| Sf. Gutt
TIL BAKA
Tap í fyrri leiknum!
Liverpool mátti þola 1:0 tap í Southampton í fyrri leiknum í undanúrslitum Deildarbikarsins. Liðið slapp þó vel því verr hefði getað farið. Það er langt frá því að öll von sé úti en liðið þarf að fara að rífa sig í gang og fara að spila betur en það hefur gert í síðustu þremur leikjum.
Þrír leikmenn, Loris Karius, Lucas Leiva og Emre Can, héldu sætunum sínum frá því í leiknum við Plymouth á sunnudaginn. Mesta athygli vakti að Loris skyldi standa í markinu og er þetta kannski vísbending um að hann sé aftur að verða aðalmarkmaður. Hin átta sætin í liðinu tóku fastamenn að nýju. Gleði vakti að Philippe Coutinho var í liðshópnum í fyrsta sinn frá því í nóvember.
Liverpool byrjaði leikinn prýðilega og heimamenn fóru varla fram fyrir miðju upphafskaflann. Eftir rúman stundarfjórðung kom sending inn í vítateig Southampton. Adam Lallana skallaði til baka á Roberto Firmino sem skaut að marki en Fraser Foster sló boltann yfir.
Loks fóru heimamenn í sókn sem kvað að á 19. mínútu. Eftir hraða sókn kom sending inn í vítateiginn frá hægri yfir á fjærstöng. Nathan Redmond fékk boltann en Loris Karius varði meistaralega með öðrum fætinum. Þetta varð Liverpool ekki til varnaðar því heimamenn skoruðu í næstu sókn. Ragnar Klavan hitti boltann ekki rétt utan við vítateiginn sinn. Boltinn barst á Jay Rodriguez sem stakk honum inn fyrir vörnina á Nathan sem skoraði í þetta skiptið án þess að Loris kæmi við vörnum.
Eftir þetta misstu leikmenn Liverpool taktinn og þau góðu tök sem liðið hafði til að byrja með losnuðu. Mínútu fyrir leikhlé mistókst vörn Liverpool að hreinsa og Nathan fékk þriðja færi sitt en Loris varði stórvel. Liverpool var því marki undir í hálfleik.
Ekkert gekk hjá Liverpool eftir hlé. Liðið var sem fyrr mikið með boltann en ekkert gekk að opna sterka vörn heimamanna. Philippe Coutinho kom til leiks á 61. mínútu en nokkrum mínútum seinna æddi Cédric Soares í skyndisókn en skot hans fór í hliðarnetið. Það var heldur meiri hraði í hægum sóknarleik Liverpool eftir að Philippe kom inn á en ekkert gekk sem fyrr.
Þegar um sjö mínútur voru eftir munaði engu að Southampton stækkaði skref sitt til Wembley enn frekar. Shane Long, sem var nýkominn til leiks, komst fram vinstra kantinn og gaf fyrir. Nathan fékk boltann á fjærstöng og lyfti yfir Loris en boltann fór í þverslá og datt niður við marklínuna.
Liverpool lék illa og slapp vel þegar upp var staðið að hafa ekki tapað stærra. Liðið á alla möguleika á að snúa tapinu í sigur á Anfield í seinni leiknum en það verður ekki auðvelt ef liðið spilar ekki mun betur. Liðið hefur spilað illa í síðustu þremur leikjum og ekki unnið neinn. Nú rekur hver stórleikurinn annan og ekki dugar annað en að fara að spila almennilega á nýjan leik! Það eru titlar í húfi!
Southampton: Forster, Cedric, van Dijk, Yoshida, Bertrand, Clasie (Hojbjerg 74. mín.), Romeu, Davis (Ward-Prowse 82. mín.), Tadic, Redmond og Rodriguez (Long 82. mín.). Ónotaðir varamenn: Lewis, Stephens, McQueen og Sims.
Mark Southampton: Nathan Redmond (20. mín.).
Gul spjöld: Dusan Tadic og Jay Rodriguez.
Liverpool: Karius, Clyne, Lovren, Klavan, Milner, Leiva, Can, Wijnaldum (Coutinho 61. mín.), Lallana, Firmino (Origi 83. mín.) og Sturridge. Ónotaðir varamenn: Mignolet, Moreno, Gomez, Stewart og Woodburn.
Áhorfendur á St Mary´s: 31.480.
Maður leiksins: Loris Karius. Þjóðverjinn bjargaði Liverpool frá stærra tapi með því að verja tvívegis á meistaralegan hátt.
Jürgen Klopp: Við verðum að sætta okkur við þá staðreynd að við vorum ekki nógu góðir í kvöld. Við munum koma sterkir til baka. Við verðum annað lið og allt verður öðruvísi í leiknum á Anfield. Við eigum sannarlega ennþá möguleika á að komast til Wembley og við stefnum þangað.
- Liverpool hefur enn ekki unnið leik á því Herrans ári 2017.
- Liverpool er að spila í 17. sinn í undanúrslitum í Deildarbikarnum. Það er met.
- Liverpool er í undanúrslitum þriðju leiktíðina í röð.
- Liverpool og Southampton hafa sex sinnum leitt saman hesta sína í Deildarbikarnum og hefur Rauði herinn fjórum sinnum farið áfram.
- Þau mættust í undanúrslitum á leiktíðinni 1986/87. Þá skildu liðin án marka í Southampton en Liverpool vann 3:0 á Anfield og fór í úrslit það sem liðið tapaði 2:1 fyrir Arsenal.
- Lucas Leiva lék sinn 330. leik með Liverpool tveimur dögum eftir að hann varð þrítugur.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Þrír leikmenn, Loris Karius, Lucas Leiva og Emre Can, héldu sætunum sínum frá því í leiknum við Plymouth á sunnudaginn. Mesta athygli vakti að Loris skyldi standa í markinu og er þetta kannski vísbending um að hann sé aftur að verða aðalmarkmaður. Hin átta sætin í liðinu tóku fastamenn að nýju. Gleði vakti að Philippe Coutinho var í liðshópnum í fyrsta sinn frá því í nóvember.
Liverpool byrjaði leikinn prýðilega og heimamenn fóru varla fram fyrir miðju upphafskaflann. Eftir rúman stundarfjórðung kom sending inn í vítateig Southampton. Adam Lallana skallaði til baka á Roberto Firmino sem skaut að marki en Fraser Foster sló boltann yfir.
Loks fóru heimamenn í sókn sem kvað að á 19. mínútu. Eftir hraða sókn kom sending inn í vítateiginn frá hægri yfir á fjærstöng. Nathan Redmond fékk boltann en Loris Karius varði meistaralega með öðrum fætinum. Þetta varð Liverpool ekki til varnaðar því heimamenn skoruðu í næstu sókn. Ragnar Klavan hitti boltann ekki rétt utan við vítateiginn sinn. Boltinn barst á Jay Rodriguez sem stakk honum inn fyrir vörnina á Nathan sem skoraði í þetta skiptið án þess að Loris kæmi við vörnum.
Eftir þetta misstu leikmenn Liverpool taktinn og þau góðu tök sem liðið hafði til að byrja með losnuðu. Mínútu fyrir leikhlé mistókst vörn Liverpool að hreinsa og Nathan fékk þriðja færi sitt en Loris varði stórvel. Liverpool var því marki undir í hálfleik.
Ekkert gekk hjá Liverpool eftir hlé. Liðið var sem fyrr mikið með boltann en ekkert gekk að opna sterka vörn heimamanna. Philippe Coutinho kom til leiks á 61. mínútu en nokkrum mínútum seinna æddi Cédric Soares í skyndisókn en skot hans fór í hliðarnetið. Það var heldur meiri hraði í hægum sóknarleik Liverpool eftir að Philippe kom inn á en ekkert gekk sem fyrr.
Þegar um sjö mínútur voru eftir munaði engu að Southampton stækkaði skref sitt til Wembley enn frekar. Shane Long, sem var nýkominn til leiks, komst fram vinstra kantinn og gaf fyrir. Nathan fékk boltann á fjærstöng og lyfti yfir Loris en boltann fór í þverslá og datt niður við marklínuna.
Liverpool lék illa og slapp vel þegar upp var staðið að hafa ekki tapað stærra. Liðið á alla möguleika á að snúa tapinu í sigur á Anfield í seinni leiknum en það verður ekki auðvelt ef liðið spilar ekki mun betur. Liðið hefur spilað illa í síðustu þremur leikjum og ekki unnið neinn. Nú rekur hver stórleikurinn annan og ekki dugar annað en að fara að spila almennilega á nýjan leik! Það eru titlar í húfi!
Southampton: Forster, Cedric, van Dijk, Yoshida, Bertrand, Clasie (Hojbjerg 74. mín.), Romeu, Davis (Ward-Prowse 82. mín.), Tadic, Redmond og Rodriguez (Long 82. mín.). Ónotaðir varamenn: Lewis, Stephens, McQueen og Sims.
Mark Southampton: Nathan Redmond (20. mín.).
Gul spjöld: Dusan Tadic og Jay Rodriguez.
Liverpool: Karius, Clyne, Lovren, Klavan, Milner, Leiva, Can, Wijnaldum (Coutinho 61. mín.), Lallana, Firmino (Origi 83. mín.) og Sturridge. Ónotaðir varamenn: Mignolet, Moreno, Gomez, Stewart og Woodburn.
Áhorfendur á St Mary´s: 31.480.
Maður leiksins: Loris Karius. Þjóðverjinn bjargaði Liverpool frá stærra tapi með því að verja tvívegis á meistaralegan hátt.
Jürgen Klopp: Við verðum að sætta okkur við þá staðreynd að við vorum ekki nógu góðir í kvöld. Við munum koma sterkir til baka. Við verðum annað lið og allt verður öðruvísi í leiknum á Anfield. Við eigum sannarlega ennþá möguleika á að komast til Wembley og við stefnum þangað.
Fróðleikur
- Liverpool hefur enn ekki unnið leik á því Herrans ári 2017.
- Liverpool er að spila í 17. sinn í undanúrslitum í Deildarbikarnum. Það er met.
- Liverpool er í undanúrslitum þriðju leiktíðina í röð.
- Liverpool og Southampton hafa sex sinnum leitt saman hesta sína í Deildarbikarnum og hefur Rauði herinn fjórum sinnum farið áfram.
- Þau mættust í undanúrslitum á leiktíðinni 1986/87. Þá skildu liðin án marka í Southampton en Liverpool vann 3:0 á Anfield og fór í úrslit það sem liðið tapaði 2:1 fyrir Arsenal.
- Lucas Leiva lék sinn 330. leik með Liverpool tveimur dögum eftir að hann varð þrítugur.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!
Fréttageymslan