| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Spáð í spilin
Fyrsti leikur liðsins í jóla- og áramótatörninni að þessu sinni er gegn Stoke City á Anfield í dag. Leikurinn hefst kl. 17:15 og eftir úrslit gærdagsins er ljóst að liðið má illa við því að tapa stigum.
Okkar menn sitja í þriðja sæti deildarinnar með 37 stig fyrir þennan leik en Stoke City eru í 12. sæti með 21 stig. Stoke byrjuðu tímabilið mjög illa en hafa aðeins rétt úr kútnum eftir því sem liðið hefur á og þeir eru sem fyrr ávallt erfiðir við að eiga. Af meiðslalistanum er það að frétta hjá Liverpool að Philippe Coutinho er sem fyrr meiddur en það styttist í endurkomu hans. Fyrst var talið að hann gæti verið klár í slaginn í næsta leik gegn Manchester City en nú eru taldar litlar líkur á því. Joel Matip er einnig tæpur fyrir þennan leik og líklega verður ekki tekin áhætta með hann í þessum leik og frekar reynt að hafa hann tilbúinn í stórleikinn á Gamlársdag. Aðrir leikmenn ættu að vera tilbúnir og eftir stórskemmtilegan sigur á Everton í síðasta leik má búast við því að Klopp og hans menn séu aldeilis tilbúnir í slaginn.
Gestirnir glíma við smávægileg meiðslavandræði einnig en þeir Jack Butland, Phil Bardsley, Geoff Cameron og Stephen Ireland eru meiddir auk þess sem Marko Arnautovic er í leikbanni. Mark Muniesa á við smávægileg meiðsli að stríða en ætti að vera klár í þennan leik ef marka má fréttir. Stoke hafa ekki átt góðu gengi að fagna í gegnum árin á Anfield en síðan árið 1959 hafa þeir aðeins unnið þrjá leiki gegn Liverpool og í úrvalsdeildinni hafa þeir hingað til ekki náð að vinna. Vonandi heldur slæmt gengi þeirra áfram í dag en þó er ágætt að hafa í huga að Stoke eru síðasta liðið sem vann sigur á Liverpool í Anfield en í janúar unnu þeir 0-1 sigur í seinni leik undanúrslitanna í deildarbikarnum en eftir vítaspyrnukeppni stóðu okkar menn þó uppi sem sigurvegarar. Síðast þegar liðin mættust hinsvegar í deildinni á Anfield sigruðu okkar menn 4-1. Alberto Moreno skoraði fyrsta markið á 8. mínútu en Bojan Krkic jafnaði metin á 22. mínútu. Lengra komust gestirnir ekki því Daniel Sturridge skoraði á 32. mínútu og Divock Origi bætti svo við tveimur mörkum í seinni hálfleik en hann kom inná sem varamaður í hálfleik.
Margir fyrrum leikmenn Liverpool eru á mála hjá Stoke en það eru þeir Peter Crouch, Glen Johnson, Charlie Adam og Joe Allen. Sá síðastnefndi hefur staðið sig mjög vel eftir að hafa gengið til liðs við Stoke í sumar og fyrrum liðsfélagar hans þurfa að hafa góðar gætur á honum í þessum leik því hann er jú sem stendur markahæstur leikmanna Stoke á tímabilinu með fimm mörk. Stoke hafa líka staðið sig ágætlega á útivelli á tímabilinu og í síðustu fimm leikjum að heiman hafa þeir aðeins tapað einum leik, gert jafntefli í tveimur og unnið tvo leiki. Að sama skapi er gengi okkar manna á Anfield gott það sem af er tímabili og það er óskandi að leikmenn liðsins haldi áfram góðu gengi þar.
Spáin að þessu sinni er sú að okkar menn vinni sigur 2-1. Ekki tekst að halda hreinu þriðja leikinn í röð en sigur vinnst engu að síður þar sem gestirnir ná að jafna metin 1-1 en sigurmarkið kemur um miðjan seinni hálfleik.
Fróðleikur:
- Sadio Mané er markahæstur leikmanna félagsins það sem af er tímabili með 8 mörk.
- Nathaniel Clyne og Jordan Henderson eru einu leikmenn félagsins sem hafa spilað alla leikina í úrvalsdeildinni til þessa, 17 talsins.
- Liverpool hafa skorað 41 mark í deildinni til þessa og fengið á sig 20 mörk.
- Stoke City hafa til þessa skorað 19 mörk og fengið á sig 24.
Okkar menn sitja í þriðja sæti deildarinnar með 37 stig fyrir þennan leik en Stoke City eru í 12. sæti með 21 stig. Stoke byrjuðu tímabilið mjög illa en hafa aðeins rétt úr kútnum eftir því sem liðið hefur á og þeir eru sem fyrr ávallt erfiðir við að eiga. Af meiðslalistanum er það að frétta hjá Liverpool að Philippe Coutinho er sem fyrr meiddur en það styttist í endurkomu hans. Fyrst var talið að hann gæti verið klár í slaginn í næsta leik gegn Manchester City en nú eru taldar litlar líkur á því. Joel Matip er einnig tæpur fyrir þennan leik og líklega verður ekki tekin áhætta með hann í þessum leik og frekar reynt að hafa hann tilbúinn í stórleikinn á Gamlársdag. Aðrir leikmenn ættu að vera tilbúnir og eftir stórskemmtilegan sigur á Everton í síðasta leik má búast við því að Klopp og hans menn séu aldeilis tilbúnir í slaginn.
Gestirnir glíma við smávægileg meiðslavandræði einnig en þeir Jack Butland, Phil Bardsley, Geoff Cameron og Stephen Ireland eru meiddir auk þess sem Marko Arnautovic er í leikbanni. Mark Muniesa á við smávægileg meiðsli að stríða en ætti að vera klár í þennan leik ef marka má fréttir. Stoke hafa ekki átt góðu gengi að fagna í gegnum árin á Anfield en síðan árið 1959 hafa þeir aðeins unnið þrjá leiki gegn Liverpool og í úrvalsdeildinni hafa þeir hingað til ekki náð að vinna. Vonandi heldur slæmt gengi þeirra áfram í dag en þó er ágætt að hafa í huga að Stoke eru síðasta liðið sem vann sigur á Liverpool í Anfield en í janúar unnu þeir 0-1 sigur í seinni leik undanúrslitanna í deildarbikarnum en eftir vítaspyrnukeppni stóðu okkar menn þó uppi sem sigurvegarar. Síðast þegar liðin mættust hinsvegar í deildinni á Anfield sigruðu okkar menn 4-1. Alberto Moreno skoraði fyrsta markið á 8. mínútu en Bojan Krkic jafnaði metin á 22. mínútu. Lengra komust gestirnir ekki því Daniel Sturridge skoraði á 32. mínútu og Divock Origi bætti svo við tveimur mörkum í seinni hálfleik en hann kom inná sem varamaður í hálfleik.
Margir fyrrum leikmenn Liverpool eru á mála hjá Stoke en það eru þeir Peter Crouch, Glen Johnson, Charlie Adam og Joe Allen. Sá síðastnefndi hefur staðið sig mjög vel eftir að hafa gengið til liðs við Stoke í sumar og fyrrum liðsfélagar hans þurfa að hafa góðar gætur á honum í þessum leik því hann er jú sem stendur markahæstur leikmanna Stoke á tímabilinu með fimm mörk. Stoke hafa líka staðið sig ágætlega á útivelli á tímabilinu og í síðustu fimm leikjum að heiman hafa þeir aðeins tapað einum leik, gert jafntefli í tveimur og unnið tvo leiki. Að sama skapi er gengi okkar manna á Anfield gott það sem af er tímabili og það er óskandi að leikmenn liðsins haldi áfram góðu gengi þar.
Spáin að þessu sinni er sú að okkar menn vinni sigur 2-1. Ekki tekst að halda hreinu þriðja leikinn í röð en sigur vinnst engu að síður þar sem gestirnir ná að jafna metin 1-1 en sigurmarkið kemur um miðjan seinni hálfleik.
Fróðleikur:
- Sadio Mané er markahæstur leikmanna félagsins það sem af er tímabili með 8 mörk.
- Nathaniel Clyne og Jordan Henderson eru einu leikmenn félagsins sem hafa spilað alla leikina í úrvalsdeildinni til þessa, 17 talsins.
- Liverpool hafa skorað 41 mark í deildinni til þessa og fengið á sig 20 mörk.
- Stoke City hafa til þessa skorað 19 mörk og fengið á sig 24.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan