðan var góð, auk þess héldum við markinu hreinu. Oftar en ekki tapar maður svona leikjum þar sem menn verða pirraðir og gera mistök sem leiða til þess að mótherjinn skorar."
,,Þegar menn eru tilbúnir til að vinna fyrir sínu þá verðskulda menn að minnsta kosti jafntefli. Þetta var ekki okkar besti dagur en svo sannarlega ekki sá versti heldur. Það er þéttur pakki á toppi deildarinnar og það er gott. Mörg lið eru að berjast á sama stað, deildin er erfið og við erum í ágætri stöðu sem okkur líkar vel við."
Fróðleikur:
- Emre Can spilaði sinn 100. leik fyrir félagið í öllum keppnum.
- Í fyrsta skipti í síðustu 12 útileikjum Liverpool tókst að halda markinu hreinu.
- Leikmenn Southampton áttu ekki skot sem hitti á markið í leiknum en það hefur ekki gerst síðan 2004, þá einmitt gegn Liverpool líka.
Hér má sjá myndir úr leiknum.
Eins og margir bjuggust við var Adam Lallana ekki í leikmannahópnum að þessu sinni og í hans stað kom Gini Wijnaldum inn. Var það eina breytingin sem Klopp þurfti að gera frá síðasta leik þar sem Coutinho var klár í slaginn og byrjaði leikinn.
Það var hellirigning nánast allan leikinn og völlurinn var nokkuð þungur vegna þess og fyrri hálfleikur spilaðist kannski ekki eins og bæði lið vildu. Liverpool menn virtust ekki alveg ná sinni hápressu eins og þeir eru vanir en engu að síður héldu heimamenn ekki boltanum vel. Þeir vörðust hinsvegar nokkuð aftarlega og lokuðu þannig svæðum sem gerði Liverpool mönnum erfitt fyrir. Það var svo ekki fyrr en á 28. mínútu sem fyrsta færi leiksins kom en þá var Clyne á auðum sjó úti hægra megin og Coutinho sendi boltann til hans. Clyne sendi lága sendingu inn á teiginn þar sem Emre Can og Gini Wijnaldum fleyttu boltanum áfram út til vinstri þar sem Mané þrumaði að marki. Skotið var þó nokkuð beint á Forster í markinu sem sló boltann yfir.
Ekki svo löngu síðar reyndi Coutinho langskot en að þessu sinni var skotið slakt og boltinn rúllaði framhjá markinu Hættulegasta færi fyrri hálfleiks kom svo þegar Wijnaldum var fljótur að hugsa og sendi Mané nánast einan í gegn með góðri sendingu. Mané skeiðaði í átt að marki en frábær varnarleikur hjá van Dijk kom í veg fyrir að Mané næði að skjóta á markið. Það hefði varla þurft að spyrja að leikslokum ef Mané hefði hitt á markið þar. Síðasta orð fyrri hálfleiks átti svo Wijnaldum þegar hann skaut framhjá markinu með skoti fyrir utan vítateig. Heimamenn höfðu semsagt komist lítið áleiðis það sem af var leiks en héldu þó enná gestunum í skefjun.
Það var kannski sama sagan í seinni hálfleik en gestirnir voru þó ívið beittari í sínum sóknaraðgerðum og pressuðu betur. Firmino gerði tilkall til þess að fá vítaspyrnu snemma í seinni hálfleik en hann hafði lítið til síns máls þar. Mané átti svo skot að marki sem Forster varði vel en örskömmu síðar fékk Coutinho frábært færi þegar Firmino sendi hann einan í gegn. Eitthvað voru fætur Brasilíumannsins að þvælast fyrir honum því hann virtist ekki koma boltanum nógu vel fyrir sig og truflaði eiginlega sjálfan sig í skotinu. José Fonte, varnarmaður Southamtpton átti einnig góða tæklingu á Coutinho í skotinu og færið fór því forgörðum. Besta færi heimamanna kom svo þegar Soares sendi fyrir markið frá hægri og þar kom Charlie Austin aðvífandi og skallaði rétt framhjá markinu.
En bestu færi gestanna héldu áfram að koma og næstur á dagskrá til að fela höfuðið í höndum sér eftir slæmt skot var Emre Can en hann skaut framhjá úr fínu færi. Menn voru þarna farnir að halda að boltinn ætlaði bara alls ekki í netið hjá Liverpool í þessum leik og sennilega sannfærðust allir um það þegar Firmino fékk frábært færi eftir sendingu frá Coutinho. Það virtist næsta auðvelt að senda boltann í fjærhornið og það reyndi hann að gera en því miður fór boltinn framhjá. Daniel Sturridge kom inná þegar 12 mínútur voru eftir og hann lét strax að sér kveða þegar hann skapaði enn eitt dauðafærið með frábærri sendingu fyrir markið. Clyne kom þar aðvífandi og skallaði framhjá markinu ! Gestirnir reyndu allt hvað þeir gátu til að næla í sigur en það tókst því miður ekki og niðurstaðan því annað markalausa jafntefli liðsins á tímabilinu. Við reynum þó að líta á björtu hliðarnar og fagna því að mótherjanum tókst ekki að skora en því miður náðist það ekki hinumegin á vellinum heldur.
Southampton: Forster, Soares, Fonte, van Dijk, Bertrand, Hojberg (Reed, 78. mín.), Romeu, Davis, Redmond, Austin (Rodriguez, 75. mín.), Boufal (Long 66. mín.). Ónotaðir varamenn: Taylor, Yoshida, Clasie, Martina.
Gult spjald: Soares.
Liverpool: Karius, Clyne, Matip, Lovren, Milner, Henderson, Wijnaldum, Can (Sturridge, 78. mín.), Mané (Origi, 90. mín.), Firmino, Coutinho. Ónotaðir varamenn: Mignolet, Moreno, Klavan, Grujic, Lucas.
Gult spjald: Coutinho.
Maður leiksins: Nathaniel Clyne er maður leiksins að þessu sinni. Hann sýnir það leik eftir leik hversu mikilvægur hann er þessu liði með góðum varnarleik og þegar liðið sækir er hann alltaf mættur úti hægra megin til að styðja við sóknarleikinn. Hann hefði auðvitað átt að skora í þessum leik en það breytir því ekki að hann var besti maður liðsins að öðrum ólöstuðum.
Jurgen Klopp: ,,Við hefðum getað unnið leikinn en þegar upp er staðið er ég ánægður með frammistöðuna. Þetta var útileikur gegn Southampton og frammistaðan var góð, auk þess héldum við markinu hreinu. Oftar en ekki tapar maður svona leikjum þar sem menn verða pirraðir og gera mistök sem leiða til þess að mótherjinn skorar."
,,Þegar menn eru tilbúnir til að vinna fyrir sínu þá verðskulda menn að minnsta kosti jafntefli. Þetta var ekki okkar besti dagur en svo sannarlega ekki sá versti heldur. Það er þéttur pakki á toppi deildarinnar og það er gott. Mörg lið eru að berjast á sama stað, deildin er erfið og við erum í ágætri stöðu sem okkur líkar vel við."
Fróðleikur:
- Emre Can spilaði sinn 100. leik fyrir félagið í öllum keppnum.
- Í fyrsta skipti í síðustu 12 útileikjum Liverpool tókst að halda markinu hreinu.
- Leikmenn Southampton áttu ekki skot sem hitti á markið í leiknum en það hefur ekki gerst síðan 2004, þá einmitt gegn Liverpool líka.
Hér má sjá myndir úr leiknum.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan