| Sf. Gutt
Fjórða og síðasta mark Liverpool á móti Stoke City í gær var býsna merkilegt. Markið var það 100. sem Liverpool hefur skorað í deildinni frá því Jürgen Klopp tók við sem framkvæmdastjóri. Þetta gerðist í 48. leiknum sem Jürgen stjórnaði Liverpool í deildinni. Þetta er jöfnun á þeirri markaskorun sem Liverpool náði undir stjórn Kenny Dalglish á sínum tíma en þá skoraði liðið hans líka 100 mörk í 48 leikjum. Liverpool náði 100 deildarmörkum í 52 leikjum undir stjórn Brendan Rodgers.
Markið var líka það 86. sem Liverpool hefur skorað á árinu 2016. Metið á einu ári er 87 mörk og var það sett árið 1985. Enn er einn leikur eftir á þessu ári svo hver veit nema nýtt met verði sett.
Markið hans Daniel Sturridge var það 45. sem Liverpool skorar í deildinni það sem af er leiktíðar og hefur ekkert lið skorað jafn mörg mörk. Eins er liðið í efsta sæti yfir markskot en alls hafa þau verið 326. Það er ekki hægt að kvarta yfir markskorun, marktilraunum og sóknarleik Liverpool. Vonandi heldur liðið áfram á sömu braut í þessum efnum!
TIL BAKA
Merkilegt mark!
Fjórða og síðasta mark Liverpool á móti Stoke City í gær var býsna merkilegt. Markið var það 100. sem Liverpool hefur skorað í deildinni frá því Jürgen Klopp tók við sem framkvæmdastjóri. Þetta gerðist í 48. leiknum sem Jürgen stjórnaði Liverpool í deildinni. Þetta er jöfnun á þeirri markaskorun sem Liverpool náði undir stjórn Kenny Dalglish á sínum tíma en þá skoraði liðið hans líka 100 mörk í 48 leikjum. Liverpool náði 100 deildarmörkum í 52 leikjum undir stjórn Brendan Rodgers.
Markið var líka það 86. sem Liverpool hefur skorað á árinu 2016. Metið á einu ári er 87 mörk og var það sett árið 1985. Enn er einn leikur eftir á þessu ári svo hver veit nema nýtt met verði sett.
Markið hans Daniel Sturridge var það 45. sem Liverpool skorar í deildinni það sem af er leiktíðar og hefur ekkert lið skorað jafn mörg mörk. Eins er liðið í efsta sæti yfir markskot en alls hafa þau verið 326. Það er ekki hægt að kvarta yfir markskorun, marktilraunum og sóknarleik Liverpool. Vonandi heldur liðið áfram á sömu braut í þessum efnum!
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan