| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Góður sigur á Stoke
Liverpool vann Stoke City 4-1 í fyrsta leik jóla- og áramótatarnarinnar. Eftir smá hökt í byrjun þar sem gestirnir komust yfir hrukku Liverpool menn í gang og lönduðu öruggum sigri.
Jurgen Klopp stillti upp óbreyttu byrjunarliði þriðja leikinn í röð sem þýddi að þeir Emre Can og Daniel Sturridge þurftu að sætta sig við að sitja á bekknum. En eftir góð úrslit í síðustu tveim leikjum kemur svosem ekki á óvart að Klopp skuli halda sig við sama lið. En byrjun leiksins var kannski ekki það sem við Liverpool menn vildum sjá en gestirnir frá Stoke mættu klárlega tilbúnir í þennan leik og voru duglegir að pressa öftustu varnarlínu frá fyrstu mínútu. Leikmenn Liverpool komust ekki alveg í takt við leikinn og á 12. mínútu var þeim refsað. Eftir að hafa mistekist að hreinsa tvisvar sinnum frá markinu fékk Pieters boltann úti vinstra megin og hann sendi fyrir markið þar sem Jonathan Walters skallaði boltann í markið úr þröngu færi. Mignolet hafði hönd á bolta en það dugði ekki til. Gestirnir komnir yfir og það verður að segjast að það hafi verið nokkuð verðskuldað.
Áfram héldu þeir að gera varnar- og miðjumönnum Liverpool lífið leitt og fremstu sóknarmenn Liverpool komust ekki í takt við leikinn. Það mátti svo litlu muna að Stoke kæmist í 2-0 ekki svo löngu síðar þegar enn eitt klafsið upp við vítateigslínu endaði með því að Joe Allen var kominn í gott skotfæri. Skot hans var hinsvegar vel varið af Mignolet í markinu og heppnin var kannski eilítið á bandi Liverpool þarna því boltinn barst ekki til Peter Crouch sem var aleinn fyrir opnu marki. Erik Pieters var þó fyrstur til að ná til boltans en skot hans var ekki fast og Klavan hreinsaði frá marki. Þetta virtist þó vera það sem til þurfti til að leikmenn Liverpool hættu þessu hálfkáki og nú fóru menn að spila boltanum almennilega á milli sín og skapa hættu uppvið mark gestanna. Firmino komst nálægt því að skora þegar hann fékk boltann hægra megin í teignum, lék aðeins nær markinu og lét vaða en þar var Crouch mættur til að bjarga á marklínu. Pressan hélt áfram og heimamenn jöfnuðu metin á 34. mínútu. Origi sendi frábæra sendingu út til hægri á Mané sem skeiðaði upp hægri kantinn, sendi fyrir markið á Lallana sem missti boltann frá sér en varnarmenn Stoke náðu ekki að hreinsa frá marki og Lallana fékk boltann aftur nánast út við endalínu og sendi boltann í markið úr þröngu færi. Virkilega kærkomið jöfnunarmark og því var að sjálfsögðu gríðarlega vel fagnað.
Liverpool menn héldu áfram að spila vel og tíu mínútum síðar skoraði Firmino með skoti úr teignum sem fór stöngin, stöngin inn og staðan orðin 2-1. Brasilíumaðurinn gerði þarna einstaklega vel að ná skotinu umkringdur varnarmönnum Stoke og þessu marki var nú ekki síður meira fagnað en því fyrsta. Liverpool komnir yfir fyrir lok hálfleiksins og var það eitthvað sem ekki var í spilunum fyrsta hálftímann í leiknum. Í seinni hálfleik var svo liðið sem við erum farin að þekkja svo vel mætt til leiks frá fyrstu mínútu. Leikmenn héldu boltanum vel, sköpuðu hættu uppvið mark gestanna og vörðust afskaplega vel sem liðsheild. Þriðja markið leit dagsins ljós eftir tæplega klukkutíma leik og var það sjálfsmark Imbula en hann var þar fyrri til að ná til boltans eftir fyrirgjöf frá Origi en Sadio Mané var þar rétt fyrir aftan og hefði klárlega náð að skora ef hann hefði verið fyrri til. Tíu mínútum síðar setti Klopp þá Emre Can og Daniel Sturridge inn fyrir Lallana og Origi. Sturridge var ekki búinn að vera lengi inná þegar hann var búinn að skora fjórða markið. Ryan Shawcross gerði þá slæm mistök þegar hann hugðist senda boltann til baka á markvörð sinn. Sturridge komst inní sendinguna, lék snilldarlega á markvörðinn og sendi boltann í autt markið. Fyrsta deildarmark Sturridge á leiktíðinni leit þar loksins dagsins ljós ! Jólahátíðin var svo sannarlega gengin í garð á Anfield.
Eftir þetta gerðist fátt markvert en heimamenn hefðu þó alveg getað bætt við mörkum frekar en að Stoke minnkaði muninn. Öruggum 4-1 sigri var því landað í höfn og nú byrja menn að undirbúa sig fyrir stórleikinn við Manchester City á Gamlársdag.
Liverpool: Mignolet, Clyne, Klavan, Lovren, Milner, Henderson, Wijnaldum, Lallana (Can, 69. mín.), Mané, Firmino (Moreno, 79. mín.), Origi (Sturridge, 70. mín.). Ónotaðir varamenn: Karius, Lucas, Ejaria, Woodburn.
Mörk Liverpool: Adam Lallana (34. mín.), Roberto Firmino (44. mín.), sjálfsmark (59. mín.) og Daniel Sturridge (70. mín.).
Stoke City: Grant, Johnson, Shawcross, Martins Indi, Diouf (Afellay, 75. mín.), Whelan (Sobhi, 66. mín.), Imbula, Allen, Pieters, Crouch (Bony, 84. mín.), Walters. Ónotaðir varamenn: Given, Adam, Krkic, Shaqiri.
Mark Stoke: Jonathan Walters (12. mín.).
Gult spjald: Joe Allen.
Áhorfendur á Anfield: 53.094.
Maður leiksins: Eins og stundum áður er erfitt að velja einhvern einn leikmann en Roberto Firmino fær nafnbótina að þessu sinni. Hann var í einhverju veseni um jólin þegar hann var tekinn fyrir að keyra undir áhrifum áfengis og einhverjir héldu að hann væri þar með kominn í vandræði hjá Jurgen Klopp. En hann sýndi enn og aftur hversu mikilvægur hann er þessu liði og skoraði líklega mikilvægasta mark leiksins þegar hann kom liðinu yfir rétt fyrir lok fyrri hálfleiks.
Jurgen Klopp: ,,Þetta var mjög erfiður leikur. Úrslitin sýna kannski ekki rétta mynd af leiknum vegna þess að þetta var virkilega erfitt og í þriðja eða fjórða sinn sem við mætum Stoke byrja þeir með Peter Crouch og það gefur ákveðin fyrirheit um hvernig þeir munu spila leikinn. Það var erfitt að verjast þeim og við hefðum kannski getað gert betur þegar við vorum með boltann en við vorum ekki nógu þolinmóðir í þeirri stöðu og svo var erfitt að verjast háum og löngum boltum frá þeim. Við náðum hinsvegar að skora mjög góð mörk, náðum áttum og stjórnuðum leiknum uppfrá því."
Fróðleikur:
- Daniel Sturridge skoraði sitt fyrsta úrvalsdeildarmark á leiktíðinni.
- Mark Sturridge kom 56 sekúndum eftir að hann hafði komið inná sem varamaður. Hann skoraði með sinni annarri snertingu.
- Adam Lallana skoraði sitt sjöunda úrvalsdeildarmark á leiktíðinni.
- Roberto Firmino skoraði sitt sjötta úrvalsdeildarmark á leiktíðinni.
- Liverpool hafa alls skorað 86 úrvaldeildarmörk á árinu 2016 og jöfnuðu þar með markafjölda liðsins frá árinu 1985 !
- Undir stjórn Jurgen Klopp hafa nú verið skoruð 100 mörk í 48 deildarleikjum og er það jöfnun á árangri Kenny Dalglish frá því að hann var stjóri á níunda áratug síðustu aldar.
- Liverpool eru nú með 40 stig eftir 18 leiki og það hefur aðeins einu sinni áður gerst í sögu úrvaldsdeildarinnar.
Hér má sjá myndir úr leiknum.
Jurgen Klopp stillti upp óbreyttu byrjunarliði þriðja leikinn í röð sem þýddi að þeir Emre Can og Daniel Sturridge þurftu að sætta sig við að sitja á bekknum. En eftir góð úrslit í síðustu tveim leikjum kemur svosem ekki á óvart að Klopp skuli halda sig við sama lið. En byrjun leiksins var kannski ekki það sem við Liverpool menn vildum sjá en gestirnir frá Stoke mættu klárlega tilbúnir í þennan leik og voru duglegir að pressa öftustu varnarlínu frá fyrstu mínútu. Leikmenn Liverpool komust ekki alveg í takt við leikinn og á 12. mínútu var þeim refsað. Eftir að hafa mistekist að hreinsa tvisvar sinnum frá markinu fékk Pieters boltann úti vinstra megin og hann sendi fyrir markið þar sem Jonathan Walters skallaði boltann í markið úr þröngu færi. Mignolet hafði hönd á bolta en það dugði ekki til. Gestirnir komnir yfir og það verður að segjast að það hafi verið nokkuð verðskuldað.
Áfram héldu þeir að gera varnar- og miðjumönnum Liverpool lífið leitt og fremstu sóknarmenn Liverpool komust ekki í takt við leikinn. Það mátti svo litlu muna að Stoke kæmist í 2-0 ekki svo löngu síðar þegar enn eitt klafsið upp við vítateigslínu endaði með því að Joe Allen var kominn í gott skotfæri. Skot hans var hinsvegar vel varið af Mignolet í markinu og heppnin var kannski eilítið á bandi Liverpool þarna því boltinn barst ekki til Peter Crouch sem var aleinn fyrir opnu marki. Erik Pieters var þó fyrstur til að ná til boltans en skot hans var ekki fast og Klavan hreinsaði frá marki. Þetta virtist þó vera það sem til þurfti til að leikmenn Liverpool hættu þessu hálfkáki og nú fóru menn að spila boltanum almennilega á milli sín og skapa hættu uppvið mark gestanna. Firmino komst nálægt því að skora þegar hann fékk boltann hægra megin í teignum, lék aðeins nær markinu og lét vaða en þar var Crouch mættur til að bjarga á marklínu. Pressan hélt áfram og heimamenn jöfnuðu metin á 34. mínútu. Origi sendi frábæra sendingu út til hægri á Mané sem skeiðaði upp hægri kantinn, sendi fyrir markið á Lallana sem missti boltann frá sér en varnarmenn Stoke náðu ekki að hreinsa frá marki og Lallana fékk boltann aftur nánast út við endalínu og sendi boltann í markið úr þröngu færi. Virkilega kærkomið jöfnunarmark og því var að sjálfsögðu gríðarlega vel fagnað.
Liverpool menn héldu áfram að spila vel og tíu mínútum síðar skoraði Firmino með skoti úr teignum sem fór stöngin, stöngin inn og staðan orðin 2-1. Brasilíumaðurinn gerði þarna einstaklega vel að ná skotinu umkringdur varnarmönnum Stoke og þessu marki var nú ekki síður meira fagnað en því fyrsta. Liverpool komnir yfir fyrir lok hálfleiksins og var það eitthvað sem ekki var í spilunum fyrsta hálftímann í leiknum. Í seinni hálfleik var svo liðið sem við erum farin að þekkja svo vel mætt til leiks frá fyrstu mínútu. Leikmenn héldu boltanum vel, sköpuðu hættu uppvið mark gestanna og vörðust afskaplega vel sem liðsheild. Þriðja markið leit dagsins ljós eftir tæplega klukkutíma leik og var það sjálfsmark Imbula en hann var þar fyrri til að ná til boltans eftir fyrirgjöf frá Origi en Sadio Mané var þar rétt fyrir aftan og hefði klárlega náð að skora ef hann hefði verið fyrri til. Tíu mínútum síðar setti Klopp þá Emre Can og Daniel Sturridge inn fyrir Lallana og Origi. Sturridge var ekki búinn að vera lengi inná þegar hann var búinn að skora fjórða markið. Ryan Shawcross gerði þá slæm mistök þegar hann hugðist senda boltann til baka á markvörð sinn. Sturridge komst inní sendinguna, lék snilldarlega á markvörðinn og sendi boltann í autt markið. Fyrsta deildarmark Sturridge á leiktíðinni leit þar loksins dagsins ljós ! Jólahátíðin var svo sannarlega gengin í garð á Anfield.
Eftir þetta gerðist fátt markvert en heimamenn hefðu þó alveg getað bætt við mörkum frekar en að Stoke minnkaði muninn. Öruggum 4-1 sigri var því landað í höfn og nú byrja menn að undirbúa sig fyrir stórleikinn við Manchester City á Gamlársdag.
Liverpool: Mignolet, Clyne, Klavan, Lovren, Milner, Henderson, Wijnaldum, Lallana (Can, 69. mín.), Mané, Firmino (Moreno, 79. mín.), Origi (Sturridge, 70. mín.). Ónotaðir varamenn: Karius, Lucas, Ejaria, Woodburn.
Mörk Liverpool: Adam Lallana (34. mín.), Roberto Firmino (44. mín.), sjálfsmark (59. mín.) og Daniel Sturridge (70. mín.).
Stoke City: Grant, Johnson, Shawcross, Martins Indi, Diouf (Afellay, 75. mín.), Whelan (Sobhi, 66. mín.), Imbula, Allen, Pieters, Crouch (Bony, 84. mín.), Walters. Ónotaðir varamenn: Given, Adam, Krkic, Shaqiri.
Mark Stoke: Jonathan Walters (12. mín.).
Gult spjald: Joe Allen.
Áhorfendur á Anfield: 53.094.
Maður leiksins: Eins og stundum áður er erfitt að velja einhvern einn leikmann en Roberto Firmino fær nafnbótina að þessu sinni. Hann var í einhverju veseni um jólin þegar hann var tekinn fyrir að keyra undir áhrifum áfengis og einhverjir héldu að hann væri þar með kominn í vandræði hjá Jurgen Klopp. En hann sýndi enn og aftur hversu mikilvægur hann er þessu liði og skoraði líklega mikilvægasta mark leiksins þegar hann kom liðinu yfir rétt fyrir lok fyrri hálfleiks.
Jurgen Klopp: ,,Þetta var mjög erfiður leikur. Úrslitin sýna kannski ekki rétta mynd af leiknum vegna þess að þetta var virkilega erfitt og í þriðja eða fjórða sinn sem við mætum Stoke byrja þeir með Peter Crouch og það gefur ákveðin fyrirheit um hvernig þeir munu spila leikinn. Það var erfitt að verjast þeim og við hefðum kannski getað gert betur þegar við vorum með boltann en við vorum ekki nógu þolinmóðir í þeirri stöðu og svo var erfitt að verjast háum og löngum boltum frá þeim. Við náðum hinsvegar að skora mjög góð mörk, náðum áttum og stjórnuðum leiknum uppfrá því."
Fróðleikur:
- Daniel Sturridge skoraði sitt fyrsta úrvalsdeildarmark á leiktíðinni.
- Mark Sturridge kom 56 sekúndum eftir að hann hafði komið inná sem varamaður. Hann skoraði með sinni annarri snertingu.
- Adam Lallana skoraði sitt sjöunda úrvalsdeildarmark á leiktíðinni.
- Roberto Firmino skoraði sitt sjötta úrvalsdeildarmark á leiktíðinni.
- Liverpool hafa alls skorað 86 úrvaldeildarmörk á árinu 2016 og jöfnuðu þar með markafjölda liðsins frá árinu 1985 !
- Undir stjórn Jurgen Klopp hafa nú verið skoruð 100 mörk í 48 deildarleikjum og er það jöfnun á árangri Kenny Dalglish frá því að hann var stjóri á níunda áratug síðustu aldar.
- Liverpool eru nú með 40 stig eftir 18 leiki og það hefur aðeins einu sinni áður gerst í sögu úrvaldsdeildarinnar.
Hér má sjá myndir úr leiknum.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!
Fréttageymslan